Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984.
13
Fýlshólar
fegursta gatan
Gatan Fýlshólar í Reykjavík var
valin fegursta gatan í Reykjavík af
Fegrunamefnd Reykjavikur. Sigrún
Pálsdóttir og Jóhann P. Einarsson
tóku viö heiðursskjali frá borgar-
stjóm fyrir hönd íbúa götunnar. „Eg
verö nú aö játa aö þetta kom mér dá-
lítið á óvart aö okkar gata skyldi
veröa valin því að mér finnst lítill
munur á Fýlshólum og öörum götum
héma í kring. En þetta er vissulega
mjög skemmtilegt,” sagöi Sigrún.
Alls afhenti Páll Gíslason, varafor-
seti borgarstjórnar, fimm heiöurs-
skjöl til þeirra sem þykja mest til
fyrirmyndar viö fegrun höfuðborgar-
innar. Múlalundur og prentsmiöjan
Oddi fengu sína viðurkenninguna
hvort fyrir snyrtilegan frágang lóða.
Framkvæmdastofnun fékk viöur-
kenningu fyrir snyrtilegan frágang á
lítilli lóö og Flugleiöir, Hótel Loft-
leiöir og Flugmálastjórn fengu sam-
eiginlega viöurkenningu fyrir þaö
framtak stjórna og starfsmanna aö
beita sér fyrir fegrun vinnustaöar.
Heiðursskjölin voru afhent við við-
eigandi athöfn í Höföa laugardaginn
18. ágúst sem er 198. afmælisdagur
Reykjavíkurborgar. ÞJH
Þau sem tóku við heiðursskjölunum i Höfða, talið frá vinstri: Þorgeir Baldursson, f.h. prentsmiðjunnar
Odda, Jóhann P. Einarsson og Sigrún Pálsdóttir, fulltrúar íbúa við Fýlshóla, Guðmundur Ólafsson, f.h.
Framkvæmdastofnunar, Emil Guðmundsson, hótelstjóri Hótel Loftleiða, Guðmundur Guðmundsson, for-
maður stjórnar Múlalundar, ogPáll Gislason, varaforseti borgarstjórnar.
Ferðamálasamtök
Vesturlands:
Vesturlandið
verði vel
merkt
Fró Þórunni Þ. Reykdal, fréttaritara
DV i Borgarfirði.
Ferðamálasamtök Vesturlands
gengust fyrir fundum víðs vegar um
kjördæmiö síöustu dagana. Þar er al-
mennt fjallaö um uppbyggingu ferða-
þjónustu á Vesturlandi og ó hvem hótt
Ferðamálasamtökin geti stuðlað að
þessari uppbyggingu.
Fyrsti fundurinn í þessari fundaröð
var haldinn í Hótel Eddu, Reykholti,
þriðjud. 14. ágúst. Oli Jón Olason
feröamálafulltrúi stýrði fundinum en
hann sátu ferðamannabændur,
sveitarstjómarmenn, hótelstjóri Hótel
Eddu og framkvæmdastjóri Samtaka
sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi.
A fundinum kom fram að samtökin
em aö láta gera 20 mín. Vesturlands-
mynd, sem framleidd verður á mynd-
bandi á íslensku, norsku, ensku, þýsku
og frönsku og á að verða tilbúin 1. nóv.
nk.
Rætt var um merkingar lögbýla, ör-
nefna og hreppamarka en samtökin
beita sér fyrir því að alls staðar sé vel
merkt ó Vesturlandi.
Oli Jón Olason skýrði frá tillögum
umhverfismálaráðs Ferðamálaráðs
um úrbætur við Hraunfossa og Bama-
foss, þ.e. lagfæringu göngustíga, af-
mörkun bílastæðis og gerð skiltis með
sögu fossanna og áminningu til ferða-
manna.
Landeigendur Víðgelmis gerðu grein
fyrir umgengnisvandamálum við hell-
inn. Þar hafa ferðamenn ekið út á
hraunið yfir hellisþakið og hefur
myndast slóð i mosann. Itrekað hefur
grjóti verið hlaðið í slóðina en menn
virða það ekki, aka út fyrir eða ryðja
grjótinu frá. Stórhætta stafar af akstri
þessum, grjóthrun getur slasað fólk í
hellinum. Að hellinum fara menn bæði
á bílum og gangandi frá Fljótstungu.
Vegamál voru einnig til umræðu.
Fundarmenn voru sammála um að
vegakerfið stæði uppsveitum Borgár-
fjarðar fyrir þrifum. Umferð um
svæðið er geysimikil en hér hefur nán-
ast ekkert verið gert fyrir vegakerfið
síðastliöin ór annað en aö lappa upp á
verstu skvompumar þegar vegimir
eru orðnir nánast ófærir. Vegheflar
sjást tæplega en skafa þá gjarnan
drulluna í köntunum upp á veginn til aö
spara ofaníburð. Töldu menn að hér
væri mun meiri ferðamannastraumur
ef vegakerfið yrði sambærilegt við
aðra landshluta.
Að lokum lögðu feröamannabændur
fram drög að 5 ára áætlun
uppbyggingar ferðamannaþjónustu á
svæðinu í Hvítársíðu og Hálsasveit.
Feröaáfangar mega ekki vera
of langir - þá þreytast
farþegar, sérstaklega börnin.
Eftir 5til lOmlnútnastanságóöum
staö er lundin létt. Minnumst
þess aö reykingar í bilnum geta
m.a. orsakaö bílveiki.
Nr. 1 í JAPAN
Já, í Japan, landi þar sem almenn
neytendaþelddng er á háu stigi og gæðakröfur eru mildar, er
Panasonic mest l<eypta VHS myndsegulbandstækið.
Panasonic er að sjálfsögðu einnig mest keypta
VHS myndsegulbandstæki í heimi.
>
u
2
NV-370 NÝ HÁÞRÓUÐ TÆKI
FYRIR KRÖFUHARÐAN NÚTÍMANN.
8 liða fjarstýring
Quarts stírðir beindrifnir mótorar
Quarts klukka
14 daga upptökuminni
12 stöðva minni
OTR: (One touch timer recording)
Rafeindateljari
Myndleitari
Hraðspólun með mynd áfram
Hraðspólun með mynd afturábak
Kyrrmynd
Mynd skerpu stilling
Mynd minni
Framhlaðið 43 cm breitt (Passar í hljómtækjaskápa)
Upptökuminni til daglegrar upptöku t.d. er hægt
að taka 10—12 fréttatíma fram í tímann.
• Sjálfspólun til baka
• Fín Editering. Klippir saman truflanalaust nýtt og
gamalt efni.
• Tækið byggt á álgrind.
• Fjölvísir Multi-Function Display
Verð aðeins
36.900,-
stgr.
Panasonic gæði. varanleg gæði.
AKRANES: Stúdíóval. AKUREYRI: Radíóvinnustofan Kaupangi. Tónabúðin. BORGARNES: Kaupfélagið.
ESKIFIÖRDUR: Pöntunarfélagið. HAFNARF|ÖRDUR: Kaupfélagið Strandgötu. HELLA: Mosfell.
HORNAFIÖRDUR: Radíóþjónustan. NESKAUPSTADUR: Kaupfélagið. SAUÐÁRKRÓKUR: Rafsjá.
SELFOSS: Vöruhús KÁ. SEYDISF|ÖRDUR: Kaupfélagið. TÁLKNAFIÖRDUR: Bjarnarbúð.
VESTMANNAEY|AR: Músík og Myndir.
WJAPIS hf
BRAUTARHOLTI 2 SÍMI 27133