Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Page 2
2
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984.
FÆREYINGAR ÆTLfl AÐ BtDJA
EBE UM MEIRILOBNUKVÖTA
—þrátt fyrir f yrri lof orð um að gera það ekki
Frá Eðvarð T. Jónssyni, fréttamanni
DVíFæreyjum:
„Loðnuveiðum Færeyinga við
Jan Mayen er sjálfhætt því að 7000
tonna kvótinn sem þeir fengu frá
Efnahagsbandalaginu er uppurinn,”
sagði Anfinn Karlsberg, sjávarút-
vegsráðherra Færeyinga, þegar
blaðamaður DV hitti hann og Pauli
Ellefsen, lögmann Færeyinga, að
máli í gær eftir fund þeirra meö
færeysku landsstjórninni og
markaðsnefndinni. Á dagskrá
fundarins voru loönuveiöarnar á
gráa svæðinu við Jan Mayen.
Anfinn Karlsberg sagði að
færeysku loönuskipin, fjögur taisins,
væru nú á heimleið með afla frá 600
tonnum upp í 1400 og þau myndu ekki
fara aftur til Jan Mayen að sinni. Er
hann var inntur eftir því, hvort hann
óttaðist að Færeyingar misstu afla-
kvóta sinn við Island, hvaðst hann
vona að Islendingar gripu ekki til svo
harkaiegra ráöstafana.
Pauli EUefsen sagði að 'Færey-
ingar myndu biöja Efnahagsbanda-
lagiö um nýjan loðnukvóta því að það
væri afdráttarlaus stefna lands-
stjórnarinnar að biðja um allan þann
aflakvóta sem Færeyingum stæði tU
boða. Ef Færeyingar fengju leyfi tU
að veiða meiri loðnu við Jan Mayen
myndu þeir hafa samband við ís-
lensku stjórnina áður en þeir héldu
til veiða og síðan yrðu máUn rædd í
Fylla, danska varðskipið, var með eftirlit á Jan Mayen svæðinu á föstu- ' Mögsterfjord, norskt varðskip, var einnig með eftirlit á svæðinu.
dag, þegar Landhelgisgæslan varþará ferð.
Landhelgisgæslan á umdeilda svæðinu við Jan Mayen:
Geysir enn að veiðum á gráa svæðinu
— skip Árna Gíslasonar í Danmörku. 12 önnur skip á gráa svæðinu
Landhelgisgæslan fór eftirlitsflug
yfir umdeilda svæðið við Jan Mayen á
föstudag. Á 30 mílna svæði vestan við
Jan Mayen, á gráa svæöinu svo-
kallaða, töldu þeir 13 skip. Þar af voru
tvö varöskip, annað danskt, hitt
norskt. Þá var þar að veiðum Geysir,
skip Ama Gíslasonar, útgeröarmanns
í Danmörku. Skipið er í eigu útgerðar-
félagsins Niels Jensen og Co, sem Ámi
er stór hluthafi í. Geysir var þar í sinni
þriöju veiöiferð á svæðið. Einnig töldu
þeir færeyska skipið Kronberg auk 11
norskra skipa.
Skipin voru á 30 mílna svæði, eins og
áður segir. Nyrsti báturinn var á 70
gráðum og 40 mínútum noröur og 11
gráöum og 42 mínútum vestur. Syðsti
báturinn var á 70 gráðum og 10
mínútum noröur og 12 gráðum og 24
mínútum vestur.
-KÞ
Geysir, skip Árna Gíslasonar, útgerðarmanns i Danmörku, varað veiðum á Færeyska skipið Kronberg.
svæðinu. Þetta erþriðja veiðiferð Geysis á svæðið. (DV-myndir Sigurjón Hannesson)
Skagff irskir bændur vilja standa við samninga en...
HESTARNIR FASTIR A
EYVINDARSTAÐAHEIÐI
Hin þekktu skagfirsku hross,
sem rekin voru á Eyvindarstaða-
heiði í trássi við bann yfirvalda fyrir
skömmu, komust ekki til byggða í
gær eins og samið hafði verið um
við landbúnaðarráðuneytið. Vegna
mikiliar úrkomu að undanfömu eru slik-
ir vatnavextir í Ströngukvisl að fáum er
fært nema fuglinum fljúgandi.
„Við sitjum um ána og meöal
okkar er mikil samstaða um aö
standa við alla gerða samninga,”
sagði Hafsteinn Lúðvíksson í Vtra-
Vallholti, einn upprekstrarbænda, í
samtali við DV þegar ljóst var aö
hrossin voru teppt á heiðinni. „Það
er að vísu brúarræfill þarna á kvísl-
inni en á hana vantar handrið og
erum við hræddir um að missa
hestana í ána ef reynt verður að
koma þeim til byggða þá leið. En við
erum í viðbragðsstöðu og förum um
leiöogfærigefst.”
Húnvetnsku hrossin á Auðkúlu-
heiði eru heldur ekki komin til
byggða en þar er ekki vatnavöxtum
um að kenna. Hvorki hefur gengið né
rekið í samningaviðræðum bænda og
sýslumanna þar í sveit en þó vonast
Jón Isberg, sýslumaður á Blönduósi,
til aö bændur fari nú að hlýða lögum
og sæki hross sín. „Það er ekki fjöldi
hrossa á heiðinni sem skiptir máli.
Hann er óverulegur. Heldur hitt aö
menn fari aö lögum,” sagði Jón Is-
berg í gær. -EIR.
landsstjóminni. Lögmaðurinn
kvaðst nýlega hafa verið á fundi með
Halldóri Asgrímssyni og hefði
Halldór heitið á Færeyinga að hætta
loðnuveiðunum þegar í stað. Hann
hefði hins vegar ekki hótað þeim einu
eða neinu.
Kvaðst lögmaðurinn vita aö
hótanir hefðu komið fram í íslensku
blöðunum um að svipta bæri Færey-
inga veiðiheimild þeirra við Island.
Engar slikar hótanir hefðu þó borist
þeim frá opinberum aðilum. Lög-
maðurinn bað um að minnt væri á að
Færeyingar hefðu alltaf sýnt Islend-
ingum mikla tillitssemi. Nefndi hann
sem dærni loðnuveiðar Færeyinga
1982, sem landsstjómin færeyska
bannaði um leið og íslenska stjómin
fór fram á það. Einnig minnti hann á
þann stuðning sem Færeyingar
hefðu sýnt Islendingum í síöasta
þorskastríði þótt útfærsla land-
helginnar í 200 mílur hefði strítt gegn
hagsmunumFæreyinga. -KÞ
'■s» % • • Svœ&xzwiimts.ijwt
Verslunin Hagkaup byrjaði i gær að
selja kartöflur sem keyptar eru
beint frá bónda i Þykkvabænum.
DV-mynd Bj Bj.
Kartöflurnar í Hagkaupi
ígær:
Seldust upp
fyrirfimm
„Við höfum ekki fengið nein við-
brögð frá landbúnaöarráðuneytinu, en
viðbrögð viðskiptavinanna hafa verið
mjög góð. Betri en viö þorðum nokkum
tímann að vona. Það er útlit fyrir að
kartöflusendingin verði uppseld fyrir
klukkan fimm,” sagði GísU Blöndal í
Hagkaupi í gær um viðbrögð við því
framtaki verslunarinnar að byrja að
kaupa kartöflur beint frá kartöflu-
bónda.
Kartöflurnar í Hagkaupi eru seldar
á 29,90 krónur en kartöflur frá græn-
metisversluninni hafa verið seldar á 36
krónur. Þá var einnig hægt að kaupa
smælki í gær í Hagkaupi á aðeins 16
krónur kílóið. APH
„Ákvörðun umað
sniðganga lög”
— segir Ingi Tryggvason
„Það hefur ekki verið fjallað um
þetta enn og því erfitt fyrir mig að
segja mikið um þetta að svo stöddu. En
eins og menn vita er ekki gert ráð fyrir
því í framleiðsluráðslögunum að sala
á kartöflum fari fram á þennan hátt og
getur því ekki verið um einhliða
ákvörðun Hagkaups í þessu máli,”
sagði Ingi Tryggvason, formaður
Framleiösluráðs og formaður Stéttar-
sambands bænda, í viðtali við DV, er
hann var spurður álits á þeirri
ákvörðun verslunarinnar Hagkaups að
kaupa kartöflur beint frá bónda.
„Ef þetta er einhliða ákvörðun
1 verslunarinnar er þetta ákvöröun um
aösniöganga lög,” sagðx Ingi.
aph