Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Síða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. AGUST1984. 11 URELT HEGNINGARLOG Áhugamenn um ritfrelsi og tjón- ingarfrelsi velta því enn fyrir sér hvernig það mátti gerast, ná á ofan- verðri tuttugustu öldinni, að ritsjóri Spegilsins, Ulfar Þormóðsson, var pikkaður út og dæmdur fyrir guðlast og klám. Það vekur ekki aðeins athygli hve guölast og klám Spegils- ins var broslega léttvægt heldur einnig sú staöreynd að nær útilokað er aö fara í venjulega bókaverslun án þess að veröa fyrir margfalt verri glæpum en þeim sem ritstjóri Spegilsins framdi. Þá er það einnig borðliggjandi að Ulfar Þormóðsson kemst hvergi með tærnar þar sem fremstu rithöfundar þjóðarinnar hafa hælana í þessum efnum, t.d. Laxness í Dagleið á fjöllum. Óhæfir embættismenn Þetta mál snýst einkum um þá staðreynd aö þeir kerfismenn sem fulinægja eiga réttlæti í landinu mis- muna borgurunum stórlega. Þeir ráðast á einstakling eins og Ulfar og dæma hann fyrir að gera það sem þeir leyfa Dave Allen, Playboy og Halldóri Laxness að gera. Þegar embættismanni eins og Þórði Björns- syni ríkissaksóknara, er bent á þessi afbrot hinna ráðsettari þá snýr hann bara uppá sig með 1 orinóði. Hrokinn og tvöfeldnin eru alt er. En hvaða vopn hafa þessir forma- listar í höndunum sem gera þeim kleift að brjóta stjómarskrárvemd- aðan rétt á f ólki, réttinn til tjáningar- frelsis? Þaö eru hegningarlögin sem þeir skýla sér með, 125. grein um guðlast og 210. grein um klám. Vafalaust hefur þeún mönnum gengið gott eitt til sem samþykktu þessi lög á sínum tíma. En fyrir utan talsvert breytt viðhorf til boða og banna í þjóöfélaginu almennt þá er tíðarandinn náttúrlega allt annar nú en þegar umræddar lagagreinar vom samdar og samþykktar. Menn upplifa hugtök eins og guðlast og klám með talsvert öðram hætti nú en þá. Hér er vitaskuld átt við alþýðu manna en ekki þá einstaklinga sem skipa Hæstarétt Islands. Almenningur er dómbærastur Dómur á borð við þann sem Hæstiréttur felldi yfir Ulfari Þor- móðssyni er til þess eins fallinn að grafa undan virðingu fólks fyrir lög- um og rétti, svo kjánaleg er þessi dómsniðurstaða. Til að fyrirbyggja að svona réttarslys gerist í framtíð- inni eru tvær leiðir færar. önnur er sú að upplýsa hæstaréttardómara betur um það þjóðfélag sem þeir búa í, einkum um hugsunarhátt hins óbreytta borgara. Hin er sú að afnema hreinlega þau lagaákvæði sem hinir refsiglöðu kerfismenn styðjast við. Reynsla okkar af Spegilsmálinu sýnir að í lagatexta er mjög óheppilegt að brúka hugtök • „Þetta mál snýst einkum um þá staðreynd að þeir kerfismenn sem full- nægja eiga réttlæti í landinu mismuna borgurunum stórlega.” „ ... að nær útilokað er að fara í venjulega bókaverslun án þess að verða fyrir margfalt verri glæpum en þeim sem ritstjóri Spegilsins framdi.” GARÐAR' SVERRISSON, STARFSMAÐUR ÞINGFLOKKS BANDALAGS JAFNAÐARMANNA. sem emangraöir embættismenn geta togað og teygt. I nútima þjóðfélagi er ekki nokk- ur þörf fyrir lagagreinar eins og 125. og 210 gr. almennra hegningarlaga. Þeir sem setja eitthvað á prent sem misbýður velsæmistilfinningu fól ts era sjálfum sér verstir. Almenn- jingsálitið veitir þeim nægt aðhald. Þá er ástæðulaust að ætla að trúuðu fólki sé einhver greiði gerður með lögum sem nánast banna guðleys- ingjum að tjá sig á opinberum vett- vangi. Allavega hygg ég að flestir séu sammála um að embættisafglöp saksóknara og flumbragangur Hæstaréttar hafi síst verið til þess fallin að efla trúariíf í landinu. Garðar Sverrisson. Hjálparstarfið er samofið gildismati þjóðarinnar I hvert sinn er Hjálparstofnun kirkjunnar kallar til þjóöarinnar um hjálp við náunga í neyð, hvort sem það er til hjálpar innanlands eöa i fjarlægum löndum, þá bregst tæpast að þjóðin svarar kalli með virkri aöstoð. Landssöfnun Hjálparstofn- unarinnar um siðustu jól og fatasöfn- unin í byrjun sumars vitna um árangur sem fæstir þorðu að búast við. En það sem ánægjulegast er varðandi þessar safnanir er hve þátttakan var almenn og hve aðstoðin getur komið að miklu gagni. Ljóst er að safnanir sem þessar bjarga aldrei heiminum frá hungri og fátækt, aðstoðin bjargar mörgum en er um leið krafa um að málefni fátækra og snauðra verði tekin föstum tökum í þágu friðar og réttlætis. Því má heldur ekki gleyma að islenskar safnanir í þágu fátækra tjá einnig ákveðinn hug og vilja gefenda, tjá samstöðu með fátækum, og þeim er mikils virði að finna og vita af slíkri samstöðu er þeir veita aðstoðinni viðtöku. Svo nærtækt dæmi sé tekið hafði aðstoð íslenskrar þjóðar við Pólverja í efnahagsþrengingum þeirra ekki einungis efnislegt gildi heldur innihélt einnig hvatningu og samstöðu með pólskri þjóð í baráttu hennar fyrir frelsi og mann- réttindum. Hjálparstarfið er því ekki einungis farvegur efnislegrar aöstoðar, sem bjargað getur lífi, heldur einnig leið til samvinnu um réttlæti og frið. Eru skil hungurs og velsældar óbrúanleg ? Alþjóölegar ráöstefnur eftir ráðstefnur eru haldnar á hverju ári, þar sem leitast er viö aö fjalla um málefni fátæktar og hungurs á meðal miUjóna manna i heiminum. Ræður ofan á ræður eru haldnar, þykkar skýrslur eru gefnar út, alþjóðlegar nefndir settar á laggimar og ályktanir birtast, aUt þetta gerist á hverjum degi. En þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir störf og tilraunir fjöl- margra alþjóölegra stofnana, þá víkkar biUö á miUi ríkra og snauðra í heiminum. Það fjölgar í hópi fátækra en fækkar hlutfaUslega í hópi ríkra. Vandinn er sá að ómögulegt virðist að hverfa frá orðum til athafna. Það er ekki ofmælt að skUin á miUi ríkra og snauðra séu stærsta kjarnorku- sprengja nútimans. En alvarlegast er að þessi sprengja er virk, hún eyöir tugum miUjóna manna á ári hverju. I ljósi þessa ástands hlýtur það að kveikja von þegar íslenskur alménn- ingur tekur jafnvirkan þátt í söfnunum tU stuðnings hungruðum og snauðum. Með sUkri þátttöku binst íslensk þjóð einnig böndum með almenningi vestrænna landa sem tekur virkan þátt í sUkum söfn- unum í sinu heimalandi, Leiötogar stjórnmála- og félagsUfs verða að taka mið af slíkum staðreyndum þegar ákvarðanir eru teknar er snerta framtið lífs meðal fátækra. BUið á mUU ríkra og snauðra er ekki óbrúanlegt. Jörðin er hvorki of litU né mennimir sem á henni búa of margir. Framleiðsla matvæla í heiminum dugar til að fæöa alla jarðarbúa og miklu meira en þaö og forðabúr matvæla í heiminum er nógu stórt til aö bjóöa öll nýfædd börn velkomin og tryggja þeim far- sælt líf. Þó mannfjölgunin í heiminum á hverjum degi nemi næstum íslenskri þjóð, eða yfir 220 þúsund bömum á sólarhring, þá er sú fjölgun ekki meginvandinn heldur hitt, að skipting veraldargæða er röng og skipan efnahagsmála rang- lát. Þetta skipulagskerfi er mannanna verk, ekki náttúrulögmáL Þar skiptir vUji og þroski úrsUta- máli. Itrasta siðgæðisviðmiðun íslenskra þjóðar er takmarkalaus réttur hvers einstakUngs til Ufs. Þetta gildismat á rætur sínar í kristnum lífsskilningi. Það er ekki tUviljun né sjálfsagt. Þetta gUdismat er heldur ekki aðeins hugsjón eða stefna, því það er dautt og óvirkt, ef það er aðskiUð kristinni trú. En virkni þessa gildismats kemur fram í hinni kristnu kröfu um fómfýsi í þágu náungans, náungakærleik, þess að hinum fátæka og réttlausa sé hjálpað til að öðlast brauð og rétt tU Ufs. Þannig boðar og krefst kristin trú samstöðu á meðal manna um frelsi og réttlæti. Þetta er grundvöllur hjálparstarfs á vegum kirkjunnar. Hjáiparstarfið miöar að því að styrkja fátæka og réttlausa tU sjálfsbjargar og farsældar. Hvort sem það er gert með fatasendingum, túnabundum matargjöfum eða þátttöku í upp- byggingu þróunarverkefna þá byggir allt þetta starf á gUdismati náungakærleikans en er um leið róttæk tjáning þeirrar kristnu vonar að hver maöur hafi rétt til Ufs og framtíðar. A „Bilið milli ríkra og snauðra er ekki óbrúanlegt.Jörðin er hvorki of lítil né mennirnir sem á henni búa of margir.” GUNNLAUGUR STEFANSSON, STARFSMAÐUR ÞJÓÐKIRKJUNNAR Virk þútttaka í hjálparstarfí er staðreynd I júli sl. sendi Hjálparstofnun kirkjunnar áleiðis til Eþíópíu 40 tonn af fatnaði. Þetta var afrakstur söfri- unar á vegum Hjálparstofn- unarinnar sem fram fór í söfnuðum landsins í júní sl. Þetta magn sam- svarar því að hver Islendingur hafi gefið eina fUk til söfnunarinnar. En það sem einkenndi þessa söfnun var hversu gefendur skiluðu almennt hreinum og góðum fatnaði, fjöl- margir gáfu sig fram og lögðu af mörkum fórnfús sjálfboðastörf við framkvæmd söfnunarinnar og gef- endur höfðu ríkan skiUng á að borga með fötum sínum til að greiða fyrir flutningi, framkvæmd og dreifingu á áfangastað. Menn ættu einnig aö athuga hvíUk vinna liggur að baki sUkri fatasend- ingu sem þessari hjá gefendum. Fötin báru með sér að þar hafði ekki verið kastað til höndum. Fötm voru þvegin og pressuð, bætt það sem sUtið hafði verið og frágangur allur gefendum til mikils sóma. Forsenda gefenda var sýnUega ekki sú að hreinsa til heima hjá sér eða að láta af hendi fatnaö sem ekki var þeim sjálfum boðlegur heldur fyrst og fremst að hjálpa náunga I neyð, votta um leið samstöðu og virðingu fýrir rétti hans til lífs. Að baki fata- sendingunni liggja ekki einungis framlög í fötum heldur tugir þúsunda vinnustunda í sjáUboða- vinnu sem er virk þátttaka í hjálpar- starfi í þágu Ufs og friðar. Hjálparstarf er farvegur vonar Hjálparstarf er tilboð til aUnenn- ings til virkrar þátttöku með fátækum til eflingar Ufs. Hjálpar- starf eitt sér leysir aldrei öU vanda- mál fátækra né bjargar heiminum frá hungri og dauða. En þaö er spor frá dauða tU Hfs og örvæntingu tU vonar. Hjálparstarfið byggir á frjálsri þátttöku en ekki á kvöðum eða skyldum gagnvart gefendum. Það er tilboð um þátttöku ef þú getur og vilt. Hver og einn tekur ákvörðun um þátttöku eður ei. SUk ákvörðun verður aldrei dómur um gUdi einstaklingsins. EinstakUngar hafa mismunandi skoðanir og velja verkum sínum mismunandi farvegi. Hjálparstarf er einn farvegur félags- legrar samstöðu i þágu uppbygging- ar og framtíðar. Það er ánægjulegt að sjá og finna hversu margir Islend- ingar hafa sameinast á þeim vettvangi. öllu starfi, ef árangur á að nást, ber nauösyn tU að njóta samstöðu og trausts. Það hefur orðið gæfa hjálparstarfs á vegum kirkjunnar. Gunnlaugur Stefánsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.