Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Qupperneq 15
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984. 15 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Þetta er hún Stephanie, prinsessa af Mónakó, sem sprangar um baðströndina i Monte Carlo i eftir- tektarverðum sundbol. Það er ekki rigningin þar frekar en á Austurlandi. En sundbolurinn vakti eftirtekt siðsamra aðdáenda furstafjölskyldunnar i Mónakó og töldu ýmsir að Stephanie litla hefði nú tekið upp hátterni stóru systur sem var hvað þekktust fyrir að mæta i næturklúbbunum í Paris á árum áður i kjólum sem þeir hinir sömu töldu rétt til mála- mynda. En hvað um það. Stephanie ætlar bara að verða brún þar sem hún lætur sólina og sjávarlöðrið leika um sig i Monte Carlo. Þar var hún i fylgd með nýjum einkavini sinum, Anthony Delon, sem er sonur kvikmynda- leikarans franska. Virðist hann hafa tekið við hlutverki Paul Belmondo, fyrrum einkavinar Stephanie, sem er einnig sonur | frægs kvikmyndaloikara, Jean : Paul Belmondo. Þó að ólympíuleikarnir séu háalvarlegt fyrirbæri er ekki laust við að naskir Ijósmyndarar komi auga á ýmislegt spaugilegt á leikunum. Látum myndirnar tala sinu máli en þær minna okkur á að það er ekki mest um vert að sigra á leikunum heldur bara að vera með. \ Nei, nei, þetta eru ekki samvaxnir tvíburar heldur fjölbragðaglimumenn. Caceres leggur sig ailan fram um að ná gullinu en hann á greinilega i einhverjum vandræðum með að snúa andstæðingnum við. Ut af með þigl Eftirlitsmennirnir við hlaupabrautina í 3000 metra hindrunarhlaupi stóðu i ströngu við að koma einum áhorfandanum út af hlaupabrautinni en þangað hafði hann stokkið í fullum iþrótta- búningi og hafði bara staðið sig vel á fyrstu 200 metrunum. Listsund virðíst nokkuð furðuleg iþrótt og líklega hefur þessi sundkona ekki átt von á þvi að hún yrði kynnt fyrir augum heimsins í þessari óvenjulegu stellingu. VeröurJohn Kennedy leikari? Þessi ungi og myndarlegi maöur var sem smástrákur þekktur undir nafninu John-John en nú kallar hann sig einungis John Kennedy. Hann er sonur fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, John F. Kennedy. Núna er pilturinn 23 ára og er óráðinn i hvaö hann ætlað aö leggja fyrir sig á lífsbrautinni. Hann hefur þó ákveðið, þrátt fyrir þrýsting fjölskyldunnar, að fara ekki út í stjórnmálin. Honum finnst það of mikiö hættuspil. Leikhús og kvik- myndir heilla hann fremur og hefur hann þegar fengið tilboð um aö leika í sjónvarpsþáttum. Hann hafnaði því tilboði og segir að ef úr verður aö hann starfi sem leikari þá ætli hann að mennta sig til þess fyrst. Aðdáendur Kennedy-fjöl- skyldunnar hafa samt ekki gefið upp alla von um að strákurinn verði stjómmálamaður og segja að nú eigi leikarar mikla möguleika á að komast langt í stjórnmálum eins og t.d. Ronald Reagan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.