Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 8
8 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerö: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28 kr. Bandarísk einokun Utanríkisráðherra hefur að undanförnu dvalið vestur í Bandaríkjunum og sótt þar fund kollega sinna í Atlants- hafsbandalaginu. Förina hefur hann jafnframt notaö til einkaviöræðna við utanríkis- og varnarmálaráðherra Bandaríkjanna vegna flutninga til og frá íslandi á vegum varnarliðsins. Það segir sína sögu um utanríkisviðhorf íslendinga og farsæla stöðu á þeim vettvangi, aö vöruflutningar skuli vera viðkvæmasta vandamálið, sem utanríkisráðherra þjóðarinnar hefur á sinni könnu, er hann leggur land undir fót. Meðan aörar þjóðir heyja stríð eða standa í ill- deilum um uppsetningu kjarnorkuvopna og meðan þjóðarleiðtogar eiga oftast það erindi vestur um haf að kynna Bandaríkjamönnum ógnvekjandi erfiðleika í löndum sínum, þá hefur talsmaður Islendinga það verk- efni að lýsa áhyggjum sínum af siglingum eins banda- rísks flutningaskips yfir Atlantshafið. Þar meö er ekki verið að gera lítið úr þessu deilumáli. Aðeins er verið að benda á að við Islendingar getum í sjálfu sér þakkað fyrir að sambúöarvandamál okkar við aðrar þjóðir eru ekki alvarlegs eðlis meðan utanríkisráð- herra þarf ekki að jafna annan ágreining. Þess frekar ættu Bandaríkin að meta friðsemdina í samskiptum sínum við ísland, og leysa hið fyrsta úr svo smávægilegu máli sem vöruflutningarnir hljóta að vera í þeirra augum. Hvað sem líður stærö eða smæð þessa leiðindamáls, þá eru viðskiptahagsmunir í húfi fyrir litla þjóð og með öllu óþarfi að láta þaö spilla fyrir varnarsamstarfinu og sam- skiptum þjóðanna að öðru leyti. Öllum, sem með fylgjast, bæði hér á landi og vestra, er vel kunnugt um þær skoðanir sem nefndar eru aronska og hafa sýnt sig aö eiga hljómgrunn meðal Islendinga. Aronska gengur út á það að selja Bandaríkjamönnum rétt og aðstöðu til varnarstööu í landinu gegn peninga- greiðslum. Ef og þegar Bandaríkjamenn hefja vöruflutn- inga fyrir varnarliðið í skjóli gamalla og úreltra einokun- arlaga þar í landi og meina íslenskum skipafélögum aö stunda þær siglingar, er óneitanlega hætta á að Islending- ar bregðist við þeirri óbilgirni með kröfum um auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Þá getur aronskan blossað upp á nýjan leik, eins geðsleg og hún er, og leitt til andúðar á bandarísku varnarliði. Slíkt hugarfar og andrúmsloft ber aðforðast. Enginn ábyrgur Islendingur heimtar að íslensk skipa- félög sitji ein að öllum flutningum fyrir varnarliðið. Eng- inn sómakær maður vill aö varnarliöið veröi féþúfa og öryggismál þjóðarinnar gerð að söluvöru. En Islendingar sjá ekki réttlætið í því að með þátttöku í Atlantshafsbandalaginu geti einokunarlög hjá Banda- ríkjunum einum veitt þeim síðarnefndu einkarétt til þjón- ustu fyrir varnarbækistöð Nato hér á landi. Islendingar búa í eylandi fjarri öðrum löndum og þeir eru öðrum háðari siglingum og öflugum samgöngum. Is- lensk skipafélög eiga afkomu sína undir því að eiga tæki- færi og jafnræði til flutningaþjónustu til og frá landinu. Erindrekstur utanríkisráðherra vestanhafs hefur von- andi ekki beinst að því að veita skipafélögunum íslensku forréttindi, heldur hitt að gera Bandaríkjamönnum grein fyrir því aö einokun þeirra í þessum flutningum verður hvorki liðin né þoluð. Þessi einokunarlög ber að afnema. Að öðrum kosti verða íslendingar að grípa til sinna ráða og þá er fjandinn laus. LÍKAMIOG SÁL — Listahátíðina? Neeii, veistu það? ég held ég hafi bara ekki geð í mér til að fara núna. Ekki geð! Hann brosir þreytulega, þar sem hann situr í bakháum stólnum og hagræðir teppinu, sem liggur um hnén. Húöin strekkist yfir hátt og gáfulegt ennið, sem fer hækkandi með hverju árinu, og þar sem strjálir sólargeislamir ná að falla á hörund hans, máttleysislega, eftir að hafa barist í gegn um ryk- mettað loftið í stofunni, slær gulleit- um bjarma á fölva þess, eins og á gamalt fílabein. Hann lyftir báðum höndum og snýr lófunum fram til að banda frá sér óþarfri athugasemd, og hendur þess- arar gömlu menningarkempu eru svo grannar að sólargeislamir mátt- lausu komast næstum í gegn svo vottar fyrir skugga af handarbeinun- um. — Misskildu mig ekki, kæri vinur, þetta er ekki illa meint. Eg er alls ekki að gagnrýna þetta merka fram- tak með fjarverunni! En ég er hyæddur um að Listahátíöin og lista- hátíðir yfirleitt hafi ekkert nýtt að færa mér, enga ferska hugmynd að tjámér! Þessi þreytti menningarfrömuður hefur ófáar orrustur háð á menning- arvígstöövunum og ber þess sorg- lega merki. Hann hlustaði á tólftóna- tóniist einn manna á Islandi fyrir löngu, og þegar aðrir fóru að sækja tónleika þar sem sh'k tónlist var leik- in og ræða hana spaklega í hléi brosti hann kuldalega og fór út. Það er ekki vitað til þess að hann hafi hlustað á Schoenberg og hans nóta síðan Harin hlustaði á elektróníska tón- list fyrstur manna líka og var við- staddur þegar Kóreumaðurinn ber- aöi á sér bakhlutann. Hann sat þá tónleika út, en hætti þá aö hlusta á nútímatónlist, — því það era jú tak- mörk,ekkisatt? Þá fór hann að leita uppi stórkost- lega en algerlega óþekkta hljóöfæra- leikara og einbeitti sér að píanistum, sem verða aö sitja á bakhlutanum meðan þeir sinna list súmi. Riditer gróf hann upp fyrstur Islendinga og sat að honum iengi. Hann komst yfir rispaðar, rússneskar upptökur af Gilels langfyrstur okkar allra, en hætti auövitað að hlusta á Emil eftir að hann kom hingaö. I nokkrar vikur átti hann einn manna plötu með Pollini, en það stóð alltof stutt. Og nú situr hann í stólnum, orðinn gamall og þreyttur eftir þessa hörðu samkeppni, og reynir að bera sig mannalega um leið og hann viður- kennir ósigur. Hann segir ekki að Ólafur B. Guðnason þau séu súr, en það era beisk sann- indi að dagar dilettantanna eru hðn- ir. A listahátíðum era ahir dUettant- ar og þá er auðvitaö eins gott aö sleppa þessu. — Eg varð fyrir upphfun, nefni- lega, segir hann afsakandi og hag- ræðirsérístólnum. — Það var fyrir fjóram áram held ég. Já, þaðvará Listahátíðinni ’80. Hann htur andartak undan og star- ir út um gluggann, eins og hann eigi erfitt með að stiUa tilfinningar sínar meðan endurminningin stendur hon- um svo lifandi fyrir hugskotssjónum. En hann bítur á jaxhnn, brosir hetju- lega, en þó svo undursárt og heldur áfram. — Þaö var þegar John Cage kom á hátíðina. Þetta var óvænt, því hann hefur ekki áður heyrst tala faUega um Cage þennan. Reyndar sagði hann eitt sinn um frægasta píanóverk Cage að þetta væri virðingarvert framtak og óskandi aö tónskáldiö héldi áfram á þessari braut. En það var aldrei meint sem komphment. — Eg er alls ekki hrifinn af tónhst- innihans. Hann brosir þreytuiega og heldur áfram. — En það var í matarveislunni sem ég varð fyrir uppljómuninni. Hann hélt ræöu, sjáöu til, og sagöi þá aö hann heföi aUa ævi vanist á það aö líta á Ukama sinn sem sökkvandi skip, sem ekkert fengi bjargað. Enda hefði hann veriö orðinn slæmur til heilsunnar. En svo sagði Yoko Ono honum frá japönskum spekingi, sem vissi aUt um sáhna og mataræðið. Og hann hefði farið til spekingsins, sem ég held aö hafi verið Zen-meistari, og lærði af honum að borða fæðu sem væri holl, bæði fyrir sálina og líkam- ann. Hann virðist þreytast viö þessa löngu ræðu og gerir nú smáhlé. Þessi ræða hans er enda orðin nægilega söguleg þegar, því hann nefnir bæði Cage og Yoko Ono í sömu setning- unni og án þess að svipbreytingar sjáist á andliti hans. Shkt telst til tíð- inda. — Það var upplifun fyrir mig að borða matinn. Hrá lúða, í örþunnum sneiðum, með njólasalati, bökuöum gulrótum og hrísgrjónum. Það var þá sem það rann upp fyrir mér að ég hafði hugsað allt of mikið um sáhna en of lítið um hkamann. Og nú er það orðið of seint fyrir mig að breyta til! Og nú lítur skyndUega út fyrir að hann æth að beygja af, því hann htur skyndilega undan og ber vinstri hönd fyrir andhtiö. Hann herðir þó upp hugann að nýju og heldur áfram. — Það rann allt of seint upp fyrir mér að sálin og Ukaminn eru óaðskUjanleg fyrirbæri. Eg sat þarna í salnum og tuggði lúðuna, og ég var aleinn þó þarna væri fjöldi manns. Eg veit að það er orðið of seint fyrir mig að breyta til, en þetta innsæisaugnabhk gerbreytti lífi mínu. Og það er þess vegna sem ég kæri mig ekki um að fara á Listahátíð og hef ekki gert það síðan þá. Eg man það vel aö þegar borðhaldinu lauk fóra flesth- áhroðalegt fyUirí og mig hrylUr við tUhugsuninni um að umgangast svona fólk, að þarflausu. Eg get ekki annaö en dáðst að þess- um manni. Því það er fáum gefið að snúa ósigri, fyrir ekki minni óvini en elhnni, upp í svo glæsUegan sigur. Sumir menn hlaupa eftir strætó og reyna svo að láta sem ekkert sé þeg- ar þeir missa af honum. Þeir ímynda sér að fólk trúi því að þeir taki hundr- að metra spretti sér til skemmtunar og án sjáanlegrar ástæðu. En list- vinurinn gamh lýsh- því hins vegar yfir að hann hafi feröast með röng- um strætisvagni alla sína tíð. ebs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.