Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 28
Adam Darius og Kazimir Kolesnik. LEIKHÚS: GESTALEIKUR FRÁ SVÍÞJÓD —■ og f jölþjóðlegur látbragðsleikur Strax á fyrsta degi listahátíðarinn- i ar er leikhúsunnendum boðið upp á i sýningu frá borgarleikhúsinu í Stokk- [ — hólmi. Þar flytja sænsku leikkonurnar Stina Ekblad og Birgitta Ulfsson leik- ritið Nar men har kanslor (Þegar maö- ur hefur tilfinningar) eftir finnsku skáldkonuna Maria Jotuni sem uppi var á árunum 1880 til 1943. Maria Jot- uni var í hópi fárrra kvenna á Norður- löndum á sinni tíö sem skrifaði af dirfsku og hreinskilni um hugarheim | . kvennaogstöðuþeirraíþjóðfélaginu. i Leikritið var frumsýnt á litla sviöi 1 borgarleikhúss Stokkhólms í febrúar 1983. Það er sett saman úr verkum Mariu Jotuni, en finnsk tónlist og kveð- skapur er notað í flutningi verksins sem gefur því aukið líf. Leikstjóri er Kristin Olsoni, sviðsmynd gerði Pekka Ojamaa og lýsingu annaðist Per Zed- eli. Leikritið verður sýnt í Gamla bíói, í dag og á morgun klukkan 20. Látbragsleikur veröur mjög í sviðs- ljósinu á listahátíöinni og ber þar fyrst að nefna framlag Morse-leikhópsins. Þaö er hópur látbragsleikara af ýmsu þjóðerni sem starfar aðallega í Banda- ríkjunum. Hefur hópurinn komið fram í meira en tuttugu löndum og hvar- vetna fengið mjög góða dóma. I hópn- um eru sjö látbragðsleikarar sem eru þekktir fyrir að túlka ekki aðeins pers- ónur heldur einnig ýmis þau tæki sem við notum dags daglega, svo sem vatnsslöngur, brauðristar og jafnvel leka krana. Mun hópurinn koma fram við opnun myndlistarsýningar á Kjar- valsstöðum í dag og á Lækjartorgi á morgun, á mánudag og þriðjudag, en ennfremur mun hópurinn sýna í Gamla bíói síðar á listahátíðinni. Þá munu látbragðslistamennimir Adam Darius og Kazimir Kolesnik sýna tvisvar í Gamla bíói á mánudag og þriðjudag. Adam Darius er víöfræg- ur látbragðsleikari og hefur gert víð- reist um heiminn. Hann er Bandarikja- maður og hefur komið fram í 60 lönd- um við mikinn fögnuð áhorfenda. Hann þykir sérlega frumlegur og fundvís á nýjar leiöir til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Með Adam Darius kemur fram annar snjall listamaöur, Kazimir Kolesnik, pólskættaður Skoti, 25 ára að aldri. TÓNLIST: TONAFLOÐK) [ Það vill verða svo að mest áberandi á hverri listahátiö, eru tónleikar og mikið sóttir tónleikar erlendra og inn- lendra tónlistarmanna. Ut af þessum vana er ekki brugðið að þessu sinni og verður tónlistin af ýmsum gerðum. Þannig koma fyrstir tónlistarmanna fram í dag, æringjarnir í Whopee- hljómsveit Bob Kerr, sem láta í sér heyra á Lækjartorgi kl. 16.30. Æringjar þessir eru víða vinsælir um Evrópu og hafa oftsinnis komiö fram í eigin sjónvarpsþáttum og njóta vinsælda, ekki síst fyrir furðulega sviðsfram- komu og uppátæki á sviði. Franski jasspíanóleikarinn Martial Solal heldur síðan tónleika í Norræna húsinu kl. 17.00 í dag. Hann er einn fremstu jasspíanisti Evrópu og hefur vakið athygli víða um heim. Hann hef- Martia/ Soiai, franski jasspianóieikarinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.