Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 6
DV. LAUGARDAGUR2-. JUWI1984r- Ferðamál Ferðamál Ferðamál HRINGVEGURINN A10 DOGUM FYRIR17 ÞUSUND KRÓNUR innifalðð hótelgisting og fullt fæði Eins og fram kemur í viötalinu viö Kjartan Lárusson býöur Feröaskrif- stofa ríkisins 10 daga hringferð um landiö í sumar á aðeins 17.600 krón- ur. Innifalið er allur akstur og leiö- sögn, gisting á hótelum og fullt fæöi. Hér er um aö ræöa sannkallað kosta- boö miðað viö aö fara á eigin bíl og kaupa gistingu og mat fullu verði. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er 2.535 krónur. Ekki er farið um Snæfellsnes eöa Vestfiröi í hringferð- inni og því boðið upp á sérferö þang- aö er tekur 9 daga og kostar 16.900 krónur meö f ullu fæði. Auk þess verö- ur fjögurra daga Islendingasagna- ferð um Snæfellsnes og víöar sem kostar 7.300 krónur meö hálfu fæöi. En hér á eftir birtum viö áætlun hringvegsferðarinnar, en brottfarar- dagar eru 6. og 20. júlí og 2. ágúst. 1. dagur: Brottför að morgni frá Ferðaskrif- stofu ríkisins. Ekiö um Hvalfjörö yfir Borgarfjaröarbrú í Borgarnes. Síöan yfir Holtavöröuheiöi aö Húnavöllum viö Svínavatn í Húnavatnssýslu þar sem gist veröur á hótel Eddu. 2. dagur: Ekiö um Sauðárkrók, Skagafjörö og Öxnadalsheiöi til Akureyrar. Gist á Akureyri. 3. dagur: Farið inn Eyjafjörðinn aö Mööruvöll- um, síöan um Vaðlaheiöi og Fnjóska- dal aö Goðafossi. Gist veröur á sumarhótelinu aö Laugum í Reykja- dal. 4. dagur: Dagur viö Mývatn þar sem náttúru- fegurö er mikil og fuglalíf fjölskrúö- ugt. Fariö verður m.a. að Dimmu- borgum, Námaskaröi og Grjótagjá. Gist aftur að Laugum. 5. dagur: Ekið til Húsavíkur, síöan um Tjörnes og í Ásbyrgi, sem er stórbrotið nátt- úrufyrirbæri í Kelduhverfi, skeifu- laga jaröfall meö 90—100 m háum hamraveggjum, síöan aö Dettifossi, sem er aflmesti og hrikalegasti foss í allri Evrópu. Því næst um Mööru- dalsöræfi og Jökuldal aö Eiöum eöa Hallormsstað þar sem gist verður á hótel Eddu. 6. dagur: Ferð umhverfis Löginn, m.a. fram hjá Valþjófsstað, fornu höfuöbóli í Fljótsdal. Gist aftur á Eiðum eöa Hallormsstað. 7. dagur: Aö morgni frá Eiöum/Hallormsstaö um Fagradal og þræddir firöirnir: Reyöarfjörður, Fáskrúösfjöröur og Stöðvarfjöröur til Breiödalsvíkur. Síðan firðirnir Berufjöröur, Hamars- fjöröur og Álftafjöröur og þaöan um Lón og Almannaskarð aö Höfn í Homafiröi þar sem gist veröur á HótelHöfn. 8. dagur: Ekið um sandana sunnan Vatna- jökuls, staldrað viö hjá Jökullóninu viö Jökulsá á Breiöamerkursandi og ekiö þaðan um Fagurhólsmýri með útsýni til Ingólfshöföa í þjóögaröinn í Skaftafelli í Öræfum. Þá er ferðinni heitiö aö Kirkjubæjarklaustri og leiðin liggur um Skeiöarársand milli Öræfasveitar og Fljótshverfis. Gist aö hótel Eddu, Kirkjubæjarklaustri. 9. dagur: ^ Þessi dagur hefst á ferö yfir Eldhrauniö, mikiö hraunflæmi sem rann úr Lakagígum 1783. Farið um Mýrdalssand, eina víöáttumestu sandauðn á Islandi, fram hjá Hjör- leifshöföa og í Vík í Mýrdal þar sem gott útsýni er aö Reynisdröngum. Stutt dvöl hjá Skógafossi og Selja- landsfossi á leiöinni aö Laugarvatni þar sem gist verður á hótel Eddu í húsmæöraskólanum sem stendur á fallegum staö á bakka vatnsins. 10. dagur: Skoðunarferö aö Gullfossi og Geysi, þaöan til Þingvalla þar sem höfö verður viödvöl og komiö viö á mark- veröum stööum. Komiö til Reykja- víkur seinni hluta dags. VH>A KOMID WÐ / HRINGVEGSFERÐINNI „Þegar sumarleyfisferðir hér innanlands ber á góma veröur Is- lendingum yfirleitt hugsaö til einka- bílsins og skipuleggja feröir sínar meö þaö í huga aö geta farið á eigin bíl. Þetta stafar sennilega af því aö þjóöin er búin aö fjárfesta slík ósköp í einkabílum aö einsdæmi er í Evrópu. Þess vegna finnst okkur endilega aö viö verðum aö nýta þessa fjárfestingu. En það er svo sannarlega hægt aö feröast á annan máta,” sagöi Kjartan Lárusson, for- stjóri Feröaskrifstofu ríkisins, í spjalli viö Feröasíöuna. Við ræddum viö Kjartan í tilefni einstaklegra ódýrra hópferöa sem Feröaskrifstofa ríkisins býöur þeim Islendingum upp á í sumar sem vilja fara um eigið Iand. Þaö getur ekki talist mikiö aö borga 17.600 krónur fyrir 10 daga hringferð um landiö með fararstjóra, innifalin er gisting á hótelum og fullt fæöi. Þetta þóttu okkur næsta ótrúlegir prísar, eigin- lega grunsamlega lágt verð. Hvers vegna er þetta svona ódýrt, Kjartan? Verð fyrir eliilífeyrisþega „Ef ég á aö segja þér eins og er þá er þetta verö pínt niður eins og hægt er þar sem reynslan sýnir að þátt- taka er nánast eingöngu frá ellilíf- eyrisþegum. Sú kynslóö, sem nú er aö láta af störfum og hefur byggt upp landiö, hefur ekki haft tíma til mik- illa feröalaga fyrr á ævinni auk þess sem samgöngur voru meö allt öörum hætti þegar þetta fólk var ungt. Nú vill þaö gjarnan feröast um og skoða landið. Því finnst notalegt að fara hægt yfir, gista á góðum hótelum og hlíta góöri leiösögn. Æskilegur fjöldi í hverri ferö er svona 20—25 manns. Þá næst samheldni í hópnum og auð- velt er aö sinna hverjum og einum.” — Er þá einhver lágmarksaldur í þessar ferðir, 65 ár eða svo? „Nei, nei. Viö vísum engum frá þótt hann sé ekki kominn á ellilíf- eyrisaldurinn. En þetta eldra fólk sem fyllir þessar ferðir er yfirleitt vel á sig komið, 65 ára og upp úr. Hins vegar skipuleggjum viö geysi- mikið af ferðum hér innanlands fyrir Islendinga sem vilja til dæmis gista á Edduhótelum. Margir kjósa aö fljúga hluta leiöarinnar og aka síöan í áætlunarbílum, en flestir fara samt á eigin bíl. Hér er um aö ræöa allt frá þriggja daga helgarferöum og upp í svona 15 daga ferðir. Auk þessa erum við meö mikið af styttri og lengri ferðum um landið fyrir útlendinga. Viö erum hættir aö selja Islendlingum í þær ferðir. Þaö sýndi sig aö feröir, sem settar voru upp með þarfir útlendinga í huga, til dæmis hvaö leiðsögn varöar, féllu ekki aö smekk landans sem vill víða staldra viö til aö skoöa hæöir og hóla er tengjast fornsögum en útlending- ar hafa takmarkaöan áhuga á. Opið um helgar í sumar — Þiö höfðuð opið um helgar í fyrra hjá Ferðaskrifstofu ríkisins. Veröur sami háttur á í sumar? „Já, viö höfum opiö sjö daga vik- unnar í sumar. A laugardögum og sunnudögum veröur opiö frá klukkan átta aö morgni til klukkan 14 eins og undanfarin sumur. Þetta á viö um bæði skrifstofuna hér viö Reykjanes- braut og turninn í Lækjargötu. Hér er hægt að fá margs konar feröaupp- lýsingar og kaupa gistingu um land allt, svo eitthvaö sé nefnt. Það hefur færst mjög í vöxt aö Islendingar komi á skrifstofuna snemma á laugar- dagsmorgna áöur en lagt er upp í helgarferö eöa lengri feröir. Þá er ljóst hvernig veöurspá helgarinnar er og menn ákveöa kannski eftir henni hvort haldið er austur eða .vestur og vilja panta gistingu eöa þá afla sér upplýslingabæklinga um þau svæöi sem ætlunin er aö heimsækja,” sagði Kjartan Lárusson. Viö gerum nánari grein fyrir feröatilboöum Feröaskrifstofu ríkis- insáöörumstaöhérásíöunni. -SG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.