Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.08.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGUST1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og Otgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KrIsTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími rítstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð.á mánuði 275 kr. Verö í lausasölu 25 kr. Helgarblað 28J<r. Neðanjarðarhagkerfið Ráðherrarnir eru komnir í hár saman varðandi afstöðu ríkisstjórnarinnar til kröfugerðar opinberra starfs- manna. Fjármálaráðherra vísaði kröfunum á bug þegar þær voru settar fram. Forsætisráðherra vill að BSRB verði gert gagntilboð. Slíkur ágreiningur og misvísandi yfirlýsingar eru ekki heppilegar eða traustvekjandi. Þær benda til þess að ríkisstjórnin hafi ekki markað sér stefnu í launamálum. Þær lýsa taugaveiklun og sér í lagi verður að áfellast for- sætisráðherra, oddvita ríkisstjórnarinnar, fyrir tillits- leysi gagnvart meðráðherrum sínum. Eitt er að hafa rétt fyrir sér, annað „hvernig og hvar menn eiga að tala og hvenær og hvar menn eiga ekki að tala”, eins og fjár- málaráðherra orðaði það réttilega í viðtali við Morgun- blaðið. Afstaða fjármálaráðherra byggist á því að verði laun opinberra starfsmanna hækkuð muni verðbólga fara úr böndum og skattar hækka. Gegn því vill hann sporna. Forsætisráðherra vill gera gagntilboð vegna þess að hann telur óhjákvæmilegt að opinberir starfsmenn fái hækkun launa samsvarandi við aðrar stéttir, sem hafa notið launaskriðs. Báðir hafa nokkuð til síns máls. 1 þessu sambandi er þó athyglisverðast að forsætisráð- herra viðurkennir launaskriðið, viðurkennir að kjara- samningarnir frá því fyrr á árinu hafa ekki haldið. Kaup- hækkanir hjá launþegum upp til hópa hafa orðið mun meiri en taxtar og almennir kjarasamningar segja til um. Þetta er auðvitað raunsætt mat forsætisráðherra en segir sína sögu. Og hún er kannski kjarni málsins. Verðbólgan hefur ekki verið stöðvuð nema að nafninu til. Hún hefur fengið útrás í neðanjarðarhagkerfinu. Laun eru miklum mun hærri en opinberlega var samið um. Við- skiptahalli er gífurlegur sem þýðir einfaldlega að þjóðin hefur lifað um efni fram og tekur út verðbólguvextina í eyðslu umfram tekjur. Raunvextir bankanna eru mun hærri en nemur útreiknuðu verðbólgustigi. Peningum er dælt í óarðbæra atvinnuvegi, samanber síðustu skulda- skil gagnvart ú'.gerðinni. Ríkissjóður hefur ekki hert sultarólina sem skyldi, sem aftur veldur þenslu og óeðli- legri eftirspurn eftir vinnuafli, vöru og þjónustu. Það er með ólíkindum hversu kaupmáttur og kaupgeta þorra þjóðarinnar er mikil, miðað við að efnahagsaðgerðir og minnkandi verðbólga ætti að draga úr getu fólks til utan- landsferða, bílakaupa og annarrar eyðslu. I stað þess að einblína á opinberar hagtölur um verð- bólguhjöðnun eiga stjórnvöld að horfast í augu við þá staðreynd að verðbólgan og verðbólgueinkennin hafa hvergi nærri verið kveðin niður. I þessu felst vandi ríkisstjórnarinnar og vandi opin- berra starfsmanna og nokkurra annarra launþegahópa sömuleiðis. Fálmkennd viðspyrna stjómvalda gegn verð- bólgu bitnar á sumum þjóðfélagshópum en öðrum ekki. Opinberir starfsmenn krefjast bættra kjara vegna þess að þeir hafa ekki haft aðstöðu til að vera með í neðan- jarðarhagkerfinu. Þeir vilja ekki vera annars flokks stétt. Það er þetta sem forsætisráðherra er óafvitandi að fall- ast á þegar hann vill að BSRB sé gert gagntilboð. Og það er þetta vandamál, neðanjarðarhagkerfið, hin óopinbera verðbólga, sem nýr stjórnarsáttmáli verður að beinast að ef þjóðfélagið á ekki að springa. ebs Kona með veröskyn Skömmu eftir aö við höföum hlustaö á hamingju dagsins, í sjónvarps- fréttunum, sökk landið í suddanum inn í hyldýpi næturinnar. Og við fundum aö nú er aö koma haust. Aö vísu er opinbert sólarlag á Samlags- svæði eitt ekki fyren klukkan hálftíu, því komiö er fram í 19. viku sumars, en um það leyti fer aö veröa örðugt aö greina einlembinga frá mæðrum sínum, ef þær eru ekki í tveimur reyfum ennþá, hinum skilvirka ullariönaöi okkar til dýrðar. Og viö gengum fjörur innanum svanga fugla og kvefaöa drauga, hlustuöum á ölduna brotna í spón í sandinum utar, og þaö glitti í brim- faldinn þegar viö gengum hægt inn i þögul ljósin hjá frystihúsinu. Humarvertíðinni er lokiö, en hún er nú mikilvæg, því humar og rækja eru ásamt kræklingi og hörpudiski aö verða meiriháttar gjaldvara, er hefur í fullu tré viö saltfisk, skreiö og Eftir helgina JÓNAS GUÐMUNDSSON RITHÖFUNDUR freöýsu, og mun jafnvel slaga upp í hraðfryst þorskflök og þá fiskblokk er stýrir hamingju okkar á erlendum markaöi. Segir endanlega til um lífs- kjör okkar og hvaö börnin okkar skulda í erlendri mynt. Allt var hljótt, því nú fæst Dalias á bensínstöðinni, ásamt bensíni með bætiefnum, sem hreyflarnir gúffa i sig eins og uppbleyttar skreiðar- töflur, meöan stórir bílar ganga vist á lýsi. Konan með verðskynið Þaö er oft rætt um það, að Islend- ingar hafi ekki aðeins glatað efna- hagslegu sjálfstæöi sínu, heldur einnig því, sem nefnt er verðskyn, og má þar til vitna aö nokkrir fýrirmenn voru nýveriö spurðir um verð á fáeinum vörutegundum, sem notaöar eru daglega, og í ljós kom aö þaö hefði verið óðs manns æði að senda þá út í búð, enda kom þaö greinilega fram, aö þeim var ekki treyst heima. Konan sá um innkaupin og forðaði þar meö heimilinu frá fógetanum. En þótt þingmenn viti einkum um rétt verö á neftóbaki og öðrum trúar- legum og andlegum aNMWði. og sannað sé aö islenskar húsmæður hafa einkum varðveitt þá náðar- ágáfu, sem nefnd er veröskyn, er þetta þó misjafnt, eins og annaö. Eina konu þekki ég þó, sem er eins og tölva; veit alla prísa út í hörgul og má þó einu gilda hvort um svo- kallaöar lífsnauðsynjar er aö ræða, eins og soðningu og mjólk, eöa munað eins og grafinn lax og sveppi. Hún hefur þaö allt í kollinum, eöa alit á hreinu, eins og þar stendur, og nýveriö var hún á ferð í Danmörku og hún sagöi frá prísum, sem satt aö segja gjöra mann orðlausan. Hennar prísar voru úr FOTEX (Kaup- mannahöfn), sem er keöja af stór- verslunum á borð við Miklagarð og Hagkaup, og hér á eftir fara tölur, sem hún skrifaði hjá sér í Danmörku, en íslenska veröiö er svo innan sviga, en tölumar eru nú mánaðar gamlar og allt í íslenskum krónum: Smjör, 500 g: Kr. 46,10(119,85) 45% brauðostur, kg: Kr. 116,00 (215,00) 45% Maribo, kg: Kr. 114,00 (218,20) Nýmjólk, 11: Kr. 14,35 (22,30) Léttmjólk, 11: Kr. 11,45 (22,30) Kókómjóik, 11: Kr. 16,38 (34,10) Ávaxtajógúrt, 11: Kr. 18,30 (68,30) Jógúrt, 11: Kr. 29,94(76,80) Þeytirjómi, 0,51: Kr. 31,75(81,40) Grillaöir kjúkllngar: Kr. 90,00 stk. (150,00) Kjúklingar, kg: Kr. 63,30(162,00) Við þetta er því aö bæta, aö islenska verðiö á kjúklingum er þaö verö, sem gilti áður en 70% kjarn- fóðurgjaldiö var lagt á fugla- og eggjabændur, en þessar afuröir munu hækka um helming á Islandi, þar eö um 70% af framleiðslu- kostnaöi kjúklinga og eggja er fóöur. Hvað veldur þessu búvöruokri? Þaö þarf ekki aö fara mörgum orðum um þessar tölur, jafnvel neftóbaksmenn sjá aö þarna er hrikalegur munur á veröi. Við tökum til dæmis eftir því, aö nýmjólk kostar í Danmörku út úr búð kr. 14,35 litrinn, en á Islandi kr. 22,30. Mjólk er ekki niöurgreidd í Danmörku, en hér er hún greidd niður um kr. 2,60 lítrinn. Mjólk út úr búö kostar því raunverulega kr. 24.90 lítrinn á Islandi, eða nær því tvöfalt, því verslunarálagning á mjólkurvörur er helmingi hærri ytra en hér, en þar eruheldur engin samlagssvæði. Islenski bóndinn fær núna kr. 11,30 fyrir sína mjólk, er hann hefur greitt flutning og sjóöagjöld. Undanrennu- musterin og mjólkurstöövamar taka því um það bil 14 krónur fyrir sitt umstang, eöa svipaö og búvöruverö- ið er í Danmörku. Það er mjög auövelt að skilja, aö nautgriparækt hlýtur að vera nokkuö kostnaöarsamari á Islandi en í Danmörku, og er þá átt viö forða- öflun, vönduö fjós og annað, en skil- vindur og mjólkurvélar í mjólkur- búum, ásamt mjólkurgerlum, hljóta þó að starfa með líkum hætti í Danmörku og á Islandi. Vinnslu- vélamar eru líka af sömu gerö og íslensku mjólkurbúin (sum) eru hönnuö í Danmörku. Neytendur eiga því heimtingu á því aö fá aöra skýringu á slakri framleiöni í mjólkurstöðvum, en þá sem er augljós þeim sem fara um þjóö- veginn framhjá þeim staö, þar sem undanrennumusterið er aö rísa á Bitruhálsi í Reykjavík, en allir vita að þar eru menn að byggja sér til skemmtunar fyrir hundruö milljóna, því mjólkurneyslan er aö dragast saman. Þaö er líka fróðlegt aö vita hvernig þessu var háttað á Islandi, áður en við eignuðumst Samlagssvæöin, eða mjólkursovétin. Áreiöanlegur maður sem lenti í stræk sem háseti hjá Eimskip áriö 1934, vegna þess aö hásetar fengu aðeins dósamjólk blandaða meö vatni út á hafragrautinn, sagöi mér aö þá heföi nýmjólk kostað 35 aura í Danmörku, 38 aura í Reykjavík og 25 aura lítrinn norður á Akureyri, þar sem mjólk var þá ódýrust af þeim stööum er Brúarfoss sigldi á. Áriö 1936 kostaði gerilsneydd mjólk frá Korpúlfsstöðum 35 aura lítrinn. En Thor Jensen seldi mjólk á sama verði og gjört var í Kaupmannahöfn á þeirri tíð. Og maður spyr sig því: — Væri nú ekki rétt að fara og senda þingmennina og forystulið verkamanna og launþega útí mjólkurbúö, — svona ööru hverju. Ekki segjum við hér á samlags- svæðinu til um þaö hvaö er rotið og hvaö ekki. En ómegöarmenn finna þó dauninn, hvaðan sem hann nú kemur. Sagt er á stórum stundum aö íslenski mjólkuriðnaöurinn sé á heimsmælikvaröa. Við framsóknar- menn erum sammála um það. Helgin leið í sólarleysi, því hvíta myrkri er Sunnlendingar nefna dag. Þó mátti finna einn sólskinsblett undir Ingólfsfjalli, austanverðu, þar sem heitir í Þrastarlundi, en þar hefur Valtýr Pétursson listmálari hengt upp litla sýningu meö vorsól og bátum. Það er eina ^rvissa sólskinið hér. Sýningu hans 'lýkur um næstu helgi, sumrinu lauk víst í gær. Jónas Guömundsson rithöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.