Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Qupperneq 27
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST1984.
27
Sandkorn Sandkorn Sandkorn
Traust
framleiðsla
Margir halda að litfilmur
séu afskaplega viðkvæmur
varcingur. Megi helst ekki
anda á þær eigi myndatakan
að heppnast. Eftirfarandi
saga segir þó eitthvað annað.
Yngismær ein, sem fór á
þjóðhátíðina i Vestmannaeyj-
um, hafði i pússi sinu aU-
margar litfUmur sem hún
hugði festa atburði hátíðar-
innar á. Þetta gerði hún og
vandaði mjög tU verksins.
Þegar heim kom dreif stúlk-
an útUegugallann í þvottavél-
ina elns og lög gera ráð fyrir.
Þegar hún tók tauið út sá hún
sér tU hryUings að hún hafði
þvegið eina áteknu fUmuna
með. Hafði sú damlað í gegn-
um prógrammið á 45 gráðu
hita.
Stúlkan ákvað að gefast
ekki upp við svo búið en setti
þvegnu fUmuna í framköUun.
Og viti menn. Myndimar fékk
hún allar með tölu og i réttum
Utum. Að vísu var ekki laust
við að.sumar þeirra væra í
léttri Henko-móðu en sæmi-
iega skýrar samt.
Fjáröflun FH
Mörg eru þau íþróttafélög
sem barist hafa i bökkum
f járhagslega. Hafa þau reynt
ýmsar fjáröflunarleiðir með
misjöfnum árangri eins og
gengur og gerist.
Af einni slíkri höfum vér
frétt sem þykir hafa gefið
ágæta vel af sér. Það er fót-
boltaUð FH í Haf narfiröi sem
þar á hlut að máU. Fer f jár-
öflunin þannig fram að út-
hlutað er limmiðum frá
Frostverki- og kæliþjónust-
unni í Hafnarfirði. Fær félag-
ið 250 krónur fyrir hvera
miða sem límdur er á bil og
ekið er með í mánaðartima.
Með þessu móti getur stór-
fjölskyldan lagt af mörkum
drjúgan skerf til félagsins.
Munu þess dæmi að aUt að tvö
þúsund krónur komi f rá sama
heimilinu og að sjáUsögðu
una allir glaðir við sitt.
Rífandi
bisness
Mikil eftirspura hefur ver-
ið eftir videospólum með
Dallas-þáttunum sem Olís
hefur einkaleyfi á hér á landi.
Spólurnar þær araa eru þó
mun dýrari í leigu heldur en
almennt gerist. Þannig mun
ein slík kosta 100 krónur með-
an spólur með öðru efni eru
leigðar á 70—80 krónur. En
þetta setja DaUas-neytendur
ekki fyrir sig.
1 Skagablaðinu er m.a.
rætt við Gunnar nokkurn Sig-
urðsson hjá Olís um þennan
ágæta bisness. Segir Gunnar
spóluraar „trekkja” mjög á
bensínstöðinni. Svo mjög að
hann hafi selt a.m.k. eina
toppgrind út á spóluraar.
Allir vilja fyígjast með Dall-
ashjúunum.
Gunnar segist sjálfur hafa
fengið sér myndbandstæki
fyrir tveim vikum og hafi að
sjálfsögðu vígt það með ein-
um DaUas-þáttanna. Og auð-
vitað bar þessi fyrsti þáttur,
sem starf smaður Olís horf ði á
í nýja tækinu sínu, nafnið
„Árshátíð olíukónganna”.
Skelfilegur
reiðtúr
Einn fyrir yngsta hesta-
fólkið:
Maður einn keypti sér
hest. Var hrossið með þeim
ósköpum gert að knapinn
þurfti að segja „guði sé lof”
tU að koma þvi áfram og
„amen” tU að stöðva það.
Öðru hlýddi skepnan ekki.
Nú steig maðurinn rogginn
á bak og mælti „guði sé lof”.
Hesturinn rauk stjórnlaus af
stað, yfir aUt sem á vegi hans
varð. 1 óðagotinu komst mað-
urinn að því að hann hafði
steingleymt hvernig stöðva
átti skepnuna. Hann fór því
að fara með f aðirvorið i skelf-
ingu sinni. Þegar hann loks-
ins lauk lestrinum og stundi
„amen” með titrani röddu
stakk hrossið við fótura og
snarstansaði. Fyrir framfót-
um þess gein ægUegt hengi-
flug.
Knapinn reistí sig upp i
hnakknum, varpaði öndinni
léttar og sagði: „Guði sé lof.”
Umsjón:
Jóhanna Sigþórsdóttir.
Kvikmyndir Kvikmyndir
Hitchcock-hátíðin/Laugarásbfo:
LUNKINN
GLUGGI
Rear Window.
Leikstjóri: Alíred Hitchcock.
Aðalhlutverk: James Stewart, Grace
Kelly, Thelma Ritter, Raymond Burr.
\ Laugarásbíó stendur nú fyrir sér-
stakri Hitchcockhátíð, fyrsta mynd-
in á henni, Rear Window, er ein af
skemmtilegustu og athygUsverðustu
myndum kappans, ekki hvað síst fyr-
ir þá sök að hún gerist nær ÖU í einu
herbergi.
Myndin er gerð árið 1954 en hún er
ein af þessum myndum sem segja
má að aldrei eldist, einkum vegna
frábærra takta meistarans sem
byggir myndina svo hægt og rólega
upp að áhorfandinn veit ekki af
spennunni fyrr en hann finnur sig á
stólbrúninni, með lífið í lúkunum,
hugsandi um hvernig hann komst í
þessa aðstöðu.
James Stewart leikur ljósmynd-
ara sem brotið hefur á sér aðra löpp-
ina og er því bundinn við hjólastól.
Hann eyðir tíma sínum í að fylgjast
með íbúum blokkarinnar á móti bak-
glugga sínum en hitabylgja er í borg-
inni og því allt meira og minna opið
upp á gátt. Þess á miUi fær hann kær-
ustu sína í heimsókn, leikin af Grace
Kelly, en ljósmyndaranum finnst
húnveraof góðtilaöhanngeti gifst
henni. Hún er á annarri skoðun.
Dag einn vekur einn af íbúum
blokkarinnar áhuga ljósmyndarans
vegna þess að rúmföst eiginkona
hans virðist vera horfin. Háttalag
mannsins leiðir tU þess að Ijósmynd-
arinn verður sannfærður um að mað-
ur þessi hafi kálaö eiginkonu sinni og
dundar hann við aö finna sannanir
máli sínu til stuðnings. Hann fær
kunningja sinn, sem er lögreglumað-
ur, til liðs við sig en sá er langt frá
því að vera jafnsannfæröur um að
ódæðið hafi verið framið.
Brátt kemur að því að morðinginn
verður ljósmyndarans var og tekur
hann til sinna ráða við að þagga nið-
ur í honum.
Það sem einkum gerir þessa
mynd góða er hve lúmsk hún er.
Handritið er fullt af nettum gálga-
húmor sem áhorfandinn þarf að hafa
sig allan við til aö skilja, og samspil
þeirra Stewart og Kelly er eins og
best verður á kosið. Stewart í sínum
venjulega rólega og yfirvegaða leik
og hvað Grace Kelly varðar vil ég að-
eins segja að eftir að hafa séð hana
upp í sitt allra besta, eins og í Rear
Window, get ég vel skilið af hverju
margir vilja gera hana að kaþólsk-
um dýrlingi.
Hitchcock byggir myndina, og
spennuna, afar hægt upp, næstum
því svæfandi, en það verður til þess
aö lokaatriðin verða enn magnaðri.
Því má slcjóta hér inn í að fyrir þá
sem vilja sjá þetta venjulega skot
með honum sjálfum í myndinni er
bent á að fylgjast með tónskáldinu á
þriðju hæð. Fyrir þá sem ekki þekkja
Hitchcock er tilvalið að sjá Rear
Window þótt hún sé nokkuð ólík öör-
um myndum hans því að í henni sýn-
ir hann allt aðrar og dýpri hliðar á
sér en fólk á að venjast. -FRI
ÚTGERÐARMENN
Síldamót til leigu gegn uppsetningu síldarafla á komandi
vertíð. Uppl. í síma 97-2320 á kvöldin.
HUMA-
NIC
Þessi vinsælu
leðurstígvél frá
HUMANIC eru
seld í eftirtöldum
verslunum:
Skósölunni,
Laugavegi 1.
Staðarfelli,
Akranesi
M.H. Lyngdal,
Skóverslun
Leos, ísafirði.
LINCOLN DIESELS GROUP
Eigum ávallt úrval vara-
hluta I dísilvélar, jafnt nýja
sem uppgerða, bæði til
endurbyggingar véla og til
smærri viðgerða.
Authonsed Regional Distributoi
tor spares and service
GREAT NORTHERN TERRACE, LINCOLN,
ENGLAND LN58HJ.
Phone (0522) 39445. Telex 56430 Lindsl.