Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Qupperneq 16
16
DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984.
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
• Sebastlan Coe — seglst vera vel
upplagður.
Coe ætlar að
slá met Ovett
— í1500 m hlaupi
ÍZiirich
Sebastian Coe, hlauparinn snjalli frá
Bretlandl, er ákveöbin að reyna við
belmsmet Steve Ovett á frjálsíþrótta-
móti i Ziirich í Sviss á morgun þar sem
hann mun keppa við landa sinn Steve
Cram. Heimsmet Ovetts er 3:30,77
min.
— Eg er nú mjög vel upplagður,
sagði Coe. Eg setla að hiaupa f yrstu 800
m á ekki verri tíma en 1:53,00 mín. Síð-
an er stefnan að hlaupa fjórða hringinn
á 56 sek. og síðustu 300 m é 40 sek.
Ef Coe tekst að halda þessari tima-
áætlun mun hann hlaupa undir 3 mín.,
eða 2:59,00 mín., en Coe segir að síð-
ustu 700 m muni skera úr um það hvort
honum tekst aö setja nýtt met.
-SOS
íslenskir
dómarar í
sviðsljósinu
tslenskir dómarar verða að vanda i
svlðsljósinu þegar Evrópuleikirnir i
knattspymu hefjast i næsta mánuði.
Guðmundur Haraldsson dsemir ielk
Árhus KFUM frá Danmörku og pólska
liðsins Lodz. Linuverðir með
Guðmundi verða þeir Þóroddur Hjalta-
ifn og Magnús Theodórsson. Leikið
verður í Danraörku.
Þorvarður Björnsson verður í sviðs-
ljósinu í Noregi þegar Váierengen frá
Noregi og Sparta Prag frá Tékkó-
slóvakiu leika í Noregi. Linuverðir
með Þorvarði verða þeir Óll Olsen og i
Eyjólfur Ólafsson. Allir þessir
dómarar hafa staðið sig vel i sumar og
vonandl elga þelr eftir að standa sig
vel í þessum leikjum. Þeir Magnús og
Eyjólfur hafa ekki verið á leikjum
erlendis áður.
Arhus KFUM og Lodz leika þriðja
október en leikur Válerengen og
Sparta Prag verður báður þann nítj-
ánda september. SK
STAÐAN
Staftan í 1. dcUd eftir leikina í gærkvöldí er
þannig:
Akranes 14 11 1 2 27-13 34
Keflavili 15 8 3 4 18-14 27
Valur 15 6 5 4 21-14 23
Þréttur 16 4 7 4 15-14 19
Þér, Ak 15 5 3 7 22-22 18
KR 15 4 6 5 16-23 18
Víkingur 13 4 5 4 21-2« 17
Fram 15 4 3 8 15-28 15
BreiftabUk 14 2 7 5 13-16 13
KA 15 3 4 8 21-32 13
Næstl lelkur i 1. deiid verftur í kvöld og þé leika á Képavogsvelli BreiftabUk og VUcingur.
Leikurinn faefst kiukkan 19.00. -sk.
■
Siggi Gunn
til Kanarí?
— Hefur fengið tilboð frá spönsku liði ogfer
til að líta á aðstæður um næstu helgi
„Það töluðu við mig menn frá
spönsku llði úti í Los Angeles og gerðu
mér tilboð. Eg reikna svo með því að
fara um næstu helgi og kíkja á aðstæð-
ur. Eftir þá ferð verður ljóst hvort af
þessu verður. Ég get ekkl neltað því að
ég er nokkuð spenntur,” sagði Sigurð-
ur Gunnarsson, landsiiðsmaður í hand-
knattleik og Víkingur, í samtali við DV
ígærkvöldi.
Liðið sem hér um ræðir er frá
Kanaríeyjum og varð í 5. sæti í
spönsku deildinni í fyrra. Þar af leið-
andi tekur liðið þátt í Evrópukeppninni
næstu. Með þessu liði leikur sænski
landsliösmarkvörðurinn Claus
Helgreen sem af mörgum er talinn
besti markvöröur heims í dag. Svíinn
Bjöm Jilsen, sem hefur verið aðal-
maðurínn í sænska landsliöinu í undan-
förnum leikjum, lék með liðinu síöasta
keppnistímabil en hefur ákveöið að
snúa heim aftur. Mun Sigurði ætlað að
taka stöðu hans hjá liðinu.
Sigurður stóð sig mjög vel með ís-
lenska landsliðinu á ólympíuleikunum
og þar vakti hann áhuga Spánverj-
anna. hsim/SK.
Slgurður Gunnarsson lék stórvel með
islenska landsllðinu i Los Angeles og
áhugl Spánverjanna fylgir i kjölfarið.
Yrði sannarlega eftirsjá í Sigurði, bæði
fyrir Vikinga og handknattleiksunn-
endur aimennt.
Björn |
skoraði
SEIKO-
markið
IKR-ingurinn Björa Rafnsson
skoraði SEDCO-mark 14. umferðar
að mati dómara 1. delldar.
Björn skoraði marklð i lelk KR
I og KA þegar KR lagðl Akureyrar-
■liðlðaðvelll.Z-ð.
■h hí mmm mmm amm mm mm mmm m
Guðjón Gunnarsson hinn efnilegi leikmaður Þórs.
Guðmundur Þorbjörnsson sést hér senda knöttinn fram hjá Guðmundi Erlingss
Valsmenn ei
á sigurbrai
— sigruðu Þrótt, 2:1, á Laugardalsvell
„Við misstum elnbeitinguna i síðari
hálfleik en engu að síður var þessi sig-
ur okkar sanngjarn og dýrmætur,”
sagði Valsmaðurinn Hilmar Sighvats-
son eftir lelk Vals og Þróttar á Laugar-
dalsvelli í gærkvöldi. Valur sigraði 2—
1 og tryggðu Valsmenn sér sigurinn í
fyrri hálfleik. Þá léku þeir mjög vel en
Þróttarar voru alveg heilium horfnir.
Staðan í leikhléi var 2—0.
Hilmar Sighvatsson skoraði fyrra
mark Vals eftir aðeins þrjár mínútur.
Hann fékk góða sendingu inn í vítateig
Þróttar frá Emi Guðmundssyni og við-
stööulaust skot hans söng í netinu (sjá
mynd). Litlu munaði skömmu síðar að
Hilmari tækist að skora annað mark.
Hann komst þá einn inn fyrir vöm
Þróttar en skot hans fór yfir.
Guðmundur Þorbjörasson skoraði ann-
að mark Vals á 30. mínútu. Hilmar Sig-
hvatsson tók aukaspymu, gaf vel á
Guðmund, sem var við markteigshom-
ið, og Guðmundur nafni hans í marki
Þróttar kom ekki við vömum. Virki-
lega fallegt mark.
I síðari hálfleik léku Þróttarar mun
betur en í þeim fyrri enda gat leikur
liðsins vart orðið slakari. Araar
Friðriksson náði að minnka muninn í
2—1 á 10. minútu síðari hálfleiks með
skoti úr vítateig sem rúllaði yfir Stefán
í marki Vals. Eftir þetta mark færðist
f jör í leikinn og Þróttarar sóttu nokkuð
en án þess að skapa sér umtalsverö
tækifærí. Næst komust Þróttarar að
skora þegar Birgir Sigurðsson, ungur
nýliði í liði Þróttar, skallaði rétt yfir
mark Vals. Valsmenn áttu alltaf af og
til sóknarlotur en þær voru mun mátt-
lausari en í fyrri hálfleik. Sáralitlu
munaði þó á 38. mínútu að Guömundi
Þorbjömssyni tækist aö skora fyrir
Val. Hann fékk þá snilldarsendingu frá
Hilmari Sighvatssyni, sneri af sér
vamarmann og skaut miklu þrumu-
skoti í slá og niður. Eitt fallegasta at-
vik þessa leiks.
Valsliðið lék mjög vel í fyrri hálfleik
en í þeim síöari koönaði ailur leikur
liðsins niður og á löngum köflum var
ekki heil brú í honum. Valsmenn
geta þakkað fyrir að Þróttarar voru
einfaldlega mun lélegri þegar á heild-
KR-ingar skotnir á bóla
— á Akureyri í gærkvöldi. Þór vann dýrmætan sigur, 3:1, yfir þeim
Frá Sölva Sölvasyni, fréttamannl DV á
Akureyri:
„Þetta var mjög sanngjara sigur hjá
okkur og núna erum við komnir á rétt-
an stað í deildinni. Þaraa eigum við
heima,” sagði Kristján Kristjánsson,
Þór, eftir að hann og félagar hans
höfðu gersigrað KR í 1. deildar keppn-
inni í knattspyrau á Akureyrl í gær-
kvöldi með þremur mörkum gegn einu.
Staðan í leikhléi var 1-0 Þór í vil.
Þórsarar byrjuðu leikinn með látum
og skoruðu fyrsta mark sítt á 5. mín-
útu. Guðjón Gunnarsson fékk knöttinn
rétt utan vítateigs og lék á einn KR-ing
áður en hann þrumaði knettinum í
markhom KR-inga. Afram héldu Þórs-
arar að sækja og þeir Bjarni Svein-
bjömsson og Halldór Askelsson áttu
góð færi sem þeim tókst ekki að nýta.
KR-ingar voru mjög daufir og áttu
eina markskot sitt í fyrri hálfleik á 41.
mínútu. Baldvin Einarsson, markvörð-
ur Þórs, varði þá mjög vel skot frá Sæ-
birni Guðmundssyni.
Þórsarar byrjuðu síðari hálfleikinn á
nákvæmlega sama hátt og þeir hófu
þann fyrri. A 5. mínútu skoraöi Halldór
Askelsson annað markið með föstu
skoti en KR-ingar vildu meina að Hall-
dór hefði verið rangstæöur. Dómarinn
var ekki á sama máli og markið því
gilt. Þórsarar gerðu síöan endanlega
út um leikinn á 19. mínútu hálfleiksins.
I Halldór var enn á ferðinni og nú
J skallaði hann knöttinn í net KR-inga
| eftir hornspymu.
Þegar hér var komið sögu tóku Þórs-
i arar að slaka á og samfara því komu
! KR-ingar meira inn í myndina. Þeir
| skoruðu mark sitt beint úr aukaspymu
j og það var Hálfdán örlygsson sem það
I gerði. Laust skot hans sveif yfir alla
vömina hjá Þór og markvörðinn líka.
Fleiri umtalsverð marktækifæri litu
ekki dagsins ljós í þessum leik.
Þeir Bjarni Sveinbjömsson, Halldór
Askelsson og Kristján Kristjánsson
voru bestir hjá Þór og erfitt að gera
upp á milli þeirra. Aðrir leikmenn léku
einnig vel og sigurinn kemur sér meira
en vel í botnslagnum.
KR-liðið var alveg dæmalaust lélegt
í þessum leik og þeir áttu aldrei mögu-
leika. Ekki er hægt aö nefna neinn leik-
mann liösins sem var betri en annar.
• Þór: Baldvln, Sigurbjöm, Jónas, Nói,
Oskar, Einar, Kristján, Guöjón,
Bjami, Ami, Halldór.