Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 2. JUNÍ1984. Sumarleyfi þlngmaima Hvernig verja þingmenn :;umarleyfi sínu sem mörgum þykir nokkuð langt? Þetta er árviss spurning sem vaknar í hugskotum um leið og krían kemur. Þjóðin fylgd- ist með annasömum þingstörfum rétt fyrir þinglausnir. Þá var fundað dag og nótt. Eflaust voru þingmenn fegnir þegar fríið tiófst. Eða hófst sumarleyfið þá? í viðtöium okkar við nokkra þingmenn kemur ffram að þeir eru yfirleitt mikið bundnir yfir fundum á sumrin. Það er togað i marga spotta og skyldur þingmanna ná langt út ffyrir þingsali. Og svo þurfa þeir að bitta mann og annan, dytta að húsunum sínum og görðum og síðast en ekki síst undirbúa þingstörf næsta vetrar. -ÞG Jóhanna Sigurðardéttlr Ferðast um Aastfirði „Þaö er ekkert sérstakt planlagt hjá mér í sumar,” svaraöi Jóhanna Sig- urðardóttir spumingum varðandi sumarleyfiö. „Þaö eru fundahöld framundan hjá Alþýðuflokknum í júní- mánuöi sem fer góöur tími í. Eg geri ráö fyrir aö fara í stuttar feröir hér innanlands, viö komumst ekkert til út- landa. Enda hef ég yfirleitt meiri áhuga á ferölögum hér en erlendis. Eg á eftir að ferðast um Austfirðina, eða hluta þeirra, sem ég geri vonandi í sumar. Annars fer drjúgur hluti af sumarleyfinu í aö undirbúa sig fyrir þingstörfin næsta vetur. Það er mín reynsla aö hluti af júlí, allur ágúst og september fari í undirbúning fyrir veturinn. Veturinn síðasti var ansi strembinn, sérstaklega iokatörnin. Maður sást varla heima hjá sér heilu sólarhringana, nema rétt yfir blá- nóttina. Nú hefur maður tíma til aö sinna fjölskyldunni betur.” -ÞG. ,,Miki/I timi fer i að undirbúa vetur- inn," sagði Jóhanna Sigurðardóttir sem ætiar að gefa sér tíma tii stuttra ferða innanlands. -DV-mynd: GVA. Ólafur O. Émarsson Laxveiði í Sandá „Þaö verða nokkrir fastir punktar í sumartilverunni,” svaraði Olafur G. Einarsson þingmaður. „Viö hjónin fór- um í Munaöames um síöustu helgi og ætluöum að vera í viku. Eg varð aö koma í bæinn til að mæta á fundi en fer aftur uppeftir. Eg þarf aö komast í garöinn, en ég sé um hann aö mestu þó ég gefi mér ekki nógu mikinn tíma þar. Það veröa ýmsir fundir í hverjum mánuöi. Það kemur þýsk þingmanna- sendinefnd hingað í júni og ég verö í forsvari fyrir móttökunni. I þaö fara allmargir dagar. Vegna ne&idarsetu hjá Noröurlandaráði þarf ég aö fara utan í ágúst, september. Fastur liður hjá mér á sumrin er laxveiði, ég fer ár- lega í Sandá í Þistilfirði. Viö erum nokkrir sem höfum ána á leigu. Svo er tilfallandi aö ég fer í byrjun júlí í Norðurá. Eg þyrfti aö fara til Dan- merkur í byrjun júm' á ráðstefnu en geri ekki ráð fyrir að komast þangað. Þaö bíða mín mörg óleyst verkefni hér. Þetta er nú það helsta. Annars koma upp verkefni hjá mér á hverjum degi sem formanni þingflokks Sjálfstæðis- flokksins sem þarf að leysa.” -ÞG „Ég ætia að treysta á eigin kartöflu- framleiðslu," sagði Ólafur G. Einarsson um leið og hann stakk í kartöflubeðin. DV-mynd: GVA. íi i $ <555 „fteyni að hnoðast i garðinum ef stund gefst," sagði Guðmundur Bjarnason skola afbílnum. Gnðmnndur BJarnasoii Reynl að h til fjall „Eg á ekki pantaöan miöa á sólar- strönd og ekki á ég kind svo að mín vegna heföi þingið getað staðið lengur,” svaraði Guðmundur Bjama- 'son þingmaöur sumarleyfisspuming- unni.” I fyrsta lagi ætla ég að byrja á því innan tíðar að hafa samband við umbjóðendur mina í kjördæminu. Það eru á milli tuttugu og þrjátíu hreppar í kjördæminu og einn fundur á dag í hverjum hreppi er næstum mánuður. Eg geri ráð fyrir undirbúningi fjár- laga í fjárlaganefnd í sumar, en það fer alltaf verulegur timi í það. Sæti á ég í þremur öömm nefndum og í sumum er fundaö vikulega. Sem ritari Framsóknarflokksins þarf ég að sækja marga fundi svo að væntanlega fer mikill hluti sumarleyfisins í fundahöld. Við höfum ibúð á Húsavík og Arkitektinn Stefán Benediktsson er hér sestur við af þingmanninum um stundarsakir. og tekur við DV-mynd: GVA. Stefán Benediktsson Fjöl- skriiðugl „Mitt sumarfrí verður mjög fjölskrúðugt,” sagði Stefán Benedikts- son þingmaður. „Eg reyni að hanga dálitiö í pólitíkinni, ætla að ferðast um kjördæmið og landið til að hitta fólk að máli. Þetta verða ekki beinlínis fundir heldur aðeins aö taia við fólk. Nú og svo ætla ég að gera við húsiö mitt og sinna garöinum. Vona að ég standi við það, ætlaði aö gera þaö i fyrra en stóö ekki við þá áætlun. En það var nú vegna þess að ég datt inn í pólitíkina þá. Svo ætlá ég að teikna, það eru tvö verkefni sem standa fyrir dyrum, já, það verða íbúðarhús. I raun og vem er þetta peningaspursmál. Eg segi fyrir mitt leyti að þing- mannsstarfið er miklu minna starf en starf arkitektsins. Það er styttri vinnutími og ekki eins krefjandi. Þing- menn hafa möguleika á að „taka sjálfa sig úr sambandi” án þess aö heim- urinn hrynji sem er erfiðara fyrir arkitektinn sem þjónustuaðiia.” „Nei, ég vildi ekki skipta um starf strax, þingmennskan er skemmtilegt starf. Meira ætla ég að gera í sumar. Mig langar til að fara í tveggja vikna feröalag til útlanda í ágúst. Og þá til að vera einn með sjálfum mér og fjöl- skyldunni.” -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.