Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Síða 32
ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984. Fiskgengdin á Vestf jaröamiðum: Venjulegur ís- lenskur þorskur F> „Viö höfum nú fariö í gegnum þau gögn sem okkur hafa borist. Það hef- ur komið í ljós aö hér er venjulegur íslenskur þorskur á feröinni,” sagöi Sigfús Schopka, fiskifræöingur hjá Hafrannsóknastofnun, í samtali við DV. Eins og sagt var frá í blaöinu — segir Sigfús Schopka, f iskif ræðingur hjá Hafrannsóknastofnun fyrir skömmu hefur síðustu tíu daga mikiö veiðst af þorski undan Vest- fjöröum. Er hér um aö ræöa vænan þorsk eöa „þorsk eins og hann getur bestur oröiö á Vestfjarðamiðum”, eins og einn viðmælanda blaðsins oröaöi það. Leiddu ýmsir getum að því að hér væri um svokallaða Græn- landsgöngu að ræða en þorskur frá Grænlandsmiðum hefur í gegnum árin oft gengið á miðin undan Vest- fjörðum. Sigfús Schopka sagði að þorskur- inn, sem þama væri, væri að mestum hluta til 4ra til fimm ára fiskur. Hann væri vænn því að mikil áta væri á þessu svæði fyrir hann. -KÞ Bændurmega selja kart- öflurbeint — samkvæmt íslenskum lögum Verðbólgan erenn á niðurleið — segir forstjóri Þjóöhagsstofnunar „Við höfum litið á lagalegu hlið málsins og niðurstaðan er sú að innlendir framleiðendur grænmetis séu ekki skyldugir að leggja sínar vör- ur inn til Grænmetisverslunar land- búnaðarins heldur geti þeir selt þær beint til verslana. Grænmetisverslun landbúnaðarins er að lögum heildsölu- aöili kartaflna en Framleiðsluráð get- ur veitt öðrum heildsöluleyfi til að versla með grænmeti og garöávexti,” sagði Tryggvi Gunnarsson, deildar- stjóri í landbúnaðarráðuneytinu, er hann var spurður hvert álit landbún- aðarráðuneytisins væri á því að verslunin Hagkaup hefur nú byrjað að kaupa kartöflur beint frá bónda úr Þykkvabænum. Tryggvi sagði að samkvæmt lögum um verslunaratvinnu teldust bændur sem selja afurðir sínar ekki vera heild- salar. Samkvæmt þessu er ljóst að Hag- kaup þarf ekki leyfi frá Framleiðslu- ráði til að selja þessar kartöflur, svo fremi að verslunin selji þær ekki í heildsölu. -Sjá einnig bls. 2. -APH „Hækkun framfærsluvísitölunnar í júlí stafar að hluta til af geymdum lið- um. Ég tel að verðbólgan sé enn á niðurleið,” sagði Jón Sigurðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, í framhaldi af frétt Hagstofunnar um 1,57 prósent hækkun vísitölu framfærslukostnaðar í júlímánuði sem jafngildir rúmlega 20 prósenta verðbólguhraöa miðaö við eittár. ,^lf litið er til talna fyrir síðustu tólf mánuði þá er verðbólguhraðinn 18,8 prósent sem er lægri tala en við höfum litið síðastliðinn áratug,” sagði Jón. Þjóðhagsstofnun spáir því að verð- bólguhraöinn verði um áramót um það bil tíu prósent og frá upphafi til loka þessa árs mælist hraðinn um fjórtán prósent. Þá er miðað við óbreytta kjarasamninga og stööugt gengi. -KMU. Lágmarks- launin eru aðalstefið j — segirGuðmundur J. Guðmundsson LUKKUDAGAR 21. ágúst 36735 Svo óheppilega vildi til að ekið var á þennan kyrrstæða bil sem lagt hafði verið við vegkantinn á Hafnar- fjarðarveginum i gær. SteypubíH, sem var á leið til Hafnarfjarðar, neyddist til að sveigja örlitið út af veginum með þeim afleiðingum að kyrrstæði billinn kastaðist til og gjöreyðiiagðist. Litil töf varð á umferð vegna þessa en forvitnir vegfarendur þurftu að grennslast fyrir hvað um væri að vera svo að nokkur um- ferðarslóði m yndaðist. ÞJH (DV m ynd S) Samningaviðræður Verkamanna- sambandsins og Vinnuveitendasam- bandsins vegna nýrra kjarasamninga hófust í gærdag klukkan tvö i húsi Vinnuveitendasambandsins. Verkamannasambandið lagði fram kröfur sínar á þessum fyrsta fundi. Að sögn Guðmundar J. Guðmundssonar i gær er aðalkrafa Verkamannasam- bandsins sú að lágmarkslaun, taxti, verði krónur 14 þúsund á mánuði. „Þetta er aðalstefið í viðræðunum og það erfiðasta,” sagði Guðmundur. „Þetta eru miklar hækkanir. Við teljum að þær séu að meðaltali um 40 til 50 prósent,” sagöi Vilhjálmur Egils- son, hagfræðingur VSl, um kröfur Verkamannasambandsins. -JGH BANGSI FRÁI.H. HF„ AÐ VERÐMÆTI KR. 750,- Vinningshafar hringi í síma 20068 LOKI Dýrar veröa rækjurnar Einhver hæsta skaðabótakrafa á fjölmiðil hérlendis: Krafist þriggja millj- óna skaóabóta frá NT Eitt þeirra mála sem nú bíða með- ferðar í réttarhléi hjá Borgardómi Reykjavíkur er stefna Sigló hf. á NT- Tímann og á hendur ábyrgðarmanni blaðsins, Magnúsi Olafssyni rit- stjóra. Krafist er ómerkingar tiltek- inna ummæla í fréttum, tilgreindrar birtingar dóms, þriggja milljóna króna í skaöa- og miskabætur og loks þess að ritstjórinn verði dæmdur í fé- sektir. Samkvæmt upplýsingum Haralds Blöndal hæstaréttarlögmanns, sem fer með mál Sigló hf„ er það reist út af fréttum í NT frá 10. og 16. maí í vor. I þeim er sagt að starfsmaður Sigló hafi verið rekinn fyrir að telja hluta rækjufarms ónýtan og síðar að öll rækja unnin í verksmiðjunni á til- teknu tímabili í maí verði þýdd og unnin í hænsnafóður. „Þeir NT-menn hafa neitað aö birta upplýsingar um staðreyndir málsins og biðjast afsökunar. Viö höfum það staðfest að rækjan sem um var rætt var vinnsluhæf. Og einn- ig að þessar röngu fréttir NT uröu til skaöa fyrir verksmiðjuna. Þetta er einhver viðkvæmasti markaður, sem um getur nú, og aðeins mánuði fyrr hafði gölluð rækja af öðrum slóðum valdið veikindum og veriö í heims- fréttunum.” - Þá segir lögmaðurinn aö ljóst sé að með harðnandi tökum f jölmiðla hér á landi á alls konar fréttaefni hljóti aö koma krafan um haröari viðurlög ef misfarið sé með staðreyndir öðrum til tjóns. „Þetta mál er dæmi um al- varleg mistök. Og mennirnir fást ekki einu sinni til að biðjast afsökun- arótilneyddir.” Réttarhléi i borgardómi lýkur um mánaðamótin, en ekki er víst að þetta mál komi þá strax til meðferð- ar. Fjöldi mála bíður. HERB FRETTASKOTIÐ 68 78 58 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022., Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá í síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað i DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fulirar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.