Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 8
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Kartöflumar malla á meöan tfnt er oft í fjöru og tíni I soöið. Þá set ég gjaman kartöflur í pott og læt þær sjóöa á eldavélinni á meöan ég tíni kræklinga," sagði Ingibjörg. I dagbók Morgunblaösins má sjá hvenær er flóö og f jara. Ef árdegisflóö er klukkan 9.35 er fjara 6 tímum síöar en sex og hálfum tíma síöar í Hvalfiröi. Samkvæmt þessum útreikningum er fjara umklukkan 16. Hveitikökur með krœklingunum Kræklinga ber Ingibjörg oft fram meö nýjum kartöflum, auk þess bakar hún þykkar hveitikökur sem hún ber á borð meö þessu hollustufæöi. Viö hættum ekki fyrr en viö fengum uppskriftina sem Ingibjörg var fús aö láta. Hveitikökur eru bakaöar úr hnoðuðu deigi og má líkja þeim við heimabakaö brauö skonsur eöa hálf- geröa „tröllaklatta”. Þaö þarf hvorki egg né smjör í kökurnar og er því hrá- efnið ekki dýrt. Viö látum uppskriftina fylgja ef menn vilja spreyta sig á bakstrinum. 5 bollar h veiti 5 tsk. lyftiduft sait sykur mjólk Þurefnum blandaö saman, þaö nægir að hafa um 1/2 tii eina teskeið af salti og 1—2 matskeiðar af sykri, en þaö er smekksatriöi. Þá er bleytt í þurrefnunum meö mjólkinni og deigið hnoöaö. Búin er til lengja úr því og deigiö skoriö í sneiöar sem síöan eru flattar út meö kökukefli í kringlóttar kökur. Bakaö á pönnu og látið brúnast á báöum hliðum. Boriö fram með smjöri, osti eöa öðru áleggi ef viU. -RR Ingibjörg leiðbeinir hinum óvana leitarflokki við kræklingstekju. Slíkar fjöruferöir eru afar vinsælar hjá aliri fjölskyldunni. „Skipin komu á vorin inn á Laxárvog þegar var aö fjara út og tíndu skip- verjar krækling í beitu, það var fyrir fimmtíu árum,” sagði GísU Andrésson í samtali við DV, en hann er búsettur á Hálsi í Kjós. Gera má ráð fyrir aö margur Islendingurinn hafi lært að borða krækling á Spáni en þaö eru ekki mörg ár síöan kræklingur fór aö teljast mannafæöa og þaö herramannsmatur hér á landi. Viö ræddum viö Ingibjörgu Jóns- dóttur, eiginkonu Gísla. „Fólk kemur stundum tU okkar aö afla sér upplýsinga um kræklinga, þá smitast maður og fær áhuga á aö tína. Ég fer VEGA SKIPHOLTI 7 SIMAR 20060 6 26600 Gisli Andrésson og Ingibjörg Jónsdóttir á Hálsi Kjós voru starfsmönnum DV innanhandar með kræklingamið. Ingibjörg um leið og hún sýnir okkur friðlýst svæði á Búðarsandi, rétt við hina miklu kræklingaf jöru. DV-myndir Bjarnleifur. Hafíð samband við iandeigendur — einkum ef stórir hópar fara í kræklingaf erð „Krækling er hægt að tina nánast alls staðar í lygnum víkum, en Hval- fjörður er skásti staöurinn i ná- munda viö Reykjavík,” sagði Sól- mundur Einarsson fiskifræðingur í samtali við DV. Þá benti hann á að bestu kræklingastaðir á landinu væru fyrir austan, í Hamarsfirði og Alftafirði. En sem fyrr segir er krækling að finna í öllum lygnum, grunnum vikum hvar sem er á land- inu. Þó svo aö öllum sé fr jálst að tína krækling i fjöru skal fóUd bent á aö hafa samband viö landeigendur áður en hafist er handa við tinsluna, eink- um ef um hópa er aö ræða. Krækling má frysta „Gæta þarf þess aö tína ekki krækling í námunda viö holræsi. Einnig skal varast að borða krækl- inga sem teknir eru á botni þar sem finn sandur er. Sandur getur safnast í skeljarnar og þá myndast hörð perlumóöa sem getur farið iUa meö tennur, þær gætu brotnað og þetta kostað óþarfa tannviðgerðir. Best er að tína kræklingana á malarbotni þar sem möUn er gróf og gott er aö taka skeljar sem hanga fastar við steina. Eina leiöin til að frysta krækUng er aö úrskelja hann og frysta í plastíláti ásamt eigin soöi, sem er afar mikil- vægt aö frysta með. Kræklingar geymast í 2—3 mánuði í frosti. Hægt er aö boröa allt nema möttuUnn, sem er festiþráöur eða himna sem tekin er frá. Kræklingurinn lifir á þörung- um. Ef mikið er í maga hans sem er dökkur poki, þá er hann tekinn úr. Kræklingastaðir í Hvalfirði .JKrækUngur — aöa, ostrur norð- ursins” nefnist grein eftir SóUnund Einarsson sem birtist í öðru ársriti Otivistar árið 1976. Þar er að finna ítarlegar upplýsingar um krækling fyrr á dögum og nú. Við birtum hér hluta úr grein Sólmundar. „Laxárvogur þótti góöur beitu- staður og þar er fjöruborö mikið sem féU út af og vogurinn þar aö auki slétt leira, hvergi þótti betra aö taka krækUng en þar, því hann lá í kerfum eöa klösum og laus á leirbotninum. Kræklingur þaðan þótti yfirleitt feit- ur og þvi góöur og drjúgur til beitu. Stampar voru næsti staður aö noröanveröu við bæinn Háls og þar hagar þannig til, að þaö þurfti að kafa eftir honum og því seintekinn, en góð beita þótti kræklingur þaöan. Hvammsvík innan við Stapa Uggur norður við ReynivaUaháls þótti og góður krækUngastaöur. Síöan koma krækUngastaöir hver af öörum eins og Hvítanes, Fossó, Brynjudalsvog- ur, Botnvogur, ÞyriU, LitUsandur og Brekka.” Sjö ára kræklingur er fullvaxinn .dírækUngurinn hrygnir í maí — júní og eru lirfurnar sviflægar fyrst í staö og geta dreifst um ákaflega stórt svæði. Eftir ákveðinn tima, þegar lirfumar hafa fundiö hæfUegt botnlag eða ásetu, setjast þær aö og festast meö þar til gerðum festi- þráðum. Næringu tekur kræklingur- inn úr sjónum við síingu. KrækUngurinn vex ákaflega seint jafnvel við bestu skilyrði éða um 1 sentimetra á ári og tekur því aUt upp i 7 ár aö ná markaösstærð. ’ ’ Aðan er náskyld kræklingi Þá segir Sólmundur Einarsson í grein sinni: lvAö lokum langar mig að minnast UtiUega á náskyldan ætt- ingja krækUngsins, en þaö er aöan. Aðal Ukist kræklingi í útUti, en er breiðari fremst og brún á litinn, einnig er hún töluvert stærri. Yngri eintök eru oft með gula bursta. Að innan eru skeljamar hvítar, en krækUngurinn aftur á móti meö blá- um boröa. Sjálfur innmaturinn er gulur hjá karldýrum en rauður hjá kvendýrum. Aðan getur orðiö aUt aö 20 sentimetrar að lengd en oftast um 10—15 sentimetrar. Hún vex hægt eins og krækUngur. — Bestar eru skeljarnar til nýtingar er þær hafa náð8—lOáraaldri.” -RR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.