Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1984, Blaðsíða 31
DV. LAXJGARDAGUR 2. JUNI1984. Gleraugu fólks eru af mörgum stærðum og gerðum. Smekkur manna er líka afar mismunandi varðandi útlit gleraugna og þvi kveikja þau i safnaranum. Þarna kennir ýmissa grasa. Stór gleraugu Ijót vel gaman aö. En sannast sagna er Sumir líta á söfnunaráráttu sem hvers konar söfnun stórmerkt starf. einhverskonarsjúkdómoghenda jafn- Fyrir þann sem stundar er hún skemmtilegt og gefandi tónstunda- gaman. Arangurinn skilar sér til hinna i fyllingu tímans. Mikiö væri nú annars glataö úr heimi hér ef ekki væri til fólk sem hefur gaman af aö safna hinu og þessu. Oft er fólk ekki viö eina fjölina fellt í þeim efnum og þaö er Bima gler- augnasafnari á Dalvík ekki heldur. Það kom í ljós þegar hún var spurð hvort hún léti gleraugun nægja. „Nei, ég fór fyrir stuttu aö safna lyklakippum meö fyrirtækjanöfnum. Eg hef líka safnað frimerkjum, mynt og notuðum umslögum frá fyrirtækj- um. Þessuer haldiösvona tilhaga. En hvað segir gleraugnasafnarinn um gleraugu fólks núna, frnnst þér þau falleg? ,,Mér finnst þau ekki eins falleg og þau voru. Þessi stóru glannalegu gler- augu finnst mér ljót en gleraugu eru aö minnka aftur núna og veröa fallegri.” Viltu kannski þessi kringlóttu gömlu? „Eg vil nú heldur hafa þau spor- öskjulöguö.” JBH/Akureyri. Plötusöfnun Hafsteins Pálssonar hófst með því aö honum var gefin plat- an meö kaffibrúsakörlunum. Þaögeröi gjaldkeri sem var hjá Dalvíkurbæ upp úr 1970, Rögnvaldur Olafsson aö nafni. Hafsteinn átti þá enga plötu og heldur ekkert til aö spila á. Mörgum árum áð- ur átti hann handsnúinn grammófón og dálítinn slatta af 78 snúninga plötum en úr því varö engin söfnun. Astæðan var kannski að nokkru þetta alkunna auraleysi áranna þegar allt þarf að gera. En svo var allt í einu kominn plötu- spilari í jólagjöf og nokkrar plötur í hillu. „Eg fór aö kaupa eina og eina plötu, sérstaklega plötur frá Svavari Gests. En þaö eru ekki nema svona 6 ár síðan þetta varö algjör söfnun. Þá fór ég aö komast í samband viö marga, til dæmis Jóhann G. Jóhannsson, Jó- hann Helgason, Björgvin og Magnús Þór til aö leita uppi hvaö þeir heföu gefiö út. Eg á mörgum fleirum í Reykjavík og víðar mikið aö þakka, þar á meðal Svavari Gests, Pétri Kristjánssyni og Jónatani Garöars- syni. Þeir hafa allir veriö mjög hjálp- legir. Fólk hefur skilning á því að þetta er söfnun og tekur mér afar vel. Til dæmis sendi Bergþóra Amadóttir mér einu sinni allt sem hún hefur komiö nærri í plötuútgáfu. Plötur í kóki Þarftu ekki aö leita til hinna og þess- ara úti um allt land? „Þetta er nú ekki mikið víöa aö, mest héðan af Dalvík og lítils háttar frá Akureyri. Svo reyni ég út í ystu æsar aö fá nýjar plötur. En þaö er ótrúlegt hvaö fólk er greiðugt að láta mig hafa plötur úr eigin safni. Eg bíö kannski borgun eöa skipti en yfirleitt vill þaö ekki slíkt. Annars kemur þetta á ýmsan hátt. Einu sinni hitti ég mann sem ætlaði að fara aö skjóta í mark og var meö rekka meö eitthvað um 15 litlum plötum í. A öörum stað fékk ég bunka sem var í óreiðu, plöturnar klístraðarat kóki og tók langan tíma aö hreinsa upp. Plötumar hafa gjarnan safnast saman hjá fólki á yngri árum en síðan ekkert veriö sinnt um þær.” Sælutilfinning Hlustar plötusafnarinn eitthvað á plöturnar? „Eg hlusta stundum ef ég get og er einn, þá gríp ég tækifærið. En mesta ánægju hef ég af þessari söfnun ef ég fæ loksins í hendumar plötu sem ég er búinn að hafa mikiö fyrir aö ná í. Þá fer um mann einhver sælutilfinn- ing.” Er einhver plata sem hefur verið sérstaklega erfið? „Já, ég var búinn að hafa mikiö fyrir aö fá fyrstu plötuna meö Ames- ingakórnum.” NÆRRI Ein ÞÚSUND ÍSLENSKAR PLÖTUR Hafsteinn Pálsson, bóndi og plötusafnari. Þetta byrjaði allt með því að honum var gefin plata kaffibrúsakarlanna. Hverjar eru erfiöar nú sem stend- ur? „Þaö er ein, sem ég á alltaf voöa- lega erfitt meö að fá, Sóleyjarkvæöi. Sömu sögu er aö segja meö plötuna Þórbergur les úr eigrn verkum númer 2 og fyrstu plötuna meö Skagfirsku söngsveitinni. Þar má líka bæta viö einni lítilli plötu meö Jóhanni G.” Sérstök aukabúgrein Hvað er safnið orðiö stórt? „Þetta eru eitthvað milli 800 og 900, bæði 33ja og 45 snúninga. Litlu plöt- urnar eru um 200 en stóru 600 til 700. Eg hef ekkert farið út í aö safna 78 snúninga plötum enda er það held ég algjörlega vonlaust.” Tekur þetta ekki mikinn tíma? SAFNARAR Á VORKOMU Lionsmenn á Dalvík héldu árlega listahátíð sína helgina 25.-27. maí. Vorkoma kallast hún og \ þetta sinn voru stærstu viöburðir þar myndlistarsýníng Sigfúsar Halldórssonar tónskálds, tónleik- ar, þar sem lögin hans voru flutt, og sýning tveggja safnara á Dal- vík. Safnarar þesslr eru Birna Kristjánsdóttir sem safnar gler- augum meö ýmsu öðra og Haf- steinn Pálsson en hann lcggur hart að sér við að ná saman öllum ís- ienskum hljómplötum sem gefnar hafa veriö út i seinni tíð. Safnarar þessir vora teknir tali. Texti og myndir: Jón Baldvin Hall- dórsson. „Stundum finnst mér jú að ég sé að stela tima frá minu starfi. Símtöl taka til dæmis mikinn tima og síma- kostnaöurinn er tiltölulega meiri en verðið á sjálfum plötunum.” Hafsteinn er bóndi í Miðkoti sem er rétt viö Dalvík. Eins og hér hefur komið fram er aukabúgrein hans nokkuö sérstök. En það er svona þeg- ar áhuginn fyrir söfnun grípur fólk, hann verður óslökkvandi. Og allir góðir safnarar hljóta aö fylgjast vel með málum sem varða söfnunarefnið. Hafsteinn heldur til dæmis til haga því sem er skrifað um hljómplötur og hljómsveitir sem vísaö getur veginn að plötu í safnið. Hafsteini er sama þó aö platan sé endurútgefin, bara ef titillinn næst og nýja útgáfan er ná- kvæmlega eins og sú fyrri. Þá er líka heldur ekki fussað viö kassettum sem gefnar hafa verið út í staö plötu. Þegar er komiö nokkurt safn af slík- um gripum. Samningaviðræður Plötur hafa ruöst í miklum mæli inn á gjafamarkaðinn, til dæmis um jólin. Hafsteinn viöurkenndi aö hann nyti þess. Einu sinni á ári ætti hann af- mæli eins og aðrir og þá væri gjöfin undantekningarlaust plata. Ef hún væri komin í safniö mætti alltaf skipta og hann væri síður en svo óhress meö að fá plötur að gjöf. En þaö er kannski ekki öruggasta aðferð- in til aö finna réttu plötuna aö biöa eftir gjöf. Heima í húsum hjá hinum og þessum Uggja steinarnir í vöröuna hans Hafsteins og þangað veröur aö sækja þá. Hann segist vera hálfgerö plága í heimsóknum: „Eg bið um á hverjum einasta staö, sem ég kem til, aö fá aö skoöa plötusafnið.” Ef hann finnur eitthvað, þá hefjast samninga- viðræöur....;.. 31 Chrysler LeBaron T/C 79 Sjálfskiptur, vökva og veltistýri, rafmagnsrúður, læsingar í sæti o.fl. Cruise control. Litið ekinn, toppbíll. Skipti athugandi á ódýrari. OPIÐÍ DAG KL. 1-5. JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 GOURMET UNDRATÆKIÐ hakkar ir deig, sker niður grænmeti grænmeti, þeytir rjóma er að hreinsa tækið Komið og Kynnist nýja undratækinu frá Kenwood LAUGAVEGt 170 172 SÍMAR 11687 21240 Verd Kr,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.