Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Side 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984.
5
Vönimarkaðurinn vill kaupa kartöflur
beintfrábændum:
„Ekkert við-
unandisvar
hefur borist”
„Við sóttum um leyfi til aö kaupa
kartöflur beint frá bændum snemma í
vor. Ekkert viöunandi svar hefur bor-
ist frá landbúnaðarráðuneytinu og ég
skil ekki hvers vegna þessir aðilar
þurfa alla tíð að vera aö tefja fyrir
nauðsynjamálum,” sagði Stefán Frið-
finnsson, framkvæmdastjóri í Vöru-
markaðinum, er hann var spuröur
hvort þeir ætluðu að f ara að dæmi Hag-
kaups og kaupa kartöflur beint frá
bændum.
Stefán sagði að Vörumarkaðurínn
hefði sent bréf til landbúnaðarráðu-
neytisins þar sem farið var fram á
leyfi til að kaupa kartöflur beint frá
bændum. Þetta bréf var sent ráðuneyt-
inu 29. maí í vor. Svar barst svo fyrir
viku og var það þá frá Framleiðslu-
ráði. I því bréfi var því haldiö fram að
fyrirtækið væri að sækja um heildsölu-
leyfi og spurt nánar um það hvernig
dreif ingu kartaflnanna yrði háttað.
Síðan var skrifað bréf um hæl þar
sem skýrt var frá því að ekki væri ver-
ið aö sækja um heildsöluleyfi heldur
einungis leyfi til að kaupa kartöflur af
bændum beint. Stefán sagði að svo
virtist sem verið væri að draga málið á
langinn og ef svo héldi áfram væri ekki
að vita hvort þeir tækju upp á því sama
og Hagkaup. „Við höfum aðila sem
vilja selja okkur kartöflur, en fram að
þessu höfum við viljað hafa leyfi fyrir
því að kaupa kartöflurnar,” sagði
Stefán.
Hann sagði aö kerfið væri nú ekki
með öllu slæmt því nú gæfist þeim kost-
ur á að kaupa kartöflur í lausri vigt frá
grænmetisversluninni. Þessar kartöfl-
ur eru seldar úr versluninni á 31 krónu
kílóið. APH
Iðnþróunarfélag Suðurnesja:
HYGGST AÐSTODA
UPPFINNINGAMENN
Suðumesjamenn ætla ekki að láta ís-
lenska uppfinningamenn hrökklast til
útlanda með hugmyndir sínar.
„Við ætlum að reyna að koma á fót
félagi uppfinningamanna,” sagöi Jón
Unndórsson, framkvæmdastjóri Iðn-
þróunarfélags Suöurnesja.
Suðurnesjamenn hyggjast reyna að
hafa mann á launum sem tæki á móti
uppfinningamönnum og aöstoðaöi þá,
til dæmis með því að athuga hvort hug-
myndir þeirra væru einkaleyfishæfar.
„Þetta er mjög brýnt. Erlendir
kaupsýslumenn eru alltaf að koma til
landsins aö leita að uppfinningum.
Þannig hverfa hugmyndir af landinu,”
sagðiJón.
Meö því aö hlúa aö uppfinninga-
mönnum vonast Suðumesjamenn til að
hugmyndir þeirra nýtist til atvinnu-
uppbyggingar á svæðinu.
-KMU.
Árleg samkoma Búnaðarsambands Strandamanna:
Harma hversu marg
ir bændur lesa DV
Búnaðarsamband Strandamanna
hélt sína árlegu samkomu í fyrsta
skipti í samkomuhúsinu í Arneshreppi
18. ágúst sl. Margt var til skemmtunar
og allt heimatilbúið sem fólk emjaði af
hlátri af. Já, mikið er nú fyrir það gef-
andi þegar ólærðir skemmtikraftar,
með meðfædda skemmithæfileika,
skemmta fólki svona vel. Jónas R.
Jónsson, Melum í Hrútafirði, setti
samkomuna og bauð Gunnari
Sæmundssyni í Hrútatungu að flytja
aðalræðuna. Kom Gunnar víða' við og
deildi hart á Jónas Kristjánsson, rit-
■ ...... i....... ' i 1 "
JónOdduroglón
Bjami í Hollandi
Frá Kristjáni Bemburg — fréttamanni
DViBelgíu:
Islenska kvikmyndin Jón Oddur og
Jón Bjami var sýnd í hollenska sjón-
varpinu sl. föstudagskvöld kl. 19.15,
eða á einum besta sjónvarpstimanum.
Hollenskur texti var með myndinni og
fékk hún mjög góða dóma í blöðum í
Hollandi.
stjóra DV, fyrir hvað hann væri mikill
áhrifamaður á Islandi með sínum ljótu
skrifum um íslenska bændur. Aður-
nefndur ræðumaður harmaöi það mjög
hversu margir íslenskir bændur
keyptu DV.
Samkoman fór vel fram, hófst klukk-
an 21 og lauk klukkan að ganga 4 um
nóttina. Enda stóðu skemmtiatriðin
ein, yfir í u.þ.b. 3 tíma. Kynnir var
Gunnar Finnsson skólastjóri og flugu
brandarar frá honum á milli skemmti-
atriða. Mæðginin Agústa Sveinbjöms-
dóttir og Þórólfur Guðfinnsson sungu
og léku við góðar undirtektir og voru
klöppuö upp. Þá var leikþáttur. Ungi
læknirinn, eftir SignýjuSigmundsdótt-
ur og kom sá þáttur áhorf endum í opna
skjöldu og grétu margir af hlátri.
Pálmi Sigurðsson Klúku lasuppsögu.
A milli atriða las Gunnar Finnsson upp
skopsögur af bændum og prestum.
Fólkið emjaði af hiátri, ungir krakkar
jafnt sem fólk á tíræðisaldri og sást
ekki vín á manni. Að lokum sýndi
Pálmi Guömundsson myndir frá Horn-
bjargi og víðar. Svo var dansað fram
eftir nóttu. Regína/-EHt.
BLÓMKÁLSÚTSALA
Sölufélag garðyrkjubænda hefur
ákveðiö að lækka verð á blómkáli niður
í 30 krónur í heildsölu. Miklar birgöir
eru nú til af blómkáli og reyndar fyrir-
sjáanlegt mikið framboð á grænmeti.
Þetta er því eins konar útsala á blóm-
káli og er gert ráð fyrir að hún standi
yfir í nokkra daga en útsalan byrjar í
dag.
Vert er að minna á aö möguleikar
eru á að sjóða niður og frysta blómká.l.
Nú ætti því að vera rétti tíminn til að
birgja sig upp fyrir veturinn.
Útimarkaður Kvenf élags Húsavíkur:
LÍF OG FJÖR
Frá Ingibjörgu Magnúsdóttur,
fréttaritara DV á Húsavík:
Seinni hluta miövikudags var eins
og Húsavík hefði skyndilega hoppað
um nokkrar breiddargráður suður á
bóginn, það var útimarkaöur, líf og
fjör, leikið á harmóníkur og orgel,
setið að snæðingi á planinu viö
barnaskólann.
Hún Kæja lék á als oddi og var aö
stjórna svolítið. Karítas Hermanns-
dóttir heitir fyrsta kona fjáröflunar-
nefndar Kvenfélags Húsavíkur.
Þær kvenfélagskonur vilja ekki
hafa neitt sem heitir formenn í sínu
félagi, en það er fyrsta kona í hverri
nefnd.
„Markaðurinn gekk alveg ljóm-
andi vel,” sagði Kæja. Þetta var til-
raun, en fólk fjölmennti og tók þessu
vel, og svo var veðrið alveg dásam-
legt, gat ekki betra veriö, enda var
ég búin að panta það og átti það
inni.”
Kvenfélagskonur mættu til af-
greiðslu í hinum fjölbreyttustu bún-
ingum og seldu afurðir úr görðum
sínum, gróðurhúsum og eldhúsum.
Voru á boðstólum hinir margvís-
legustu réttir, bæði til aö borða á
staönum eöa taka með sér heim.
Karítas Hermannsdóttir, fyrsta
kona fjáröfíunarnefndar, og Har-
aldur Björnsson harmóníkuleik-
ari.
Myndir Ingibjörg Magnúsdóttir,
Húsavík.
Síðumúla 32, sími 68 65-44.
Getum nú boðið stálhurðir,
einangraðar með Polyurethane,
| á stórlækkuðu verði.
Dœmi um verð: Hurö,
3 x 3 m, með öllum járnum.
frákr. 28.694,-
Mótordrif
frá kr. 14.700,-
Afgreiðslufrestur
6—8 vikur
ASTRA
APH