Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 5
DV. LAUGARDÁGUR 2. JtJISfl l&á4. 5 h Fyrsta húsiö í Grafarvogi, hinu nýja byggingarhverfi Reykjavíkur, hefur nú verið afhent eigendum sinum. Þaö Logandi hefilspænir kveiktu í verkstæði „Logandi hefilspænirnir þyrluðust upp úr ruslatunnunni og svifu inn um útidymar á verkstæðinu og komust í plasteinangrunina sem mettuð var málningarefnum,” sagði einn þeirra manna sem vann við að hreinsa rusl úr gömlu trésmíðaverkstæði um hádegis- bilið í Garöinum í gær, „og þótt við brygðumst skjótt við var eldurinn sneggri. Hann læsti sig í vegginn. A skammri stundu varð byggingin alelda og ekki við neitt ráðið.” Slökkviliðiö frá Brunavörnum Suðuraesja kom innan tíöar á vettvang en þá var mestallt brunnið sem brunn- ið gat. Aðeins bogabitarnir og báru- járnið stóðu uppi af þessari tveggja álmu bogabyggingu. Búið var að fjarlægja allar trésmíða- vélarnar úr byggingunni en fyrir utan beið vörubifreið með rækjuvinnslutæk- in frá Gerðaröst, sem búin var að taka húsnæðið á leigu. Astæðan fyrir brunanum var sú að kveikt var í ruslatunnu skammt frá verkstæöinu. Hætta stafaði ekki af henni fyrr en vindáttin breyttist en þá færðu starfsmennimir hann nær hús- inu, í skjól. Við það lyftu logandi hefil- spænirair sér á kreik og inn um næstu dyr með áðurgreindum afleiðingum. emm Lionsþing í Hafnarfirði Umdæmisþing Lions á Islandi hófst í gær í Viðistaðaskóla í HafnarfirðL Þingið stendur yfir í tvo daga. Tveir iionsklúbbar, Asbjörn og Ha&iarfjarð- ar, buðu til þessa þinghalds sem um fimm hundruð manns munu sæk ja. Á þessu þingi verður m.a. tekin ákvörðun um sölu á „Rauöu fjöörinni” árið 1985 og ráöstöfun söfnunarfjár. Aætlanir eru uppi um að verja söfnunarfénu sem væntanlega safnast árið 1985 vegna sölu á „Rauðu fjöðr- inni”, til kaupa á mjög fullkomnu geislalækningatæki, línuhraðli. Mikill viöbúnaður hefur verið að undanfömu í Hafnarfirði til að taka á móti þinggestum, bæði af hálfu undir- búningsaðila og bæjaryfirvalda. I tengslum við umdæmisþingið munu lionessur, konur í lionshreyfingunni, halda sinn fyrsta landsf und á morgun. -ÞG Tekið til hendinni íÁrbæjarhverfi I dag gengst Framfarafélag Seláss og Arbæjarhverfis fyrir almennum hreinsunardegi í hverfunum. Ruslapokar verða afhentir ókeypis í Arseli frá kl. 10.00—14.00. Skorað er á fólk aö taka vel til á lóðunum og einnig skal bent á mögu- Ieika að losa sig við smáhluti úr geymslum ef með þarf. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar tekur ruslapokana á laugardag kl. 13.00—18.00 og takist ekki að ná öllum pokunum verður afgangurinn tekinn á mánudag. Reykjavíkurborg mun láta hreinsa götur og gangstíga jafnhliða framtaki ibúa hverfanna en æskilegt er aö ibúar hreinsi almenn svæði í nágrenni húsa sinna. er trésmiðjan Osp hf. í Stykkishólmi sem byggir húsið. Þetta er fyrsta einingahúsið sem fyrirtækiö reisir í Reykjavík. Húsið var afhent eigendum, Amari Sigurbjömssyni og Sigrúnu Sverrisdóttur, fullbúið og með frágenginni lóð. Húsiö er á einni hæð, 145 fermetrar að flatarmáli, og að auki 40 fermetra bílskúr. Fullfrágengið aö utan og inn- an, með gróinni lóð og hellulagðri og trjám í garði, kostar húsið um 4,2 milljónir króna. Það veröur til sýnis að Logafold 126 í Grafarvogi um helgina, í dag, laugardag, frá kl. 10—22 og á morgun, sunnudag, á sama tíma. Þá verður þaö og sýnt um hvítasunnuhelg- ina. Hægt er að velja mismunandi stór hús frá Ösp hf. og kaupandinn hefur sjálfdæmi um þaö á hvaða stigi hann tekur viö húsi sínu, fokheldu, tilbúnu undir tréverk eða fullbúnu. Osp hf. tekur eldrl íbúðir fólks upp í húsin á markaðsverði, óski kaupandi þess. -JH Gunnar Haraldsson, framkvæmdastjóri Aspar hf., lengst til hægri, afhend- irArnari og Sigrúnu iykiana að nýja húsinu. STJÖRNU reikningar Æskusparnaður / Lífeyrissparnaður Nú er sama á hverju gengur í verðbólgustríðinu. Með fullri verðtryggingu og 5% vöxtum að auki, veita hinir nýju stjörnureikn- ingar Alþýðubankans algjört öryggi og góða ávöxtun. Við förum af stað með tvo sparireikningaflokka undir samheit- inu Stjörnureikningar, annan fyrir æskuna og hinn fyrir lífeyris- þega eða þá sem nálgast eftirlaunaaldurinn. * Verðtryggð innistæða og 5% vextir að auki! m, Víð gerum vel við okkar fólk Alþyöubankinn hf. ÆSKUSPARNAÐUR Hann er ætlaður foreldrum, öfum og ömmum, eða öllum þeim sem vilja gefa barni yngra en 16 ára sparifé. Þegar barnið verður 16 ára er upphæðin, með verðtryggingu og vöxtum laus til útborgunar og gott vegarnesti út í lífið. LÍFEYRISSPARNAÐUR Hann er fyrir 65 ára eða eldri - tryggur bakhjarl þegar aldurinn fer að segja til sín og tekjurnar dragast saman. FYRSTA HÚSIÐ TIL- BÚIÐ í GRAFARVOGI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.