Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 21
DV. LAUGARDAGUR 2. JUNl 1984. 21 Rætt vtd Kristján Óskarsson skipstjóra frá Siglufirdí mál Kristjáns en annars er furöulegt hvaö nærri fjörutíu ára fjarvera frá landi og þjóö hefur litt afbakaö tungutak hans. „Eg hitti sjaldan Islendinga og hef lítiö haft tækifæri til að tala móðurmál- iö á flökti mínu um heiminn. En ég hef reynt aö halda islenskunni og fæ stund- um dagblöð aö heiman. Veistu aö stundum er ég að lesa tveggja, þriggja ára gömul blöð en þaö hjálpar mikið.” „Mér finnst alveg dásamlegt aö koma til Islands og sérstaklega aö heyra íslenskuna” hélt Kristján áfram „Og breytingarnar hér eru alveg stór- kostlegar, vegimir til dæmis. Eg fór norður til Siglufjarðar um daginn, ók sjálfur og mér finnst einstakt hvaö mikið er búiö aö gera. Því allt þetta landflæmi, sem er nú ekki eins og pönnukaka, er erfitt yfirferðar. En þaö er stórkostlegt hvaö hefur tekist aö gera. Húsakynnin hér, þau eru líka einstök, ég held aö þaö þekkist hvergi annaöeins.” Kristján Oskarsson er Siglfiröingur, foreldrar hans voru Guðlaug Sveins- dóttir og Oskar Sveinsson. Tvo albræð- ur á hann, annar er hér og hinn skip- stjóri í Noregi. Tvöfaldan hring „Mér finnst gaman aö ferðast um landiö, fólk er vingjarnlegt og það er sérkennilegt hvaö ættartengsl eru sterk hér á landi. Ef fólk tekur tal sam- an fer þaö strax að leiða saman ættir sínar, þaö finnst mér mjög merkilegt. Annars hef ég tekið eftir því aö fólk byrjar oft í umræðum að tala um nei- kvæða hluti eins og til dæmis veðrið. Maöur á alltaf að byrja á einhverju já- kvæöu. Hér er svo margt gott, hugsaðu þér heita vatnið. Eg held að fólk geri sér ekki alveg grein fyrir því hvað margt gott er hér. Og svo eiga Islend- ingar gullnámu í menntamönnum.” örlítiö meira fór hann út í að lýsa þjóðareinkennum okkar, sagöi aö við værum lokuð en sjálfstæö. Reyndar eins og allir eyjabúar, flestir með jám- hring í kringum múrinn, en Islending- ar með tvöfaldan hring. En eftir tæp- lega fjörutíu ára fjarveru hefur Krist- ján skipstjóri hug á því að flytja hing- að. ísland vel kynnt „ Já, ég þarf að reyna aö komast inn í kerfið hér því það hefur alltaf verið mín hugmynd að koma heim aftur. Og vonandi verður þaö í náinni framtíð. Konan mín, Alís, sem er þýsk, og börn- in vilja koma svo að það verður úr,” sagði Kristján Oskarsson skipstjóri sem siglt hefur um öll heimsins höf og kynnst framandi þjóðum á „flökti” sinu um heiminn, eins og hann oröaði þaðsjálfur. Aður en við kvöddumst hafði hann orð á því hvað mikill munur væri á því í dag að vera Islendingur á meöal ókunnugra þjóða. I dag er Island vel þekkt og taldi hann að Flugleiðir og starfsfólk þess fyrirtækis ættu stóran þátt í þvi. Einnig heimsmeistaraein- vígið á milli Fischer og Spassky hér um áriö. „Austurlandamenn eru meira upp- lýstir um Island en margir Vestur- landabúar, eöa þaö fannst mér fyrstu árin, þetta hefur breyst mikið síðustu árin. Fyrstu árin var litið á mig sem eskimóa og f ólk hélt að Island væri lítið sandrif í Norður-Atlantshafi.” Skipstjórinn frá Siglufirði hefur ef- laust átt sinn þátt í því að kynna land ogþjóðvel. —ÞG VOLVO 244TURBO '82, ekinn 17.000, beinsk., m/yfirgír, silfur-met., með fjölda aukahluta. Verðkr. 550.000,- VOLVO 343 DL '79, ekinn 70.000, sjálfsk., gulur. Verð kr. 170.000,- VOLVO 245 DL '83, ekinn 5.000, beinsk., ljósblár, m/læstu drifi. Verð kr. 480.000,- VOLVO 244 DL '81, ekinn 19.000, sjálfsk., blár. Verð kr. 360.000,- VOLVO 244 GL '81, ekinn 39.000, beinsk., m/yfirgír, nugat-met. Verð kr. 380.000,- VOLVO 244 DL '78, ekinn 48.000, sjálfsk., m/vökvastýri, rauður. Verð kr. 240.000,- Volvo 244 DL '77, ekinn 96.000, beinsk. gulur. Verð kr. 180.000,- VOLVO 244 DL '83, ekinn 11.000,-, sjálfskiptur, rauður. Verðkr. 465.000,- OPIÐÍDAGKL. 13-17 VODfOSAUIRlNN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 KOMIÐ OG SJAIÐ MESTA BÍLAÚRVAL LANDSIIMS Saab turbo 1982 Ford Bronco 1982 Oldsmobile disil 1983 Golf GTI 1983 Toyota Hilux 1983 Opið laugardaga kl. 10- 18. ATHUGIÐ NÝTT SÍMANÚMER. 686477. Range Rover 1976 ( 8B GMC dísil, 6 cyl. BILASALAN BLIK Skeifunni 8, sími 686477. Volvo turbo 1983 Þú færð meiri endingu úr stál-radial dekkjunum frá Goodyear. Kynntu þér kosti þeirra og hafðu samband við sölumenn okkar. RADIAL VÖRUBÍLADEKK n. Q- YEAR RETTA GRIPHD GEFUR [hIheklahf J Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.