Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 1
Ríkisstjórnin er komin í minnihluta meðal landsmanna. Þessi breyting hefur orðið á síöustu vikum. Þetta sýn- ir skoðanakönnun, sem DV lét gera fyrir sig með DV-aðferðum dagana 12.—14. október, fyrir rúmri viku. Nú styðja 34% af úrtakinu ríkis- stjómina en voru 37,5% í DV-könnun í september. 38,5 eru nú andvíg stjórn- inni, samanborið við 34% í september. Oákveðin eru nú 16,8% en voru 17,5% i september og þeir sem vilja ekki svara eru 10,7% á móti 11% í september. Þetta þýðir að 46,9% af þeim sem taka afstöðu styðja stjómina en meirihlut- inn, 53,1%, er henni andvígur. Fyrir nokkrum mánuðum hafði ríkisstjómin yfirgnæfandi meirihluta í skoðana- könnunum. tJrtakið var 600 manns, jafnt skipt milli kynja og jafnt skipt milli Reykjavíkursvæðis og lands- byggðar. -hh Mikill herkostnaðuraf 6 vikna verkfalli: Prentarar samþykktu samning- ana með miklum meirihluta — sjá f rétt á bls. 3 — S já nánar á bls. 4 og 5 — saga þess í máli og myndum, svo og annarra frjálsra útvarpsstöðva - sjá bls. 34-37 Starfsemi Fréttaútvarps DV-manna var án efa einn af litríkari köflum undan- genginna verkfallsdaga. Sú saga og saga annarra frjálsra útvarpsstödva er rakin ítarlega í blaðinu í dag. Á þessari mgnd má sjá fólksfjölda í kringum bíl rannsóknarlögreglunnar eftir ad starfsemi Fréttaút- varpsins hafði verið stöðv- uð. DV-mynd: S. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar. TAP SJÁLFSTÆÐIS- OG ALÞÝÐUFLOKKS — Bandalag jaf naðarmanna og kvennalisti bæta við sig—Sjá nánar á bls. 4 og 5 Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur hafa tapað fylgi síðustu vikur en Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista einkum bætt við sig. Þetta sýnir skoöanakönnun, sem DV lét gera fyrir sig með DV-aöferðum 12,—14. október. Alþýðuflokkurinn fær minnst fylgi allra þingflokka. Af öUu úrtakinu reyndust 32,2% óákveðin samanborið við 32,8% í DV- könnun í september og 14,2% vUdu ekki svara spumingunni á móti 14,5% í september. Af þeim sem taka afstööu fær Alþýöuflokkurinn nú 6,2% en hafði 9,8% í september og 11,7% í kosningun- um. Framsóknarflokkur fær nú 15,8% en hafði 13,6% í september og 19% í kosningunum. Bandalag jafnaðar- manna fær nú 8,4% en hafði 5,4% í september og 7,3% i kosningunum. Sjálfstæðisflokkurinn fær nú 40,4% en hafði 44,6% í september og 39,2% í kosningunum. Alþýðubandalagið fær nú 19,9% en hafði 20,3 í september- könnuninni og 17,3% í kosningunum. Samtök um kvennaUsta fá nú 9%, á móti 6,3% í ssptember og 5,5% í kosn- ingunum í apríl i fyrra. Flokkur mannsins kemst nú á blað með 0,3%. (Sjá nánari útlistun inni í blaðinu). — Ortakið í könnuninni var 600 manns og var jafrit skipt miUi kynja og jöfn skipting mUU Reykjavíkursvæðis og landsbyggðar. Spurt var: Hvaða Usta mundir þú kjósa, ef þingkosningar færu fram nú. -HH Fréttaskýring: Straum- hvörfin í samninga- málunum - sjá bis. 18-19 300 verk- fallsverðir í Sundahöfn — sjá f rétt á bls. 2

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.