Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 12
12 DV. LADGARDAGUR 2.'JÚNÍ1884. TIL SÖLU •assiw Rover 3500 árgerð 1978, ekinn 48 þúsund km frá upphafi. Upplýsingar í síma 39626. Afmælishappdrættí Sj álfstæðisflokksins Dregið 9% r r .jum NAUTAKJÖT Okkar verð T. Bone steik Nauta roast beef Nauta snitchel Nautagullasch Nautabuff Nautalundir Nautafillet Nautabógsteik Nautagrilisteik Nautahakk 10 kg nautahakk Nautahamborgari UPPVASHIÐ ERfíÐAST — segja þau Stefán, Kolbrún og Kristfn „Á virkum degi” Morgunþáttur allra landsmanna, A virkum degi, hefur nú runnið sitt skeið á enda og þau Stefán Jökulsson, Kol- brún Halldórsdóttir og Kristín Jóns- dóttir hafa snúið sér að öðru en aö vekja þjóðina á virkum dögum. Við hlutverki þeirra hafa tekið þau Illugi Jökulsson og Hanna Sigurðardóttir og munu þau sjá um að ræsa landsmenn á morgnana næstu þrjá mánuðina að minnsta kosti. Viðkvæmur tími morgnarnir Þáttiu-inn A virkum degi hóf göngu sína 1. október síöastliðinn eða fyrir réttum átta mánuðum og á tímamót- um sem þessum þótti okkur viöeigandi að spjalla stuttlega við Stefán, Kol- brúnu og Kristínu. Hvernig skyldi þeim hafa líkað starf- inn? — Eg er lukkuleg með að vera laus, segir Kolbrún. — En það er ekki vegna þess aö mér hafi leiðst, síöur en svo, þetta hefur verið mjög skemmtilegur og spenn- andi tími. — Þetta hefur veriö erfitt starf og því hefur fylgt mikil áby rgð, segir Stef- án alvörugefinn. Stelpumar skella upp úr. — Við erum ekki vanalega svona al- varleg, segir Kolbrún. — Við erum frekar létt að eðlisfari. Þó höfum við alls ekki veriö of galsafengin í þessum þáttum, þetta er jú viðkvæmur tími í lífi ma rgra, morgnarnir. Stefán tekur þaö fram að hann beri enga ábyrgð á því sem stelpumar segi og stelpumar svara í sömu mynt með bros á vör. Vask í stúdíói 1 En hvað skyldi hafa verið erfiðast á virkum dögum í vetur? — Tvimælalaust að hella upp á könn- una, uppvaskið og skýrslugerðin, segja stelpumar og Stefán samsinnir. — Uppvöskunaraöstaöan hér er til skammar, segir Kristín. 011 segjast þau binda miklar vonir við að úr þessu verði bætt í nýja út- varpshúsinu sem er að risa. — Vask í stúdíói eitt, segir Kristín. Stefán vekur athygli á því að það vanti tilfinnanlega sturtu sem hægt sé að bregða sér í á morgnana sér til hressingar. I framhaldi af því spyrjum við hvort þaö sé ekki erfitt að vakna svona snemma á hverjum morgni og vera hress í eyrum þjóðarinnar. Og þess ber að geta að þau vakna tvö og tvö til skiptis klukkan hálfsex á morgnana. — Nei, það er ekki strembið lengur,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.