Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Blaðsíða 7
DV. ÞRIÐJUDAGUR21. ÁGUST1984. 7 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Réttarhöld hafín út af dagbókum Sprengjutilræði við gyðingabanka Sprengja sprakk fyrir utan banka í ’arís í gær. Mesta mildi var að enginn leiddist alvarlega, að sögn lögreglu. lankinn er í eigu gyðinga og er nálægt Iperutorginu í miðri París. Skemmdir rðu á bankanum og bíl sem stóö fyrir itan. Enginn hefur lýst sig ábyrgan. Lög- reglan leitar nú að hópi sem kallar sig M5 í Suðaustur-Frakklandi. Sá hópur hefur viðurkennt að hafa staðið fyrir tveimur sprengjutilræðum, í Annecy og Lyon. 1 júlí lýsti hópurinn Action Directe á sig ábyrgð vegna f jölmargra sprengju- tilræða gegn gyðingum i París. Indland: Rama Rao á fund forseta í dag I Andhra Pradesh fylki í Indlandi hafa 22 manns farist og 50 særst í átökunum sem fylgt hafa brottrekstri aðalráðherra fylkisins, N.T. Rama Rao. Rama Rao er i Nýju Delhi og hyggst hitta að máli forseta landsins ásamt um 160 þingmönnum frá Andhra Pradesh til að sýna forsetanum fram á að hann njóti stuðnings meirihluta þingsins. Á þinginu sitja 195 menn. Rao átti aö hitta forsetann, Zail Singh, í gær en lestinni sem flutti þing- mennina til Nýju Delhi seinkaði svo fresta varð fundinum. Stuðningsmenn Rama Rao segja að forsætisráðherra Indlands, Indira Gandhi, hafi skipað að lestinni yrði seinkað. Þegar flugvél Rama Rao seinkaði í gær vegna sprengjuógnunar réðst æstur múgur stuðningsmanna hans á flugstöðina í Nýju Delhi, grýttu hana og stökktu starfsfólki á flótta. Einnig hafa lestarvagnar verið brenndir und- anfama daga í Andhra Pradesh. Allir helstu stjórnarandstöðuflokk- amir á Indlandi styðja kröfu Rama Rao um að fylkisstjóri Andhra Pradesh, Ram Lal, verði rekinn. Fylkisstjórinn er útnefndur af Ind- landsforseta sem aftur er háöur for- sætisráðherra landsins. Adolfs Hitlers Gert Heidemann, einn aðalfréttamaður „Stera”, heldur sýnishoraum af dagbók Hitlers á lofti fyrir ljósmyndara þegar tímaritið státaði af stóra „skúbbinu” sínu. ar „Stem” um vítavert kæruleysi fyrir að hafa látiö undir höfuð leggjast að láta sérfræðingana ganga úr skugga um áreiöanleika dagbókanna. Málið vakti á sínum tíma mikiö hneyksli og varð til þess að ritstjóra- skipti urðu hjá ,,Stern”. Einn af virtari sagnfræöingum Breta, Hugh Trevor- Roper, hlaut nokkra skömm af málinu því að í byrjun lýsti hann sig sannfærö- an um að dagbækurnar væru ófalsaö- ar. <--------------m. Heidemann þóttist rekja dagbækurnar til þorps eins í A-Þýskalandi þar sem þær áttu að hafa fundist í braki flugvéi- ar er brotlenti þar í stríðslok. Hér er hann við leiði eins af áhöfn flugvélar- innar. Vestur-þýski blaðamaðurinn og fé- lagi hans, fomgripasalinn, sem komu heiminum til þess að standa á öndinni út af fölsuðum dagbókum Hitlers, koma fyrir rétt í dag ákærðir fyrir að hafa falsað dagbækurnar til að svíkja útfé. Gerd Heidemann, 51 árs fyrrum blaöamaöur hjá tímaritinu „Stem”, og Konrad Kujau (45 ára) hafa sætt langri rannsókn síðan upp komst að dagbækurnar væru falsaðar. — Kujau hefur þegar játað aö hafa falsað bækurnar. Dómsniðurstööu er þó varla að vænta fyrr en eftir marga mánuöi. Það vakti heimsathygli þegar tíma- ritiö „Stem” gerði kunnugt, í apríl 1983, að Heidemann hefði grafið upp 60 dagbækur, skrifaöar eigin hendi af Adolf Hitler. — Greiddi timaritið nær 9,5 milljónir króna fyrir dagbækumar. Ef þær hefðu reynst ófalsaðar hefðu þær leitt til þess að sagnfræðingar hefðu umskrifað þann kafla mann- kynssögunnar sem fjallar um Hitler og síðari heimsstyrjöldina. Timaritinu hefur ekki tekist að endurheimta nema um 6 milljónir króna síðan upp komst, loks þegar blaöiö leyfði sérfræðingum að rann- saka dagbækumar, að þær voru falsað- ar. Meðal annars áttu dagbækurnar að upplýsa að Hitler hefði af ráðnum hug leyft breska hemum aö sleppa frá Dunkirk og að hann hefði hvatt Rudolf Hess til að fljúga til Englands i við- leitni til að ná friðarsamningum 1941. Heidemann þrætir fyrir að hafa haft nokkurn fjárhagslegan ávinning af dagbókunum. Lögfræðingur hans sak- Athugið! Aðeins fáir dagar eftir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.