Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 43
„Við spilum oft vel saman en okkur vantar að skora” ÐVrtÁÍJGARÖÁGOK 2. 'JÚNI 1§84. 43 Akureyri—Þór Akureyri—Þór Akureyri—Þór Akureyri—Þór Akureyri—Þór — Rætt við Nóa Björnsson, fyrirliða Þórs f rá Akureyri, um Þórsliðið og f leira k Akureyri — Þór Akureyri—Þór Akureyri—Þór Akureyri—Þór Akurevri—Þér „Ég get ekki séð neitt sem bendir til þess að Þórs-liðið ætti að verða veikara en það var í fyrra. Það hefur að vísu gengið á ýmsu í leikjum okkar til þessa en ég er handviss um að þetta á allt eftir að koma hjá okkur,” sagði Nói Bjömsson, fyrirUði Þórs-Uðsins. Nói er ekki nýgræðingur á knattspymusvið- inu. Atta ára gamaU hóf hann að æfa knattspyrau og hefur alls æft í 16 ár og reikni nú hver sem betur getur. „Við gefumst of fljótt upp" „Það er mikið spil í Þórs-liðinu. Við leikum sóknarknattspymu og það hefur eflaust komið nokkuð niður á Uð- inu hversu stíft við sækjum. Varnar- menn okkar hafa mátt þola það aö sóknarmenn andstæðingsins hafa oft á tíöum verið fleiri en varnarmenn okkar. Þá vantar okkur meiri samæf- ingu í vörnina. Árni Stefánsson hefur ekki getað dvalið hér á Akureyri í nokkurn tíma vegna náms og það hefur haft sitt að segja. Helsti kostur okkar er eflaust samleikurinn en höfuðveik- leiki liösins er að mínu mati hvað leik- menn gefast oft alltof fljótt upp. Ef við fáum á okkur mark í byrjun leiks virð- ist allur okkar leikur hrynja sem spila- borg og þetta þurfum við að laga. Við þurfum einnig að fá meiri grimmd í „boxið”. Ef okkur tekst að laga þessi atriði get ég ekki séð neitt því til fyrir- við í gang svo um munaði í upphafi síð- ari umferðarinnar og við ætlum okkur fyrr í gang núna. Þá hafa leikmenn liösins meiri reynslu en í fyrra og það ætti að geta hjálpað okkur að yfirstíga helstu erfiðleikana.” „Missti álitið á Skagamönnum " „Hvað Islandsmótið i heild varðar þá held ég að það verði skemmtilegt og umfram allt jafnara en það hefur verið undanfarin ár. Liðin em jafnari og það hefur sýnt sig í undanförnum leikjum að allir geta unniö alla. Það ætlum við okkur að gera. Við höfum verið ein- staklega óheppnir í leikjum okkar hingað til. Þaö tekur engu tali. Leikur okkar gegn Skagamönnum var hrein martröð. Viö óðum í marktækifærum allan leikinn en þeir skoruðu. Fram aö þeim leik hafði ég langmesta trú á þvi að Skaginn færi frekar létt með að sigra í mótinu í sumar en eftir aö hafa leikið gegn þeim er ég ekki sömu skoðunar. Eg missti mikið álit á liöinu eftir leikinn gegn okkur sem þeir vom heppnir að vinna. Það verður ekkert lið sem sker sig úr í sumar þrátt fyrir þriggja stiga regluna sem mér finnst að mörgu leyti eiga rétt á sér. Það eru ,allir að tala um Skagamenn sem meist- ara. Þeir sýndu það síðast gegn Kefl- víkingum að þeir geta tapað fyrir öll- um liðum deildarinnar og eitt er víst að þeir verða að hafa virkilega mikið fyrir tiltilvörninni. Eg er nokkuð ánægður með þriggja stiga regluna en er þess jafnframt fullviss að hún kemur liðum mismunandi vel. Lið sem leika sóknarknattspyrnu ættu að græða á henni en lið eins og til dæmis KR gætu farið flatt á henni,” sagði Nói. Við báðum Nóa að spá fyrir um úr- slit í 1. deild og þrátt f yrir að f áir leikir séu búnir þegar þetta er skrifað féllst hann á þessa beiöni okkar. „Eg vil ekki spá neinu ákveðnu liði titlinum nema þá okkur. Eg set Þór í 1. sætið, Skagamenn þar á eftir, Fram í þriðja, Breiöablik í fjórða, Þrótt í fimmta, KA í sjötta, Víking í sjöunda, Val í áttunda, Keflavík í níunda og KRítíundasæti.” Að lokum, Nói. Ert þú nokkuð á leið- inni yfir í KA? „Nei þakka þér fyrir. Það yrði það síðasta sem ég gerði,” sagði f)rirliði Þórs. -SK. Arnar aðstoðar Hinn kunni íþróttamaður á árum áður, Araar Guðlaugsson, aðstoðar Þorstein Olafsson við þjálfun Þórs- liðsins í sumar. Arnar lék um árabil með meistara- flokki Fram og var mjög snjall leik- maður. Hann hefur nokkuð fengist ■ viö þjálfun og meðal annars dvalið I um nokkurt skeið á Húsavík. I Reynsla Amars ætti að koma Þor- ■ steini Olafssyni, svo og leikmönnum I liðsins, velíbaráttunniísumar. -SK. stöðu að við verðum í toppbaráttunni í en í fyrra svo við þurfum ekki að ör- sumar. Viðhöfumekkibyrjaðverr nú vænta enn sem komið er. I fyrra fórum Nói Bjömsson, fyrirliði Þórs, hefur' iðkað knattspymu frá átta ára aldri. Umsjón: Stefán Kristjánsson Myndir: Jón Baldvin, Akureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.