Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 27
' t>V:'CALfGÁRDAdÚR 2.’JIJNÍ1984. 27 meö gjörsamlega bitlausum stunguspaöa og setti niður í þetta hom nákvæmlega tíu kartöflur. Uppskeran brást ekki um haustið en sem betur fer gerði bakverkurinn það. Gott vor En það er fleira en kartöflurækt sem minnir á vorið, gladíólumar koma upp úr moldinni, trén laufgast og allt í einu er sláttuvélin komin inn í stofu og vill endilega fara aö drepa gras. — Láttu samt blómin í friöi að þessu sinni, segir konan mín sem hefur það starf með höndum á heim- ilinu aö útvega mann til að slá blettinn. Eg sló þennan blett fyrir hana um það bil fimmtíu sinnum í fyrrasumar og í eitt skiptiö missti ég vélina inn í blómabeðið. Vélin er handknúin og bitur dæmalaust illa og þess vegna er alveg undravert hvað henni tókst aö klippa ofan af mörgum gladíólum áöur en ég gat stöðvað hana en eins Háaloftið Benedikt Axelsson og þeir vita sem slegið hafa með bit- lausum sláttuvélum þarf að hlaupa með þetta jámarusl eins og vitlaus maður um garöinn ef einhver á- rangur á að nást. Maður tekur sér stööu í öðrum enda garðsins eins og hlauparamir á ólympiuleikunum sem ætla að fara aö skokka tíu kílómetrana, spyrnir við fótum og þýtur af stað og svona í fyrstu umferð alla leiö inn í garö ná- grannans. Síðan dregur maður vélarskriflið til baka, yfir gljáviöi nágrannans og tekur sér stöðu á ný. Þannig gengur þetta nokkrum sinnum og vegna þess að gljávíöir nágrannans bætir ekkert bitið í vél- inni verður maður stöðugt að setja meiri kraft í djöflaganginn og auðvitað endar þetta meö því að maöur hleypur á tíu kílómetra hraöa á klukkustund inn í gladiólubeöið sitt. Þama sannast sem sagt enn einu sinni lögmálið um orsök og af- leiðingu hvernig svo sem það nú er. Kveðja Ben.Ax. vandmetinni stöðu, sem þó virðist gefa svörtum skemmtilega mögu- leika. Þannig tefldist skák Spraggett við Chandler í Hong Kong fyrr á ár- inu. 17. —Ba518. Hc2! Karpov hefur unnið heimavinnuna vel og metiö stöðuna sem upp kemur rétt — eins og hann á vanda til. Lakara er 18. Bd5 d3! 19. e3 Re5 20. Kfl Hc8 21. Hal Hc2 22. Hxa2? Hxa2 23. b4 Bxb4 24. Bxa2 Da5! og svartur var.n, King — Chandler, Reykja- víkurskákmótið 1984. 18. —Bxb319. Rxb3d3! „Með óljósri stöðu”, segir Miles í nýjasta hefti Informators. Nú geng- ur ekki 20. Rxd3?? Bxel 21. Dxel Dxd3! og svartur vinnur. 20. Hxc6! Bxel Um aöra leiki er ekki að ræða. Eft- ir 20. — bxc6 21. Rxa5 d2 22. Hfl Dxa5 23. Bxc6 vinnur hvítur lið. 21. Hcld2 22. Hbla5 Osköp er þessi staða fáránleg og ekki er nema von að Miles hafi ekki skilið hana. Hvítur á tvo menn gegn hrók og biskup svarts er grafinn lif- andi á el. Þó mætti í fljótu bragöi ætla að svartur hefði góð færi, vegna frelsingjanna. I ljós kemur hins veg- ar að hvítu mennirnir ná aö hreiðra um sig á sterkum reitum og hann nær að skorða svörtu frelsingjana. Eftir skákina urðu Karpov og Chandler sáttir um að hvíta staðan væri mun betri. 23. Rd3 Dg5 24. Rbc5 Had8 25. Bxb7 h5 26. Bf3! Góður reitur fyrir biskupinn. Takið eftir að hann hefur vakandi auga með uppkomureit svarta peösins. 26. — Df5 27. Kg2 h4 28. g4! Dg5 29. h3 Hd4 30. Db3 g6 31. e3 Hdd8 32. Re4 a4 33. Dxa4 Mögulegt er einnig 33. Dxf7+ en svona frelsingja er gott að vera laus við. Auk þess hefur Karpov fléttu í huga. 33. — De7 34. g5! Gerir út um taflið í nokkrum leikj- um. 34. — Hxd3 35. Rf6+ Kf8 Eftir 35. — Kg7 fellur kóngurinn á e8óbættur. 36. Dxh4 Dd8 37. Hb7 — Og svartur gaf. Mátinu á h8 veröur ekki forðaö. Við látum eina stutta og snaggara- lega skák fljóta með, sem sver sig reyndar meira í ætt við hraðskák heldur en alvarlega skák frá stór- móti. Stærðfræöidoktorinn John Nunri teflir byrjunina af léttúð og ratar strax í ógöngur. Miles hefði vafalaust getað gert út um taflið á fleiri en einn veg en sú leiö sem hann velur er bæði fljótvirk og snotur. Hvítt: Anthony Miles Svart: JohnNunn Kóngsindversk vörn. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4 d6 5. f3 0-0 6. Be3 Rc6 7. Rge2 a6 8. Dd2 Hb8 9. h4 b5 10. h5 Rxh5 11. Bh6 Bxh6 12. Dxh6 f513. exf5 Bxf514. g4 e515. gxf5 Hxf5 16. Rg3! Rxg3 17. Dxh7+ Kf8 18. Dh8+ Ke7 19. Hh7+ Hf7 20. Rd5+ Ke6 21. Bh3+ Rf5 22. Bxf5 gxf5 23. Rxc7+ Ke7 24. Hxf7+ Kxf7 25. Dh7+ Kf6 26.0-0-0 Rxd4.27. Hhl — Og svartur gafst upp. vegna spegilskiptingarinnar er engin leið að fá nema sjö slagi á tígul- samningi. Bikarkeppni Bridge- sambands ísiands Dregiö hefur verið í 1. og 2. umferð bikarkeppninnar og mætast eftirtaldar sveitir: 1. umferð 1. Ragnar Haraldsson, Grundarfirði — Gestur Jónsson, Reykjavík 2. Haukur Guðjónsson, Vestmannaeyjum — Jón Hauksson, Vestmannaeyjum 3. Ásgrimur Sigurbjörnsson, Siglufirði — Hjálmtýr Baldursson, Reykjavík 4. Stefán Páisson, Reykjavík — Sigmar Bjömsson, Þorlákshöfn 5. Erla Sigurjónsdóttir, Kópavogi — Auðunn Hermannsson, Selfossi 6. Guðmundur Grétarsson, Reykjavik — Eggert Sigurðsson, Stykkishólmi 7. Sigurður Freysson, Eskifirði — Fiemming Jessen, Hvammstanga Hinar 25 sveitirnar sitja yfirí 1. um- ferð. Leikjum þarf að vera lokið fyrir 25. júní. I 2. umferð mætast eftirtaldar sveitr: 2. umferð 1. Olafur Valgeirsson, Hafnarfirði — Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavik 2. AgústHelgason, Reykjávík — Vilhiálmur Þór Pálsson, Selfossi. 3. Þráinn Úmar Svansson, Hveragerði — Gylfi Pálsson, Akureyri. 4. Þorarinn Sigþórsson, Reykjavík — Þorgeir Jósepsson, Akranesi 5. Jó.oas Jónsson, Rcyðarfirði — Gísli Tryggvason, Rcykjavik 6. Samvinnuferðir-Landsýn, Rvk. — Gunillaugur Öskarsson, Rvk. 7. Jón Hjaltason, Reykjavik — Þórarinn Sófusson, Hafnarfirði 8. Sigmundur Stefánsson, Reykjavík — Oli Þór Kjartansson, Keflavík 9. Bjarki Tryggvason,Sauðárkróki — Baidur Bjartmannsson, Rcykjavík 10. Guðmmidur Eða Eggert — Erla eða Auðunii 11. Brynjólfur Gestsson, Selfossi — Sigurður eða Flemming 12. Ragnar eða Gestur — Jón Stefánsson, Akureyri 13. HaukureðaJón — Jakob Kristinsson, Akureyri 14. Urval Reykjavík — Olafur Lámsson, Reykjavík 15. Stefán eða Sigmar — Ami Guðmundsson, Reykjavík 16. Birgir Þorvaidsson, Reykjavik — Ásgrimur eða Hjáimtýr. Leikjum annarrar umferöar þarf að vera lokið fyrir 14. júlí. Sú sveit sem er talin upp á undan á heimaleik. Sveitaformenn eru beðnir að gera skil á þátttökugjaldinu, sem er kr. 2000 til BSIsemfyrst. Sú sveit sem vinnur þarf að koma nöfnum á þeim spilurum sem spiluðu leikinn til BSI svo hægara verði um gullstigaútreikningin. Bridgefélag Breiðholts Síöastliðinn þriðjudag var spilað létt rúbertubridge og uröu Anton Gunnars- son og Friðjón Þórhallsson sigurvegar- ar. I öðru sæti uröu Friðrik Jónsson og Guðmundur Sigursteinsson. Einnig voru veitt verðlaun fyrir aðalkeppnir vetrarins. Næstkomandi þriöjudag, 5. júní, verður spilaöur eins kvölds tví- menningur og er allt spilafólk velkom- iö. Spilað er í Gerðubergi, kl. 19.30 stundvíslega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 29. maí var spilaö í tveimur 14 para riðlum. Hæstu skor lilutu: A-riðill 1. Gísli Steingrimsson — Guðmundur Thorsteinsson 197 2. Bergur Þorleifsson — Anton Sigurðsson....... 173 3. Gísli Tryggvason — Guðlaugur Niclscn 167 4. Guömundur Kr. Sigurösson — Erlcndur Björgvinsson B-riöill 166 1. Ragnar Hermannsson — Hjálmtýr Baldursson 213 2. Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hanncsson 176 3. Björn Hermannsson — Lárus Hermannsson 175 4. Sveinn Sigurgeirsson — Steingrímur Jónasson 174 I frétt frá deildinni af úrslitum næst- síðasta þriðjudag uröu þau mistök að nöfn þeirra spilara sem unnu A-riðiI féllu niður. Eru Jón Viðar Jónmunds- son og Sveinbjöm Eyjólfsson beðnir af- sökunar á mistökunum en þeir fengu 124 stig. Næst verður spilað þriðjudaginn 5. júní. Allt bridgefólk er velkomiö meðan húsrúm leyfir. Aðalfundur BR 1984 Aðalfundur Bridgefélags Reykja- víkur 1984 verður haldinn miðvikudaginn 6. júní nk. kl. 20.30 að HótelEsju. Dagskrá fundarins verðurþessi: 1. Venjulegaöalfundarstörf. 2. Onnurmál. 3. Kaffiveitingar. 4. Verðlaunaafhending fyrir síðasta keppnistímabil. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og eru verðlauna- hafar einkum minntir á aö mæta, en þeir eru: Aðalsteinn Jörgensen, Jón Asbjörnsson, Asgeir Asbjörnsson, Jón Baldursson, Asmundur Pálsson, Karl Sigurhjartarson, Guðbrandur Sigurbergsson, Olafur Lárusson, Guölaugur R. Jóhannsson, Runólfur Pálsson, Guðmundur Petursson, Sigtryggur Sig- urðsson, Helgi Jóhannsson, Sigurður Sverris- son, Hermann Lárusson, Simon Simonarson, Hjalti Eliasson, Valur Sigurðsson, Hörður Blöndal, Örn Arnþórsson. NÝTT SÍMANÚMER 68-7100. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. 10. sölusumar okkar er gengið í garð og við bjóðum enn á ný vönduðu dönsku hústjöldin frá Trio Sport, 2ja—6 manna. Þau eru framleidd úr litekta og vatnsheldum baðmullar- dúk. Gott verð — Viðgerðar- og varahlutaþjónusta — Greiðslukjör. Sendum myndalista. TJALDBÚÐIR HF. SÍMI 44392, Geithálsi. BÍLDSHÖFÐA 16. SÍMAR 81530 OG 83104 SELJUM IDAG SAAB 99 GLi '81. 4 dyra, Ijósblár, bein skiptur, 4 gíra ekinn 45 þús. km. SAAB 900 GLE '82, 4 dyra, Ijósblár, beinskiptur, 5 gíra, ekinn 39þús„ með vökvastýri og topplúgu. SAAB 900 GLS '82, 4 dyra, rauður, beinskiptur, 5 gira, ekinn aðeins 26 þús. km. Mjög fal- legur bíll. SAAB 99 GL SUPER '78. 4 dyra, sjálf skiptur, rauður, bill sem nýr að- innan sem ut opið io-4 TOGGUR HR LAUGARDAG. SAAB UMBOÐIÐ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.