Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 4
4 DV. LAUGARÐAGUR 2. JUNI 1984. NiÐURSTOÐUR SKOÐANAKONNUNAR DV UM FYLGILISTANNA: STÖDUGLEIKIOG FYLGI STJÓRNARFLOKKANNA Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu þessar. Tii samanburðar eru niður- stöður kannana DV i mars síðastliðnum og október i fyrra: 20 eða 3.3% 2,7% 3,8% 171 eða 28.5% 34,0% 34.3% 82 eða 13,7% 1U% 12Æ% Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöóu verða niðurstöðurnar þessar. Til samanburðar eru nióurstöður fyrri skoðanakannana DV á kjörtimabilinu og úrslit síðustu þingkosninga: Nú 29 eða 4,8% 64 eða 10,7% 13 eða 2,2% 167 eða 27,8% 54 eða 9.0% f mars f okt. 5.2% 4,3% 9,3% 7,8% 1,5% 2,0% 28,0% 25,3% 8,2% 9.5% Nú Mars '84 8,4% 9.4% 18,4% 17,0% 3,7% 2,7% 48,1% 51.1% 15,6% 14,9% 5,8% 4.9% Okt. '83 Kosn. 8,2% 11,7% 14,8% 19,0% 3,7% 7.3% 47,9% 39,2% 18,0% 17,3% 7,2% 5,5% Stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur hafa samanlagt nokkum veginn haldiö fylgi sínu að undanfömu. Þetta sést þegar bornar eru saman niðurstöður skoðanakönnunar sem DV gerði um síðustu helgi á fylgi flokka og lista og sambærilegrar könnunar DV í mars- byrjun. Þó hefur lítið eitt dregið úr fylgi Sjálfstæöisflokksins. Sama fólk í úrtakinu var spurt um afstööu til ríkisstjórnarinnar. DV birti úrslit þeirrar könnunar fyrr í vikunni. Þar kom í ljós að fylgi ríkisstjómarinnar hafði minnkað milli kannana. Fylgi stjórnarflokkanna hefur ekki minnk- að aö sama skapi. Því munu ein- hverjir stuðningsmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks vera í and- stöðu við ríkisstjómina. Framsóknarflokkurinn hefur styrkt stööu sína milli kannana en ekki alveg náð því fylgi sem hann haföi í síðustu kosningum. Fylgi Alþýðuflokksins hefur heldur minnkað síðan í mars og er svipað og var í DV-könnun í október síðastliðnum. Bandalag jafnaðar- manna hefur bætt sig síðan í mars en svo vill til að samkvæmt könnuninni nú hefur bandalagið enn ekki mann inni í Reykjavík og fengi því heldur ekki uppbótarþingmann. Alþýðu- bandalagið hefur styrkt sig síðan í mars en er undir því fylgi sem það haföi í októberkönnuninni og í kosn- ingunum. Samtök um kvennallsta hafa bætt stöðu sína síðan í mars og hafa nú svipað fylgi og í kosningun- um í fyrra. Mikill fjöldi fólks er óákveðinn samkvæmt könnuninni nú þótt óákveönum hafi fækkaö verulega milli kannana. Þessi hópur getur ráðið úrslitum í kosningum. Spurt var: Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram í dag? Urtakið var 600 manns, þar af helmingurinn á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og því helmingur utan þess. Jöfri skipting varmillikynjaíúrtaki nú. Niöurstöður skoðanakönnunarinn- ar nú urðu þær að af öllu úrtakinu sögðust 4,8% styðja Alþýðuflokkinn sem er minnkun um 0,4 prósentustig síðan í könnuninni í mars. 10,7% kváðust styðja Framsóknarflokkinn sem er aukning um 1,4 prósentustig síðan í mars. 2,2% sögöust styöja Bandalag jafnaðarmanna sem er 0,7 prósentustiga aukning síðan í mars. 27,8% kváðust styðja Sjálfstæðis- flokkinn sem er minnkun um 0,2 prósentustig milU kannana. Alþýðu- bandalagiö sögðust 9% styðja og er það 0,8 prósentustiga aukning mUU kannana, 3,3% sögðust fylgja kvennaUstunum að málum sem er aukning um 0,6 prósentustig mUU kannana. 28,5% af úrtakinu kváöust ó- ákveönir og er það minnkun um 5,5 prósentustig síðan í könnuninni í mars. Loks voru 13,7% sem ekki vildu svara spurningunni og er þaö aukning um 2,5 prósentustig síðan í könnuninni í marsbyrjun. Samanburður við kosningaúrslit Auðveldara er að bera þessar niðurstöður saman viö úrslit síðustu þingkosninga ef aöeins eru teknir þeir sem tóku afstööu í skoðanakönn- Stór hópur kjósenda er enn óákveðinn. ,,Eg held mig við íhaldiö erns og venjulega,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu þegar hann svaraöi spurningunni í skoðanakönnun DV. ,,Eg hef alltaf verið framsóknar- maður en þeir hafa staðið sig svo illa í Reykjavík að ég mundi kjósa íhaldið,” sagði annar. „Eg kýs alltaf sama flokkinn, sjálfstæöismenn, og mundi halda því áfram,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Kýs það sama og ég hef alltaf kosið, D-list- ann,” sagöi karl á Akranesi. „Kýs alla vega ekki það sama og uninni. Þá verður að gera mjög ákveðinn fyrirvara um hversu margir eru óákveðnir, hópur sem gæti gerbreytt niðurstöðum ef hann skiptist í ákveðna átt. Af þeim sem tóku afstööu í könn- uninni styðja 8,4% Alþýðuflokkinn sem er 3,3 prósentustigum minna en flokkurinn fékk í kosningunum. 18,4% styðja Framsóknarflokkinn sem er 0,6 prósentustigum minna en í kosningunum. 3,7% styðja Banda- lag jafnaðarmanna sem er 3,6 prósentustigum minna en Bandalag- iö fékk í kosningunum, eða minnkun um helming. Sjálfstæöisflokkinn styðja nú 48,1% þeirra sem tóku afstöðu sem er aukning um 8,9 prósentustig frá kosningunum. Al- þýöubandalagiö styðja 15,6% sem er 1,6 prósentustiga minnkun frá kosn- ingunum. Samtök um kvennalista styðja 5,8% sem er 0,3 próser.tustiga aukning frá kosningunum. Erfitt er að reikna þingmanna- skiptingu á þessum grundvelli en yrðu hlutföllin í kosningum þessi mætti skipta 60 þingmönnum þannig, miðað við fylgishlutföll einvörð- ungu: Alþýðuflokkurinn tapaöi ein- um, Framsókn tapaöi þremur, Bandalag jafnaöarmanna tapaöi sin- um fjórum, Sjálfstæðisflokkurinn ynni átta, Alþýðubandalag héldi sín- um 10 þingmönnum og Samtök um kvennalista héldu sínum þremur þingmönnum. Sjá samanburð á fylgishlutföllum nánar í meðfylgjandi töflum. -HH síðast. Ætli það verði ekki bara Kvennalistinn núna,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg styð Framsókn gegnum þunnt og þykkt,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Alþýðuflokkinn. Hef alltaf fylgt honum,” sagði karl úti á landi. „Ætli ég kysi ekki Framsókn eins og ég hef alltaf gert,” sagöi karl úti á landi. „Eg mundi kjósa Alþýðubandalagið og skammast mín ekkert fyrir það,” sagði kona úti á landi. „Eg vil kjósa menn, ekki flokka,” sagði kona úti á landi. „Hef alltaf Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Bandalag jafnaðarm. Sjálfstæðisf lokkur Alþýðubandalag Samtök um kvennal. Óákveðnir Vilja ekki svara Alþýðuflokkur Framsóknarflokkur Bandalag jafnaðarm. Sjálfstæðisflokkur Alþýðubandalag Samtök um kvennal. verið hægra megin, en er ekki viss um að ég mundi kjósa neitt núna. Það hefur gengið heldur illa seinni partinn hjá stjórninni,” sagði kona úti á landi. „Hef haft ákveðnar skoðanir í pólitík en er orðinn villtur,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Þeir eru allir jafnvit- lausir,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Eg hef aldrei veriö í jafn- miklum vafa um hverja ég mundi kjósa,” sagði kona á Reykjavíkur- svæðinu.” Eg skila alltaf auöu á kjörstað,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu. „Þeir eru allir eins, þessir andskotar,” sagði kona á Akureyri. „Stjómmálamennirnir vilja allir vel en mér finnst pólitík vera skítug,” sagði kona á Reykja- víkursvæðinu sem kvaðst vera 87 ára gömul. ,3íýs mennina en ekki flokkana, svo að það fer eftir hvaöa menn eru á lista,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. ,,Eg kýs eng- an. Það er svo mikill hringlandi í þeim öllum,” sagði kona á Reykja- vikursvæðinu. „Eg mundi ekkert kjósa, ekki þessa menn,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Það er alveg sama hvað maður kýs. Það er alltaf sama ástandið,” sagði kona í sveit. -HH. Ef 60 þingmönnum er skipt i hlutfalli við fylgi listanna i könnuninni verða niðurstöður þessar. Til samanburðar er sams konar útreikningur úr fyrri könnunum og staðan á þingi nú. Bandalag jafnaðarmanna fær ekki kjör- dæmakjörinn mann samkvæmt kcnnuninni nú og dettur því út: Nú Mars '84 Okt. '83 A þingi Alþýðuflokkur 5 6 5 6 Framsóknarflokkur 11 10 9 14 Bandalag jafnaðarm. 0 0 2 4 Sjálfstæðisfl. 31 32 29 23 Alþýðubandalag 10 9 11 10 Samtök um kvennal. 3 3 4 3 Ummæli fólks í könnuninni: ..MIKILL HRINGLANDI” Notaðir sérflokki Jepsteer V6 '68 Fallegur og óvenjugóður jeppi, nýleg dekk, ný- skoðaður, gott ástand. Chevrolet Malibu Classic '79 V8 305 Sjálfskiptur, vökva- og veltistýri, rafmrúður og - læsingar, krómfelgur, toppbíll, skipti á ódýrari. SK®DA Citroén GS Pallas '80 Ekinn 65.000 km, sumar- og vetrardekk, C-matic skipting, litað gler, út- varp. BMW 2002 '74. Ekinn aðeins 88.000 km, gullfallegur, athyglis- verður bíll í góðu á- standi. Skoda 120 GLS '81, kom nýr á götuna ’83. Ekinn aðeins 10.000 km, sem nýr. Opiö í dag 1—5 JOFUR hf Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.