Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 29
29 DV. LAUGARDAGUR 2. JUNI 1984. 1EFST ur leikiö meö f jölda þekktra jassista og þykir ákaflega nútimalegur píanisti. Meöal hljómplatna sem hann hefur gert má nefna plötu þar sem hann leikur meö Niels-Henning Orsted Ped- ersen sem þykir ein besta jassplata síöariára. Annað kvöld halda níu sellóleikarar og Elísabet Erlingsdóttir sópransöng- kona tónleika undir stjóm Gunnars Kvaran í Bústaðakirkju og hefjast tón- leikamir kl. 20.30. A efnisskránni er 3. svita J.S. Bach fyrir einleiksselló og Bachianas Brasieiras nr. 5 og 2 eftir Villa-Lobos en bæöi þessi verk eru fyrir átta selló og sópranrödd. Alhr sellóleikararnir em nemendur Gunnars Kvaran viö Tónlistarskólann íReykjavík. Þá veröur annaö kvöld Norrokk, samnorræn rokkhátíö, þar sem norrænar rokkhljómsveitir leika listir sínar. A mánudagskvöld munu þær svo leika fyrir dansi í Broadway. I Broad- way veröur hins vegar jassgleöi annaö kvöld. Þar munu kvenna-jasshljóm- sveitin Quintetten, Martial Solal, Whoopee hljómsveit Bob Kerr og íslenskir jassistar sjá um fjöriö og hefstþaökl. 22. A þriöjudagskvöldiö mun svo finnska söngkonan Arja Saijonmaa halda kvöldskemmtun í Broadway á- samt hljómsveit sinni. Hún er ekki með öllu ókunn Islendingum en hún hefur mikiö starfað viö leikhús sem leikari og söngvari. Hún hefur haldiö fjölda tónleika víös vegar á Noröurlöndum og sungið inn á fjölda hljómplatna. Hún hefur einnig haldiö tónleika víöa í Evrópu með gríska tónskáldinu Mikis Theodorakis. Skemmtun hennar í Broadway mun hefjast kl. 21.30. Jón Gunnar Árnason við eitt verka sinna á sýningunni i IVýlistasafninu. MYNDLIST: ÓTAL SÝNINGAR OPNAÐAR Þaö sem einkennir fyrstu tvo daga listahátíðarinnar eru myndlistarsýn- ingar sem opnaöar veröa þá og standa munu meðan á listahátíð stendur. Að Kjarvalsstöðum opna 10 íslensk- ir listamenn, sem búsettir eru erlend- is, sýningu á verkum sinum í dag. Þar eru á ferðinni Erró (sem komst þó ekki til landsins), Hreinn Friðfinnsson, Jó- hann Eyfells, Kristín Eyfells, Kristján Guðmundsson, Lovisa Matthíasdóttir, Siguröur Guðmundsson, Steinunn Bjamadóttir, Tryggvi Olafsson og Þóröur Ben Sveinsson. Þar verða til sýnis málverk, skúlptúrar og videolist og fleira. I Nýlistasafninu opna Jón Gunnar Arnason og Magnús Pálsson sýningu á verkum sínum. Listaverk Jóns Gunn- ars samanstanda einkum af högg- myndum en einnig hefur hann fengist við multimedia, svo sem bókverk, hljóðverk og fleira. Magnús Pálsson sýnir samantekt á listkennslu sinni og hópverkefnum sem hann hefur unniö með nemendum sínum, ýmiss konar útgáfur, prent og f jölfeldi. I fyrradag verður einnig opnuð sýn- ing á verkum Karel Appel í Listasafni Islands. Karel Appel er þekktur mynd- listarmaður, hollenskur aö uppruna, en hann var á sínum tíma einn stofn- enda Reflex-hópsins sem síðar samein- aöist Cobra-hreyfingunni. Appel hefur haldið fjölda einkasýninga og eru verk eftir hann á ýmsum þekktustu söfnum heims. A morgun opnar Leirlistarfélagiö sýningu í Listasafni ASI. A sýningunni er saga íslenskrar leirlistar rakin í máli og myndum. Sýnendur eru 13 tals- ins. I Félagsmiöstööinni aö Gerðubergi veröur opnuð sýning á verkum félaga úr Textílfélaginu á morgun. A sýning- unni verður myndvefnaður, tauþrykk og verk unnin meö blandaðri tækni. Félagar í Listmálarafélaginu halda sýningu á verkum sínum í Sýningar- salnum Islensk list, að Vesturgötu 17, og verður sýningin opnuð kl. 17.00. I Norræna húsinu veröur opnuð í dag sýning á verkum finnska lista- mannsins Juhani Linovaara. Hann hef- ur hlotiö alþjóðlega viöurkenningu fyr- ir verk sín og var útnefndur listamaöur ársins á listahátíöinni í Helsinki 1978.1 anddyri Norræna hússins sýnir einnig Margrét Reykdal vatnslitamyndir og olíumyndir á sama tíma. Steinunn Bjarnadóttir við tækjabúnaðinn sem þarf til að sýna videoverk hennar. !l—- ' ■ ■ • ■ •' ' - . ■- .. • - - 1 -■ . ........ 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.