Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Qupperneq 4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984. IngibjörgÞorbergs eftir 38 ár hjá Ríkisútvarpinu: Hætti á út- varpinu og keypti sér sundbol „Eg var nú eiginlega búin aö lofa sjálfri mér að sofa fram aö há- degi en vaknaöi aö venju klukkan 7 og sá þá ekki annaö ráö en það að fara í bæinn og kaupa mér sund- bol,” sagöi Ingibjörg Þorbergs sem sl. föstudag lét af störfum sem varadagskrárstjóri Ríkisútvarps-' ins eftir aö hafa starfað viö stofnunina frá árinu 1946. Þar af í 32 ár á tónlistardeildinni. „Þó að ég eigi vafalítið eftir að sakna út-; varpsins þá líöur mér eins og frjálsum fugli. Mér finnst aö ég hafi verið búin aö vinna í 600 sumur og hætti reyndar eftir 95 ára reglunni gömlu sem kveður svo á um aö fólk megi hætta þegar samanlagöur starfs- og lífaldur nær95árum.” Það var nú eiginlega tilviljun að Ingibjörg réðst til útvarpsins á sínum tíma, hún vann í bakaríinu hjá Gísla Olafssyni á Bergstaöa- stræti þegar hún varö svo óheppin aö fá vatn á milli liöa og haltraöi því um bæinn og gat vart unnið. Af þessu frétti Jónas Þorbergsson, þá- verandi útvarpsstjóri, kom að máli viö stúlkuna og spurði hvort hún gæti ekki vélritaö. Þaö gat sú unga og fyrr en varöi voru árin á útvarp- inu oröin 38. „Nei, ég kvarta ekki yfir rás 2,” segir Ingibjörg aðspurð,” þaö er sjálfsagt aö fólk fái aö velja þaö út- varpsefni sem þaö vill hlusta á. Og ég veit fyrir víst að tilkoma stöðvarinnar hefur haft þann kost í för með sér aö minna álag er nú á starfsfólki rásar 1 sem þarf ekki aö taka á móti jafnmörgum kvörtunum vegna klassísku tón- listarinnar.” Ekki býst Ingibjörg Þorbergs viö að koma nálægt gerö útvarps- efnis á næstunni en lætur sér þess í stað nægja að horfa á útvarpið. Hún býr nefnilega í Kópavogi og út um stofugluggann sinn blasir nýja útvarpshúsið viö. -EIR. k , J 1*4 Á Þaö voru margar hendur á lofti er Ingibjörg Þorbergs kvaddi samstarfsfólk sitt á Rikisútvarpinu sl. föstudag. D V-mynd Bjarnleifur Lánið úr kjamfóðursjóði til eggjadreif ingarstöðvarinnar: Enn engin ákvöröun um kjörin á íáninu Það hefur vakiö nokkra athygli aö Framleiðsluráð ákvaö aö veita lán úr kjarnfóðursjóði til uppbyggingar eggjadreifingarmiðstöðvarinnar, sem Samband eggjaframleiöenda stendur aö. heimilaö ráöstöfun fjár til fleiri verk- efna en að framan eru talin, enda telji Framleiösluráö að þau styrki ein- stakar búgreinar, landbúnaöinn í heild eöa styrki byggð í afmörkuðum lands- hluta. „Þaö er sem sagt ekki búiö aö ganga frá lánasamningi, þaö verður fljótlega ráöist í það. Enn hefur ekki verið ákveöið hver lánstími og önnur lána- kjör verða,” sagði Gunnar Guöbjarts- son. Eyþór Elíasson, framkvæmdastjóri eggjadreifingarstöðvarinnar, sagði í viðtali við DV aö væntanlega yrði gengiö frá þessu láni á næstunni og gerði hann ráö fyrir því að þaö yrði á venjulegum kjörum. APH Fram aö þessu hefur einungis veriö endurgreitt úr sjóönum í formi styrkja til margs konar framkvæmda. Spurningin er því hvort þessi lán- veiting sé í samræmi viö lög og reglur sjóösins. Hvort leyfilegt sé að veita lán úr kjarnfóðursjóði og ef svo er á hvaöa kjörum. Gunnar Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráös, sagöi aö ekki væri búið að ganga frá því á hvaða kjörum þetta lán yrði. Hann sagöi að heimild væri fyrir því að veita lán úr kjarnfóðursjóði og væri stuöst viö málsgrein úr 12. grein reglu- gerðar nr. 465/1983 þar sem er fjallað um kjarnfóöursjóð. Þar stendur: Landbúnaöarráöherra getur þó Tvöfalt sölukerfi óhagstætt bændum Framkvæmdastjóri eggjadreifingar- stöðvarinnar íKópavogi: Fyrir nokkru tók eggja- dreifingarstöð til starfa í Kópavogi. Það er Samband eggjaframleiðenda sem rekur þessa stöö. Eyþór Elíasson, framkvæmda- stjóri stöðvarinnar, sagöi aö fram- leiðslan færi vaxandi dag frá degi. Sama væri einnig að segja um þá sem skiluðu inn í stöðina. Stefnt væri að því að pakka í stööinni 1000 tonnum á ári. Eyþór var spurður aö því hvort félagsmenn heföu heimild til þess að selja egg beint, þ.e. án þess aö þau færu fyrst gegnum stöðina og sendu. bara hluta af eggjum sínum í stöðina. Hann sagði að félagsmönnum væri í raun heimilt að gera hvað sem væri. En reyndin yrði sú að þaö yrði ekki hagstætt fyrir eggjabændur að vera með tvöfalt sölukerfi á eggjunum. Þegar dreifingarkerfið hjá stöðinni yrði komið í gagnið kæmi best út fyrir bændur að senda egg sín í stöðina til flokkunar. APH í dag mælir Pagfari______________í dag mæiir Pagfari í dag mælir Pagfari Þjóðin á að éta þrætueplin Eftir að huudahald hætti að vera heitasta deilumál Islendinga hafa kartöfiur reynst drýgsta þrætueplið. Kartöflur heita jarðepli á íslensku og kannske að menn hafi ruglast á eplum. Allavega er það í fyrsta skipti í mannkynssögunni sem jarðepli breytast í þrætuepli og um þau bitist án þess að bitið sé í þau. Styrjaldir hafa margar verið háðar um dagana og til þess liggja margar ástæður. Menn hafa deilt um yfirráð landssvæða, barist af þjóð- ernisstolti eða einfaldlega háð sitt strið af frelsis- og hugsjónaástæðum. íslendingum finnst lítið til slíkra styrjalda koma. Þeir rífast ekki út af heimsvaldastefnum, manndrápum eða frelsisbaráttu. Þeir eru friðar- sinnar og stofna samtök út um borg og bi til varnar friðnum. Friðarhreyfingin er öflug í landi, sem er á móti kjarnorkuvopnum, vígbúnaði og mannskæðum styrjöld- um. Á íslandi er ekki herskylda og landsmenn hafa óbeit á hernaði, vegna þess að friður er þeim ofar öllu. En þegar kemur að kartöflum gegnir öðru máli. Þá er rifist. Þá er barist. Okkur líkar illa þegar svinafóður er flutt til landsins og selt sem kart- öflur til manneldis. Það finnst ráða- mönnum i landbúnaöarmafíunni ekki. Okkur líkar illa að íá ekki að flytja inn kartöflur frá lægstbjóð- anda þegar kartöfluskortur er i landinu. Það finnst Iandbúnaðar- mafiunni ekki. Bændur vilja selja kartöflur sínar beint til verslana án milligöngu framleiðsluráðsins. Það finnst landbúnaðarmaf íunni ekki. Út af þessu verður mikill hvellur og sér ekki fyrir endann á því enn. Þess vegna vígbúast menn af kappi i þessu kartöflustríði og láta ófriðlega. Einhvern veginn virðist land- búnaðarmafían, sem samanstendur af Framleiðsluráði landbúnaðar- félagsins, Stéttarsambandi bænda, Samtökum kartöflubænda, Búnaðar- félagi tslands og Framsóknar- flokknum standa í þeirri trú, að kart- öflur komi neytendum ekki við. Kart- öflur eru mál bænda og kerfisins og það er afskiptasemi af neytendum að hafa skoðun á því máli. Neytendur eiga að éta það sem úti frýs og að þeim er rétt og engar refjar. Kart- öflur á aö framleiða og flytja inn án tillits til þess hvort neytendum líki það betur eða verr. Gallinn er hins vegar sá að kart- öflur seljast ekki nema þær séu étnar. Sú staðreynd kemur sér illa fyrir framleiðendur og landbúnaðar- mafíuna sem er þeirrar skoðunar að neytendur séu til óþurftar. Lamba- kjöt skal framleitt hvort sem það er etið eða ekki og hefur svo verið um langan tíma. Það sama á að gilda um kart- öflurnar að mati landbúnaðar- mafíunnar. Kartöflur eiga lika að seljast á því verði sem framleiöendur ákveða. Og þær má ekki selja nema Fram- leiðsluráð landbúnaðarins geti lagt á þær milliliðakostnað áður en þær fara í búðirnar. Af þessum sökum stappar land- ráðum næst þegar einstakir bændur taka upp á því að bjóða kartöflur sínar beint í verslanir. Þeir eru svikarar við þá Iandbúnaðarstefnu sem er neytendum óviðkomandi. Sömuleiðis eru þær verslanir, með Hagkaup í broddi fylkingar, sem vilja selja neytendum kartöflurnar á hagstæðasta verðl til óþurftar fyrir landbúnaðinn. Þær svíkja málstaö- inn sem er í þvi fólginn að fram- leiðslan byggist á afkomu framleið- enda en ekki hagsmuna neytcnda. Af þessum sökum eru íslendingar komnir í heilagt kartöflustríð. Það er ekki á hverjum degi sem heil þjóð tekur styrjöld sina svo alvarlega að hún étur þrætueplin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.