Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Page 9
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST1984.
9
Neytendur Neytendur Neytendur
Skeljarnar til vinstri á myndinni eru of litlar til að tina því kræklingurinn í þeim er ekki fullvaxinn, lengdin er á við
eina eldspýtu. Skeijarnar tvær í miðjunni eru af réttri stærð. Lengst til hægri er öðuskel. Fiskurinn í þeim er einnig
ágætur til átu en þær finnast á meira dýpi en krákuskelin bláleita.
Faríð í fjöru að
finna krækling
Krækling er gott að grilla í skelinni eða sjóða. Þegar skeljarnar opnast til
hálfs er kræklingurinn soðinn og tilbúinn til átu.
Ekki er stór biti í hverri skel en kræklingur er vítamínauðugur. Hann má
matreiða á marga vegu og niðursoðinn krækling er óhætt að frysta í eigin soði.
DV-myndir RR
Kræklingur var í áraraöir einungis
notaður í beitu, nú þykir hann meiri-
háttar veislumatur með öðru góð-
meti. Margir hafa bragðað krækl-
ing en fáir borða mikið af honum og
sumir láta sér nægja að horfa á
kræklingamyndir á dósum og þora
ekki aö bragða á slíku.
Þaö er tvennt ólíkt að borða krækl-
ing úr dós eða fara sjálfur í fjöruna,
tína skeljar sem síöan eru soönar
heima. Kræklingaferð er mikil til-
breyting fyrir alia fjölskylduna og
fylgir því nokkur spenna að opna
skeljamar að lokinni suðu.
Hvalf jörðurinn er mikil kræklinga-
náma þó heldur haS kræklingi þar í
fjöru fækkaö á síöastliðnum árum.
Enn er þó hægt að ,,krækja” í hina
vítamínauðugu fiskbita en gæta þarf
þess aö fara á staðinn þegar stór-
straumsfjara er. Blaðamaður og
ljósmyndari DV gerðu sér nýlega
ferð í Hvalfjörð og fengu með sér
góðan liðsauka.
Ekið var yfir Laxá í Kjós og að
bænum Hálsi til að fá upplýsingar
um hin réttu kræklingamiö. Hálsam-
ir eru reyndar þrir, Neðri-Háls, Háls
eitt og Háls tvö. Leiðin lá að hinum
síðastnefnda, fengið var leyfi fyrir
kræklingatöku, leiðsögumaöur slóst
meö í förina og lá leiöin í Laxárvog
sem er kræklingaf jara mikil.
Kræklingurinn tíndur
Maríuhöfn og Búðarsandur eru á
sömu slóðum, auk þess er þar lítill
flugvöllur. Þangaö var ekið og síðan
genginn góður spölur. Innan um þara
og þang fundust kræklingamir lokaö-
ir milli tveggja skelja hver um sig.
Ohætt er að neyta kræklinga úr Lax-
árvogi því áin er varin vegna veiði i
henni og þangað liggur ekkert klóak
og því engin mengun.
Þá var hafist handa við að tína.
Ekki þýðir að taka nema vissar
stærðir, enginn matur er í þeim
minnstu, ber því aö láta þær kyrrar
og gefa þeim tækifæri til vaxtar.
Æskileg stærð á skeljum sem inni-
halda krækling er um það bil fingur-
lengd. Stærð kræklings er mismun-
andi eftir árstíma. Bestur er hann í
júlí og ágúst, ágætur í september og
fram að áramótum. Upp úr þvi fer
hann að horast og er horaður fram að
vori.
Sagt er að ekki skuli tína krækling í
err-Iausum mánuðum, það er að
segja frá og með mai til og með
ágústmánuði. En þetta gildir erlend-
is því þar er hætta á að kræklingur sé
eitraður af völdum skoruþörunga í
sumarhita.
Því næst matreiddur
Áður en sjóða skal krækling ber aö
hreinsa skeljarnar vel, láta þær í
sjóðandi vatn, agnarlítið salt ef vill
og eftir um það bil fjórar mínútur
hafa skeljamar opnast. Það er merki
um að fiskurinn sé soðinn og tilbúinn
til átu. Krækling er einnig gott að
grilla og þá eru skeljarnar látnar á
grillið og eins og fyrr segir eru þær
tilbúnar þegar þær opnast.
Himna heldur kræklingnum föst-
um inni í skeljunum. Hún er slitin frá
og ef mikið er í maga þá er hann tek-
inn úr. Krækling er gott að borða
eintóman, ef til vill þarf að salta
hann örlítið. Þá er hann lostæti með
heitu hvítlauksbrauði eða ristuðu
brauði með hvítlaukssmjöri. Lauk-
dufti er hrært saman við smjör,
rúnnstykki eða franskbrauösneiðar
smurðar og látið i ofn þannig að
smjörið bráðni í brauðið. Þegar
brauðið er orðið heitt er kræklingn-
um raðað ofan á og borið fram,
gjarnan meö köldu hvítvíni. Þá er
kræklingur einnig góður í súpu í stað
þess að nota sveppi aspas eöa rækj-
ur. Einnig eru kræklingar vinsælir
djúpsteiktir eða soðnir í pottrétti
sem borðaðir eru með heitu brauði.
Pottrétturinn mætti til dæmis saman
standa af soönum hrísgrjónum,
kræklingi, sveppum, rækjum og ein-
hverju kryddi, svo sem papriku,
lauk, karríi og fleira.
-RR
WRUMIFRI
FEWUMSf MEÐ
FEmWIIÐSIÖÐINNI
LONDON
Flug, flug og bíll, flug og gisting á góðum
Hótelum í London eða sumarhúsum í
Bretlandi, flug og bátur.
Vikuferð verð frá kr. 10.909,-
FRANKFURT
Flug og bíll / flug og gisting - hótel eða
sumarhús 1,2, 3, 4 vikur.
Verðfrákr. 10.044.-
PARÍS
Flug og bíll / flug og gisting.
Vikuferð frá kr. 9.322,-
FLUG'BILL
SUMARHÚS
Oberallgau í Suður-Pýskalandi 1,2, 3, 4
vikur. Brottför alla laugardaga.
Verð frá kr. 12.724,-
LUXEMBORG
Flug og bíll / flug og gisting, alla föstudaga.
Vikuferð verð frá kr. 10.350.-
KAUPM.HÖFN
Flug - gisting - bíll. Brottför alla föstudaga.
Verðfrákr. 11.897,-
ST0KKHÓLM
Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir.
Verðfrákr. 13.428.-
10.909.
10.044.
9.322.
12.724.
10.350.
11.897.
13.428.
OSLÓ
10.943.
Flug og bíll / flug og gisting. Vikuferðir.
Verðfrákr. 10.943.-
★
OFANGREIND VERÐ ERU PR.
MANN OG MIÐAST VIÐ 4 í BÍL
BENIDORM
í leiguflugi eða með viðkomu í London. 12. september
14. september og 3. október 3 vikur. íbúða eða hótelgisting.
ELDRI BORGARAR
Ath. 3. október - eldri borgarar, við bjóðum ykkur fyrsta
flokks gistingu á Hótel Rosamar. Leiðsögumaður og
hjúkrunarkona á staðnum.
Fáðu upplýsingar og leiðbciningar hjá okkur um ferðamátann
sem hentar þér.
1IU FERÐA
m MIDSTODIN
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133
BJARNIDAGUR AUa TEIKNISTOFA