Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 1

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 191. TBL. — 74og 10. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984. Stef nubreyting hjá Færeyingum? UM NÝJAN LOÐNUKVÓTA” „Við munum biðja Efnahags- bandalagið um nýjan loðnukvóta,” segir Pauli Ellefsen, lögmaður Færeyinga, í samtali við blaðamann DV í Færeyjum. „Það er afdráttar- laus stefna landsstjómarinnar að biðja um allan þann aflakvóta sem segir Pauli Ellefsen, lögmaður, í viðtali við DV Færeyingum stendur til boða. ” I gær var haldinn fundur í Færeyjum þar sem voru auk Ellef- sen Anfinn Karlsberg, sjávarútvegs- ráðherra Færeyinga, færeyska landsstjómin og markaðsnefndin. Á dagskrá fundarins voru loðnu- veiðarnar við Jan Mayen. Kom fram að færeysku loðnu- skipin, fjögur talsins, væru nú á heimleið með afla frá 600 tonnum upp i 1400. Myndu þau ekki fara aftur til Jan Mayen að sinni þar sem 7000 tonna kvótinn sem þeir fengu frá Efnahagsbandalaginu væri uppur- inn. Þegar Landhelgisgæslan fór eftir- litsflug yfir Jan Mayen svæðið um helgina voru 13 skip á gráa svæðinu. Þar af voru tvö varðskip, annað danskt hitt norskt. Þá var þar að veiðum Geysir, skip Ama Gíslasonar útgerðarmanns í Danmörku, og eitt færeyskt skip, Kronberg. Hin níu voru norsk. -KÞ Sjá nánar blaðsiðu 2. Albert Guðmundsson: Steingrímur óstöðvandi — eins og rigningin sunnanlands „Ég fer að halda að Steingrímur sé óstöðvandi eins og rigningin hérna sunnanlands. Maðurinn er nýkominn úr langri dvöl í útlöndum og við höfum ekki getað talað saman ennþá. En hann er samt daglega með meiningar í fjölmiðlum um starfshætti mína í þessu BSRB máli,” sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra. Forsætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, hefur lýst þeirri skoðun sinni að það beri að gera BSRB gagn- tilboð vegna launakrafna þess. Og í gær hnykkir hann á í samtali við DV og telur þetta lagaskyldu. Fjármálaráð- herra hefur hins vegar sagt að hann ætli ekki að gera gagntilboð, af engu sé aðtakatilþess. „Já, þetta er samningur sem forsæt- isráðherra gerði að mér fjarverandi í fáa daga. Og ég hef verið að reyna að halda mig þó við þá gerö þótt Stein- grímur hafi ekki lagt til fé með sínum samningi. Á meðan ríkissjóður er rek- inn með halla er af engu að taka til þess aö bjóðast til að leggja á hann meiriútgjöld.” HERB Þessi mynd er tekin við Skaftá í morgun. Uppfyllingin undir brúnni irið Stóra- Hvamm farin ut í veður og vind og vegurinn að henni og frá kominn undir vatn. Vegaskemmdir, brú í hættu og varnargarður brostinn vegna hlaupsins í Skaftá: k™Zym „Þaö Ijótasta sem ég hefséð” —sagði húsf reyjan í Hvammi „Þetta hlaup er með því stærra, ef ekki það stærsta sem hér hefur orðið,” sagði Sigurjón Rist vatna- mælingamaöur í samtali við DV í morgun. Hann var þá staddur í Hvammi í Skaftártungu. „Ég held að þetta hlaup hafi náð hámarki á áttunda tímanum í morgun en núna er aðeins hægt að merkja að hlaupið sé í rén- un. Okkur sýnist hér í Hvammi og Skaftárdal að vatnið sé að lækka. Það má þó búast við að vatnið hækki eitthvað í Meöallandi og þar í kring frameftirdegi.” Skaftárhlaup hófst á laugardags- morgun en það var ekki fyrr en þá um kvöldiö að það fór að vaxa veru- lega. I morgun höfðu orðið talsverð- ar vegaskemmdir á þessu svæði, til dæmis var vegurinn að Stóra- Hvammi farinn í sundur. Þá var upp- fylling gömlu brúarinnar fyrir ofan brúna á hringveginum farin út í veð- ur og vind. Einnig var 60 til 70 metra varnargarður vestan við brúna brostinn, að sögn Oddsteins Krist- jánssonar, bónda í Hvammi. „Þetta eru mjög miklir vatnavext- ir og miklar flúðir,” sagði Sigurjón Rist. ,,Straumhraöinn er 3 til 4 metrar og það fylgir þessu mikill háv- aði. Það eru ekki nema 200 ár síðan hraunið hér rann og það er engu lík- ara en áin sé að velta nýju hrauni, slíkur er hávaðinn. Það er æðisterk brennisteinsfýla sem leggur frá ánni sem þýðir að þaðan sem vatnið renn- ur er eldvirkni undir. Annars hefur verið mikið vatn í jöklinum vegna hás hitastigs í sumar.” Hlaup í Skaftá hafa verið svo til ár- lega á undanfömum árum en hús- freyjan í Hvammi sagði í morgun: „Þetta er orðið mjög ljótt, gott e£* ekki það ljótasta sem ég hef séð.” -KÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.