Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Hákarlavakt
til lítils
Hann vakir ekki yfir miklu, hákarlinn sá arna.
Til að hindra þjófnað var peningaskápurinn
frœgi úr skipinu Andrea Doria látinn í hákarla-
laug og þar var hann í 3 ár. Þegar skápurinn
var svo opnaður á dögunum voru í honum nokk-
ur peningabúnt en engar þœr gersemar sem von-
ast hafði verið eftir.
Lögreglan í Manila
í viðbragðsstöðu
Lögregla og her í Manila á Filipps-
eyjum eru í viðbragðsstöðu í dag
vegna fyrirhugaðra mótmæla stuðn-
ingsmanna Benigno Aquino sem var
myrtur þennan dag fyrir ári.
Búist er við að ailt að ein milljón
manna taki þátt i mótmælagöngu í
höfuðborginni. Þar má sjá gula fána
stjórnarandstöðunnar hangandi niður
úr gluggum, á bílum og strætisvögn-
um. I nótt sprakk heimagerð sprengja
nálægt flugvellinum í Manila, en eng-
inn meiddist. Um tvö þúsund vopnaðir
hermenn og lögreglumenn standa
öryggisvörö í kringum forsetahöllina.
Tvífætl-
ingurinn
gelti að
bflnum
I Napier á Nýja-Sjálandi sagði
dómarinn við Lawrence Raymond
Tonkin að ekki veitti af aö hafa
hann í bandi þegar hann fengi sér
neðan í því. — Það er nefnilega þá
sem Tonkin geltir að bílum og eltir
þá.
Tonkin hefur verið dreginn fyrir
rétt kærður fyrir að trufla umferð-
ina og valda hættu með gjammi
sinu. Sagöi hann dómaranum aö
slíkt henti aðeins þegar hann væri
aö drekka áfengi.
Dómarinn lét duga að sekta hann
um 5000 krónur og leggja til að
vinir Tonkins hefðu hann í bandi
þegar hann heföi áfengi um hönd.
Spotta frammistöðu
Mondales varaforseta
Á flokksþingi repúbUkana gerði hver
ræðumaðurinn eftir annan í gær gys
að WalterMondale og rifjaði upp vara-
forsetatíð hans og þau mál er helst
höf ðu þótt Carter-stjóminni til hneisu.
Jeanne Kirkpatrick, sem er sendi-
herra Reaganstjórnarinnar hjá Sam-
einuöu þjóöunum (þótt hún hafi verið
demókrati alla sína ævi), gerði mikiö
gys aö utanríkisstefnu demókrata.
„Það minnir helst á strútinn sem
stingur hausnum ofan í sandinn,”
sagði hún og bætti þvi við að álit
Bandaríkjanna út á við hefði ekki enn
beðiö þess bætur hvaða hnekki það
hlaut í stjómartíð Carters forseta og
Mondale varaforseta.
Repúblikanar vöruðust aö gera sér
mikinn mat úr f jármálum varaforseta-
Mondale er óspart hafður að spotti á
flokksþingi repúblikana sem vUja
nánast telja hann fyrirfram sigrað-
efnis Mondales, Geraldine Ferraro.
Ferraro og eiginmaöur hennar tregð-
uðust í fyrstu við áskorunum um að tí-
(unda einkafjármál sin og drógu
það fram á síðustu stund. Kom enda í
ljós aö þau skulduðu 1 1/2 milljón
króna í skatta sem þau flýttu sér að
greiðaupp.
Þegar fréttamenn leituðu umsagnar
frammámanna á flokksþingi repúblik-
ana um skattaskuldina létu þeir i ljós
samúðmeðFerraro sem sérfræðingar
Mondales hefðu ekki búið nógu vel und-
ir kosningaslaginn tilþessaðhúnlenti
ekki milli tanna fólks út af svona at-
riöum.
Skoðanakannanir gefa til kynna að
Reagan forseti njóti til muna meira
fylgis meðal kjósenda en Mondale.
Jeanne Kirkpatrick, sendiherra hjá
Sameinuðu þjóðunum, segir að
Bandaríkin hafi ekki enn rétt við af
álitshnekkinum vegna utanríkis-
stefnu Carterstjórnarinnar.
Uppblásinn hvalur úr plasti er vinsælt leikfang þeirra sem mótmæla vilja hvalveiðum og hér sést einn slikur
á einum ársfundi Alþjóða hvalveiðiráðsins í London.
Manndrápsveður
Fellibylurinn Hollí varð að minnsta Stormur gerði einnig íbúum Hong
kosti níu manns aö bana í Suður-Kóreu Kong lífið leitt um sama leyti. En 60
í dag. Allt að fimm metra hóar öldur mílum áður en hann skall á borgina
skullu á eyjunni Cheju. Þar fórust tvö sljákkaði mjög í honum svo að lítið
böm þegar á nokkur flæddi yfir bakka varð um skemmdir og ekkert er vitað .
sína. Sex fiskimanna er saknað út af ummannskaöaíHongKong.
Kóreuströnd.
Mótmæla enn
hvalveiðinni
Grænfriðungar tóku sig til og veittu
farþegaskipinu Norway heiðursfylgd
upp ána Elbu og inn í höfnina í
Hamborg og var það þó ekki beinlínis í
heiðurs skyni gert. Drógu Græn-
friðungar með sér heljarmikinn
uppblásinn plasthval.
Hvalavinirnir i samtökum Græn-
friðunga eru enn iðnir við kolann og
um þrjátíu þeirra vildu með þessari
sýningu mótmæla hvalveiðum Norð-
manna sem annarra því að þeir halda
því fram að hvalastofnunum sé hætt
við útrýmingu.
Talsmaður hópsins sagði að norska
skipið hefði verið sérstaklega valið
vegna þess að Noregur er eitt þriggja
ríkja sem neita að samþykkja ályktun
Alþjóða hvalveiðiráðsins frá 1982 um
að stöðva veiðar á hvölum í lok þessa
árs. Þeir segjast þó vongóðir um að
Norðmenn sjái aö sér því að nokkur
vakning hafi verið í Noregi í sumar.
Þetta siöasta gæti verið fullmikil
bjartsýni Grænfriðunga því að Norð-
mönnum er ekki hlýtt til þeirra eða
málstaðar þeirra eftir að Græn-
friðungar hófu áróðurs- og kúgunar-
herferð gegn norskum sjávarafurðum
á Bandaríkjamarkaði fyrir rúmu ári.