Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 14
14
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST1984.
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Eurythmics ein á báti
Hljómsveitin The Eurythmics hefur átt miklu fylgi að fagna
og munu víst flestir kannast við lögin Sweet dreams are
made ofthis og Here comes the rain again, sem er orðið
sígilt sumarlag hér á íslandi. Þau Annie Lennox og Dave
Stewart, sem skipa Eurythmics, hafa náð heimsfrœgð án þess
að hafa nokkurn umboðsmann og segja þau það helstu
ástœðuna fyrir því að þau hafi hagnast svo mikið á tónlist
sinni. ,, Umboðsmennirnir hirða alla peningana og meðan
hljómsveitirnar standa uppi slyppar og snauðar skreppa
umbarnir í sex vikna frí til Suður-Ameríku, ” segir Lennox.
,, Við semjum og spilum þegar okkur sýnist og þess vegna
getum við lagt meiri alúð við tónlist okkar. Við höfum ekki
áhuga á því að gera hlutina nema þeir séu þess virði. ”
Fjölskylda og vinir bandarísku stórstjörnunnar Micha-
els Jackson hafa miklar áhyggjur af heilsufari piltsins.
Hann hefur yfirleitt ekki áhuga á mat, borðar bara
grœnmeti og fastar alltaf ásunnudögum, með þeim
afleiðingum að hann vegur nú minna en hann gerði
þegar hann var fimmtán ára. Nú mun Michael Jackson
vera um 25 ára gamall svo þetta þykir alvörumál.
Hann dansar klukkustundum saman fyrir framan
spegilinn heima hjá sér og sýpur af og til á vatnsglasi
þegar þorsti sœkir að. Hann drekkur aldrei áfengi og
borðar bara hnetur, grœnmeti og ávexti. Honum finnst
nefnilega alltof vœnt um dýr til þess að borða þau.
H,n s^staBða
sön9kona
An"ieLennox
Terry
Hjónabandið í rúst
Hún er bergnumin af Boy George, söngvara
hljómsveitarinnar Culture Club, þeim sem
klæðir sig eins og stelpa, greiðir sér eins og
stelpa og málar sig eins og stelpa. Sú
bergnumda, Terry Bodek, ræður ekki við
þetta. Hún klæðir sig og málar nákvæmlega
eins og Boy George, fylgir honum hvert sem
hann fer, safnar öllum smáhlutum sem minna
hana á Boy George og skreytir heimili sitt með
þeim. Hún vonast til að giftast Boy George og
nú er hún farin aö skemmta sem Boy George á
næturklúbbum í Bretlandi. Nei, hún ræður
ekki við þetta. — Það eru ekki allir jafnhrifnir
af þessu framferði Terry. Eiginmaður hennar
hefur t.d. farið stórlega hjá sér vegna þessa og
vill nú fá skilnað. „Hann sagði að sér fyndist
hann vera eins og giftur Boy George,” sagði
Terry, dösuð yfir þessum viðbrögðum eigin-
mannsins. ,,En ég get ekki gefið Boy George
frá mér. Mig langar til þess að giftast honum
og ef hann lítur við mér mun ég aldrei koma
honum í sömu aöstööu og manninum mínum
núverandi.”
vegna
Boy
George
Hin 23 ára gamla Terry Bodek áður en hún gekk Boy
George á hönd.