Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 48
Fréttaskotið 68-78-58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Niðurstöður skoðana- könnunar DV um fylgi listanna: Stjórnarflokkunum helst betur á fylgi sínu en ríkisstjórninni. Þetta sýnir skoöanakönnun sem DV geröi um síðustu helgi á fylgi flokka og lista. Fylgi stjórnarflokkanna samanlagt er litlu minna i þessari könnun en var í DV-könnun í mars- byrjun. A þeim tíma hefur hins vegar talsvert dregiö úr fylgi viö ríkisstjórnina, eins og skýrt var frá fyrr í vikunni. Stöðugtfylgi stjómarflokkanna Sjálfstæðisflokkurinn fær í könnuninni nú fylgi 27,8% alls úr- taksins en haföi 28% í mars. Fram- sókn fær nú 10,7% en haföi 9,3% í mars. Alþýðuflokkurinn fær 4,8% en haföi 5,2% í mars. Bandalag jafnaöarmanna fær 2,2% hafði 1,5% í mars. Alþýðubandalagiö fær 9%, haföi 8,2% í mars. Samtök um kvennalista fá 3,3% en höföu 2,7% í mars.; .Oákveðnir eru nú 28,5% en 34% í mars. Þeir sem vilja ekki svara eru 13,7% en voru 11,2% í mars. Auðveldara er aö bera þetta saman viö kosningar ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstööu. Þá hefur Sjálfstæöisflokkur nú 48,1%, sem er minnkun um 3 prósentustig síöan i mars og 8,9 prósentustigum meira en flokkurinn fékk í kosningunum í fyrra. Framsókn fær nú 18,4% sem er aukning um 1,4 prósentustig síðan í mars en 0,6 pró- sentustigum minna en var í kosningunum. Alþýðubandalagiðfær nú 15,6% en hafði 14,9% í mars og 17,3% í kosningunum. Alþýðuflokkurinn fær 8,4% en hafði 9,4% í mars og 11,7% í kosningunum. Kvennalistar fá 5,8%, en höföu 4,9% í mars og 5,5% í kosningunum. Bandalag jafnaöar- manna fær nú 3,7% en haföi 2,7% í Sam- mars og 7,3% í kosningunum. kvæmt könnuninni hefur Bandalag jafnaöarmanna ekki kjördæma- kjörinn mann í Reykjavík og fengi samkvæmt því engan þingmann. —HH SJA nanar um niðurstöður a BLS. 4 OG VIÐTÖL A BLS. 2 OG 3. Louis Legendre, sendiherra Frakklands á Íslandi, fyrir miðri mynd. Hann harðneitaði blaðamanni DV og strákunum um að láta boltann af hendi. Á innfelldu myndinni eru strákarnir Hörður Einarsson til hægri og Hlynur Rúnarsson með sendiráðið íbaksýn. -DV-myndir: GVA Rotaði hund- inn oghenti honumfyrir fætureigenda Hópur feröamanna á leiö yfir Fimmvörðuháls kom aö Skógum í gærmorgun. Meö í förinni var poodlehundur sem slapp frá hópnum og inn á tún bónda í nágrenninu og ataðist hundurinn í fjárhópi bónd- ans. Við þennan atburö reiddist bóndinn og elti hundinn, fyrst á bíl um túnið, en síöan tókst honum að króa hundínn af viö bæjarhúsin og rota hann. Henti hann síðan rotuöum hundinum fyrir fætur eigendanna. Samkvæmt heimildum DV mun leikurinn hafa borist um allt túniö er bóndinn reyndi að keyra hundinn niður og er honum tókst aö króa hann af rotaði hann hundinn meö grjóti. Engin kæra hefur verið lögö fram í þessu máli og eftir því sem DV kemst næst mun það hafa veriö leyst á diplómatiskan hátt er báöum aðilum var runnin reiðin. -FRI. ÞARF GEIR AD SÆKJA B0LTANN? „C’est diplomatie, c’est diplomatie,” sagöi Louis Legendre, sendiherra Frakklands á Islandi, og yppti ölxum þegar blaöamaöur DV bað hann aö afhenda fótbolta sem virðist vera að koma af stað milliríkjadeilu milli Islands og Frakklands? Forsaga þessa máls er sú aö um kvöldmatarleytið á fimmtudag voru tveir fimmtán ára strákar í fótbolta í nágrenni franska sendiherra- bústaöarins viö Skálholtsstíg í Reykja- vík. I einni spyrnunni vildi ekki betur til en svo aö boltinn flaug yfir grind- verk og inn í húsagarö franska sendiherrabústaöarins. Sendiherrann kom þegar út í garð, tók boltann og fór meö hann inn þegar strákana bar að. Þeir fóru á eftir honum og hringdu dyrabjöllunni og báöu hann aö afhenda boltann. Sendiherrann haröneitaði því og kvaöst hafa lagt hald á boltann. Þeir yröu að ná í lögregluna ef þeir vildu fá hann aftur. Strákarnir geröu þaö. Þegar lögreglan bankaöi upp á hjá sendiherranum neitaöi hann enn að láta boltann af hendi og rak síöan lög- regluna af lóðinni meö þeim um- mælum að þeir væru á frönsku yfir- ráöasvæöi. Lögreglan sagöi svo strákunum aö úr því sem komið væri yröi máliö aö fara í gegnum utanríkis- ráðuneytið. ,,Það hefur engin beiðni um þetta mál komið hingað,” sagði Ingvi Ingvason, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráöuneytisins. „Hins vegar er lög- regluskýrsla um málið á leiðinni. Meira get ég ekki sagt en mér finnst eölilegt aö sendiherrann láti strákana fáboltann.” „Eg get ekki látið þig hafa bolt- ann,” sagöi Legendre þegar viö heimsóttum hann. „Þetta er franskt yfirráðasvæði. Minn garöur er enginn leikvöllur.” Meira vildi Louis Legendre ekki segja og viö þetta stendur. Eftir því sem strákarnir sögðu hafa þeir aldrei áöur misst boita inn í garö- sendiráðsins. Og aldrei hefur verið fyrr um nein samskipti aö ræða milli þeirra og sendiráðsfólksins, hvorki góð né slæm. -KÞ. Dixio Flyors 1919 á fullri lorð Miiljónaviðskipti: DixieFlyer 1919flaugút Eins og DV skýröi frá ekki alls fyrir löngu var elsti bíll á landinu af þeim sem gangfærir eru, Dixie Flyer, árgerö 1919, tii sölu. Var taiið aö fá mætti um 700 þúsund krónur fyrir gripinn og var m.a. leitaö til erlendra uppboöshalda sem sýndu málinu áhuga. Bíllinn er nú seldur, ekki úr landi eins og til stóð, en samkvæmt heim- ildum DV voru greiddar fyrir hann 1.250.000 krónur. Seljandinn var Öskar Osberg á Akureyri en Jón G. Sólnes, fyrrum alþingismaöur, haföi milligönguumkaupin. -EIR. Nýr sfmi ritstjórnar DV — 68-66-11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.