Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Blaðsíða 12
12
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST1984.
Spurningin
Hvernig gengur þór aö
vakna á morgnana?
Gunnar Konráðsson, starfsmaður
Eimskips:
Mér gengur ágætlega að vakna á
morgnana. Eg vakna yfirleitt um 5 og
er síðan að lesa þangað tii ég fer í
vinnukl. 8.
Finney Finnbogadóttir búsmóðir:
Ég fer oftast snemma að sofa og geng-
ur því vel að vakna. Eg þarf að meðal-
tali 8 tíma svefn.
Gisll Kristjánsson framkvæmdastjóri:
Mér gengur vel að vakna. Fer þó yfir-
leitt seint í háttinn en þarf ekki meira
en 5-6 tíma svefn til að vera úthvíldur.
Dorothea Magnúsdóttir bárgreiðslu-
dama:
Eg þarf svona 8 tíma svefn, lágmark.
Mér gengur yfirleitt vel að vakna
nema þegar veðrið er slæmt.
Benedikt Ólafsson starfsmaður:
Mér gengur ágætlega að vakna. Er
kominn á fætur um kl. 6 á hverjum
morgni.
Gunnar Gylfason nemi:
Mér gengur oftast ágætlega að vakna
nema þegar skólinn er.
Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
Olympíuleikar:
HVERSEIGA
FATLABIR AÐ GJALDA?
Kona skrifar:
Áriö 1984 er ólympíuár og það í
tvennum skilningi, þ.e.a.s. ólympíu-
leikar fóru fram í Los Angeles fyrir
þá sem ganga líkamlega heilir til
skógar og ólympiuleikar fóru fram i
New York og Stoke Mandewille í
Englandi fyrir þá sem eiga viö ein-
hverja líkamlega fötlun að stríða.
Islendingar áttu þátttakendur í öll-
um þessum leikum og allir eiga
leikarnir þaö sameiginlegt að þar
mætir „æskufólk heimsins” til að
etja kappi hvert við annað.
Alls fóru 35 þátttakendur á leikana
í Los Angeles og heildarkostnaður
við förina var um 10 milljónir. 18
þátttakendur fóru á leika fatlaðra og
heildarkostnaður viö þá ferð var ca 1
til 1,5 milljónir.
Nú vann einn Islendingur þann frá-
bæra árangur á leikunum í L.A. að
vinna til bronsverðlauna og íslenska
liðið í handbolta hafnaði i 6. sæti og
einnig náði annar íslenskur keppandi
6. sæti. Þetta er allur árangurinn
fyrir litlar 10 milljónir þrátt fyrir að
margar sterkustu íþróttaþjóðir
heims hafi ekki mætt á leikana. Auk
þess var árangur nær alira íslensku
þátttakendanna langt frá þeim von-
um og þeim yfirlýsingum sem fjöl-
miðiar og fleiri höföu uppi, bæði fyrir
öllum f jölmiðlunum, efnt var til sér-
staks umræöuþáttar í sjónvarpi og
f orsetinn bauð til samsætis.
Á ólympíuleikum fatlaöra í New
York unnu íslenskir þátttakendur til
tvennra silfurverðlauna og annar
silfurverðlaunahafinn átti um tíma
bæði ólympíumet og heimsmet. Auk
þess unnu fatlaðir tU hvorki meira né
minna en 9 bronsverðlauna á sínum
leikum. Vissulega gerðu fjölmiðlar
því nokkur skil en ekkert í líkingu við
það sem gerðist í L.Á. og ekki nema
einn f jölmiðill sá ástæðu til aö mæta
á Keflavíkurflugvelli við heimkomu
þeirra. Ekki var efnt til sjónvarps-
umræðna né forsetaboðs.
Þó er það skoðun þess sem þetta
ritar að þetta fatlaða fólk hafi unniö
miklu meira afrek en þeir ófötluöu.
Þeir voru að gera sama hlutinn,
þ.e.a.s. etja kappi við bestu íþrótta-
menn í heiminum í dag, og náðu þar
stórkostlegum árangri meö litlum
kostnaði.
Hér hafa fjölmiðlar og ráðamenn
brugðist illa en enn má bæta úr því
og vonandi muna íþróttafréttaritar-
ar eftir árangri fatlaðra á ólympíu-
leikunum þegar íþróttamaður ársins
verður kjörinn.
leikana og meðan á þeim stóð. Samt Menntamálaráðherrrann reif sig
gátu fjölmiðlar og ráðamenn varla upp fyrir allar aldir til að storma
haldið vatni yfir árangrinum. suður á Keflavíkurflugvöll ásamt
Lið íslands á ólympíuleikum fatlaðra.
íslandsmeistarinn i break-dansi,
Stefán Baxter, en Hulda kýs að orðið
brokk sé notað yfir dansinn.
Notum
orðið
BROKK-
DANS
Hulda Bjarnadóttir hringdi:
Mikið er ég óánægð með oröiö
skrykk-dans sem íslenska þýðingu á
útlenda orðinu break-dans.
Mér finnst hið gamla íslenska orð
brokk mun betra, að talaö yrði um
brokk-dans og sá sem legði stund á
dansinn yrði kallaður brokkari. Eg
held að þaö finnist ekki betra orð I mál-
inu yfir dans þennan. Auk þess er orðið
algengt í málinu (notað í hesta-
mennsku) og á miklu meiri möguleika
á aö festa sig í sess en önnur orð sem
fundin hafa veriö um dansinn. Þetta er
líka orð sem unglingamir þekkja og
eiga þess vegna að geta fellt sig við og
notað það um þessa skemmtun sína.
Ólympíuleikarnir í Los Angeles:
„ÞAÐ ÁTTIAÐEINS AÐ
SENDA ÞRJÁ KEPPENDUR”
Guðmundur Jónsson skrifar:
A þessu fræga ári 1984 kom fram í út-
varpi einn af forsvarsmönnum í svo-
kallaðri ólympíunefnd og kvað það ætl-
un og markmið að okkar menn yrðu
„um miðju” í Los Angeles. Ekki var nú
markið sett hátt, enda kannski ekki
von eftir allar hrakfarir Islendinga þar
um áratuga skeið. Því var á sínum
tima full ástæða til þess að Jón
prófessor Helgason skyldi setja saman
alkunnan kviðling þar að lútandi, en
hann er á þessa leiö:
Undir blaktandi fánum og
herlúðrum hvellum og gjöllum
sig hópaði þjóðanna safn.
Þangaö fór og af Islandi flokkur af
keppendum snjöllum
og fékk á sig töluvert nafn:
í þeirri íþrótt að komast
aftur úr öllum
var enginn í heimi þeim jafn.
Telja má víst að ýmsir álíti óviðeig-
andi að rifja upp þennan kveðskap nú
um þessar mundir, þegar Islendingar
eru rétt nýbúnir aö fá brons i Los
Angeles (eða var það kannski hálft
brons sem þeir hlutu þar af því aö tveir
deildu verðlaununum?) — og eru nú aö
rifna af monti yfir afrekinu? Ja, hvað
skyldi gerast ef einhver Islendingur
einhvem tímann hlyti gullverðlaun?
Hvað sem hver segir ætla ég hiklaust
að láta i ljós þá skoöun mína aö enn
sem fyrr sé árangur okkar manna
næsta rýr í roöinu. Ekkert skorti þó á
fjölda fararstjóra, liðsstjóra, þjálfara,
aðstoöarmanna og jafnvel blaðafull-
trúar og læknar voru með í förinni.
Sagt er að sumir í hópnum hafi einnig
haft konur sínar með í för. Svo mikið er
víst að þær sáust innan um hópinn við
ýmis tækifæri. Þá voru og í fararstjórn
menn sem lítið hafa á sig lagt árum
saman fyrir íþróttirnar annaö en aö
fara hverja förina á fætur annarri á
ólympíuleika út um allan heim (ef
þessu verður mótmælt mun ég nefna
nöfn í næsta pistli mínum um þessi
efni).
Nei, það ætti aö taka upp sama hátt-
inn og 1956. Eins og kunnugt er voru þá
sendir héðan þrír menn, tveir keppend-
ur og einn fararstjóri, og árangurinn
var sá besti sem náðst hefur, þ.e.
silfurverðlaun Vilhjálms Einarssonar.
Hörmulegt ástand vega í
Vestur-Barðastrandarsýslu
2328-1538 hringdi:
Eg var að koma að vestan á dögun-
um og hef ekki góða sögu að segja frá
því. Vegirnir voru mjög slæmir og
eyðilagði ég m.a. pústkerfið í bílnum
mínum á leiðinni. Segja má einnig að
vegurinn um Vatnsfjörð sé ófær fólks-
bílum. Ég hef verið búsettur fyrir vest-
an í tvö ár og hef aldrei á þeim tíma séð
veghefil fara þama um. Þess vegna
spyr ég: Hvað hefur verið heflaö oft í
sumar?
DV hafði samband við Birgi Pétursson
bjá vegagerðinni á Patreksfirði:
Hann sagði að hið slæma veður, sem
veriö heföi að undanförnu, ætti alla sök
á því hvemig vegirnir væru á sig
komnir. Ekkert þýddi að hefla vegina
vegna þess að rigningin sæi til þess að
allt færi svo til um leið i sama horf.
Varðandi veginn um Vatnsfjörð sagði
Birgir að sér væri kunnugt um slæman
kafia á veginum en ekki hefði reynst
unnt að laga hann sökum bleytu.
Annars væri ástand vega fyrir vestan
síst verra en víðast annars staðar. T.d.
væri ástandið í Borgarfirðinum svipað
og hjá þeim á Vestfjörðunum. Rigning-
insæitilþess.
Pennavinir frá Bretlandi ogGhana
Charles Bardoo,
PO Box 887,
Cape Coast,
Ghana,
West Afrika,
er ungur Ghanabúi sem óskar eftir
pennavinum alls staðar úr heiminum,
bæði stúlkum og drengjum. Hann er 18
ára. Áhugamál hans eru bréfaskriftir,
tónlist, trúarbrögð, skipti á gjöfum, og
ljósmyndun.
Klúbbur með ungu fólki, sem býr
vítt og breitt um England og Wales,
sendi okkur heimilisfang sitt. Þetta
unga fólk, sem er á aldrinum 18—22
ára, hefur mikinn áhuga á að skrifast
á viö Islendinga á svipuöum aldri.
Heimilisfang klúbbsins er:
J.M.,
49 Clifton Rd.,
Nuneaton,
Warwickshire,
CV108BS
England.