Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 25
a reynum yfirleitt aö dvelja þar smá- tíma. Eina helgi ætla ég til Laugar- vatns og reyni aö finna einhverja stund til að hverfa til fjalla. Svo á ég garö, sem er ófrágenginn, sem ég þarf eitthvað að hnoðast í. Þetta er nú í grófum dráttum það sem eg tek mér fyrir hendur í sumar.” -ÞG „Eg er nú ekki ennþá farin að sjó þessi löngu frí þingmanna eftir fimm ára þingsetu,” sagði Guðrún Helga- dóttir þingmaður. „Sumarleyfið hefst sannarlega ekki nærri strax. I júní- mánuði verð ég meira og minna að imdirbúa fundi vegna komu samgöngunefndar Noröurlandaráös hingaö. I júlimánuði verða fundir á vegum Alþýðubandalagsins úti um allt land. En ég treysti nú á að komast aðeins í frí í júlí. Annars held ég að það sé sameiginleg reynsla allra þing- manna að við fáum lítið frí nema að fara í burtu. Og það er með þingmenn eins og aðra launþega í landinu að það er lítið afgangs af tekjum til ferðalaga. Svo ég haldi nú ófram með sumarið, þá þarf ég að fara til skyldustarfa utan í ágúst, vegna nefndarsetu hjá Norður- landaráði og í september undirbýr maður þingstörf fyrir veturinn. Þingmannsstarfið er skelfilega van- þakklátt starf og á margan hátt mis- skilið. Og mjög krefjandi. Mér finnst þjóðin ekki sérlega góð við sína þing- menn. Hugmyndir manna um störf okkar þingmanna eru yfirleitt rangar en það getur vel verið okkur að kenna, ég veit það ekki. En ég verð að segja að starfið er skemmtilegt og maður er ánægður ef ofurlítill árangur sést af því sem gert er. Eg skal nú reyna að vera aðeins skemmtilegri. Þar sem ég er geysilega mikil garðræktarkona og hef nýlega eignast garð reyni ég að gefa mér tíma í garðinum í sumar. Eg flutti nýlega í vesturbæinn, sem er alveg yndislegt og sérstaklega að eignast garðinn. En það var satt að segja hræðilegt að flytja á sama tíma og þingstörfum var að ljúka. Eg þarf að finna mér stundir í sumar til að koma mér vel fyrir í nýja húsnæðinu.” -ÞG. » „Ég er nýfíutt i vesturbæinn og eignaðist garð. " Og Guðrún Helga- dóttir var komin út i beðin. DV-mynd: GVÁ. „Það er kominn timi tii að endur- vinna allan þennan pappir sem fer i ruslið," sagði Guðrun Agnarsdóttir um leið og hún henti dagblaða- bunka frá áramótum. — Hún var i „tiltekt" þegar Ijósmyndarinn barði að dyrum. DV-mynd: GVA. þa stundina sem gafst að DV-mynd GVA verfa „Eg verð mikið bundin við fundarset- ur til að byrja með. Við kvennalista- konur erum á kafi í að fara yfir starfið í vetur og undirbúa vinnu fyrir fram- tíðina,” sagði Guðrún Agnarsdóttir þingmaöur. • „Annars gekk maöur inn í hamarinn í haust og er rétt kominn til manna aft- ur. Starfið í vetur var mjög kref jandi, stöðugt ný verkefni, nánast á hverjum degi, enda var þetta nýr starfsvett- vangur. I sumar reyni ég að fara með fjöl- skyldunni í frí hér innanlands. I næstu viku hefst mónaðar hringferð um land- ið hjá okkur Itvennalistakonum til að virkja konur almennt í kvennabarátt- unni. Síðan ætla ég að skreppa í viku til Stokkhólms síðast í júlimánuði og vera í friöarbúðmn norræna kvenna sem verða í tengslum við Stokkhólmsráð- stefnuna. Eg fagna þeirri umræðu sem hefur verið hér í vetur um friöarmál og er sérstaklega ánægð með umræður um stöðu kvenna. Konur á þingi hafa staöiö saman um mörg mál í vetur og því enginn vafi á að þeim rennur blóöiö til skyldunnar að standa saman um réttindisín. En svo ég snúi mér að því sem framundan er, sumrinu, þá fer líklega mikill tími í fundi og undirbúning fyrir vetrarstarfið. En ég reyni að vera meö fjölskyldunni sem mest en hún hefur verið mjög umburðarlynd í vetur yfir önnummínum.” .hr Gudriln Agnarsdóttlr ÍFRIÐAR RIJÐIR Guðriln Melgadðttlr Mörg skyldn- störf

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.