Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Side 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. 3 Samningur bókagerðarmanna: MIKILL HERKOSTNAÐUR EFTIR 6 VIKNA VERKFALL Bókagerðarmenn og viðsemjendur þeirra náðu samkomulagi í gær í yfir- standandi kjaradeilu. Samningsaðilar höföu þá setið nær sleitulaust á fundum hjá ríkissáttasemjara frá því snemma á laugardaginn. Ymsar tillögur til lausnar höfðu ver- ið lagðar fram af aðilunum á þeim tíma. I gærmorgun lagði svo Guðlaug- ur Þorvaldsson sáttasemjari fram sáttatillögu sem var mitt á milli til- lagna samningsaðila. Þessi tillaga hans var síðan samþykkt óbreytt og lögð fram á félagsfundi prentara í Sig- túni í gær þar sem hún var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Kjarasamningur sá sem nú liggur fyrir felur í sér 10 prósent hækkun launa við undirskrift samninga. Þrjár áfangahækkanir verða á samnings- tímabilinu sem er út árið 1985. Hver þessara hækkana er 3 prósent. Þær koma 1. desember, 1. júní og 1. septem- ber. Þá verða greiddar út 3000 krónur til prentara 30. nóvember og 1500 krón- ur 29. mars á næsta ári. Ef um hluta- starf er aö ræða eru þessar greiðslur í hlutfalli við það. Þá er einnig gert ráö fyrir 600 króna launauppbót til þeirra lægst launuöu í félaginu. Þeir sem hér um ræðir eru að- stoðarfólk og sveinar sem fá borgað eftir taxta eftir eins árs vinnu hjá sama atvinnurekanda. I þessum samningi er hvergi minnst á skattalækkunarleið stjómvalda eða getið uppsagnarákvæða á samnings- timabilinu. En sérstakt ákvæði er um verðtryggingu launa. Þar er kveðið svo á aö ef samið verði um slíkt hjá öðrum fái prentarar einnig slikt í sína samninga. Herkostnaður Þegar prentarar gengu til atkvæða- greiðslu í gær voru liðnar sex vikur og einn dagur frá því að þeir fóru í verk- fall. Það getur verið erfitt að geta sér til um hver herkostnaður þeirra hefur verið í svo löngu verkfalli. I gær sagði ónafngreindur aðili frá VSI að þessi samningur fæli í raun í sér 2 prósenta kauprýrnun miðað við að prentarar hefðu ekki farið í verkfall. Verkfallið hefði þegar kostað þá 15 prósent og upp- haflega áttu þeir kost á að fá 3 prósent 1. september og önnur 3 prósent 1. janúar. APH Muta atkvæða á fólagsfundiþeirra igmr. D V-mynd: Kristján Ari. Ekki samningur um kjarabætur r — segir Þórarinn V. Þórarinsson hjá VSI „Því miöur er þessi samningur ekki um kjarabætur heldur um óraunhæfar kjarabætur,” sagði Þórarinn V. Þórar- insson, aðstoðarframkvæmdastjóri VSI, er hann var inntur álits á kjara- samningi sem bókageröarmenn gerðu ígær. „Eg er dapur yfir þeirri þróun sem hefur verið á samningamálum undan- farið og þessi samningur tekur mið af þeirri þróun,” sagði Þórarinn. Hann sagöi aö sú leiö sem nú hefur verið valin í samningamálum ætti eftir að leiða til aukinnar verðbólgu en ekki kaupmáttar. APH Ragnhildur Helgadóttir menntauála- ráðherra um útvarpslagaf rumvarpið: Vænti sam- þykkis stjóm- arflokkanna „Eg á von á því að stjórnarflokkam- ir standi sameiginlega að því að af- greiða útvarpslagafrumvarpið á Al- þingi og samþykkja það,” sagði Ragn- hildur Helgadóttir menntamálaráð- herra er DV innti hana álits á fram- gangi frumvarps til útvarpslaga sem nú liggur fyrir Alþingi. Frumvarpinu var í gær vísað til menntamálanefndar neðri deildar eft- ir að ein umræða haföi farið fram um það í deildinni. Ráðherra kvaðst búast við því að frumvarpið gæti gengið fljót- lega fram þar sem það hefði verið lagt fram strax í upphafi þings. Það hefði fengið nokkra umfjöllun í nefnd í fyrra. Komnar hefðu verið fram umsagnir frá fjórtán aðilum og fljótlega yrði kallað eftir umsögnum frá fleiri sem láta ættu þær í'té. „Eg held að það blandist engum hugur um það að gera verður breyt- ingu á gildandi útvarpslögum,” sagði ráðherra. „Það er aðeins í samræmi við þá stefnu sem uppi er hjá flestum Evrópuþjóöum um þessar mundir. Takist ekki að afgreiða frumvarpið frá Alþingi þegar um mánaðamótin þá vænti ég þess að afgreiðslan dragist ekki langt fram yfir þau.” -JSS Mál Fréttaútvarpsins til saksóknara í vikunni Niðurstööur rannsóknar á máli út- varpsstjóra gegn Fréttaútvarpinu verða væntanlega sendar til ríkissak- sóknara í vikunni. Andrés Bjömsson útvarpsstjóri kærði starfsemi stöðvar- innar til ríkissaksóknara þann 5. októ- ber sl. Var málinu síðan vísað til rann- sóknar hjá Rannsóknarlögreglu ríkis- ins. Að sögn Erlu Jónsdóttur hjá RLR er rannsókn á því nú lokið. Kvaðst Erla vænta þess að niðurstöður yrðu sendar til embættis ríkissaksóknara í vikunni. Otvarpsstjóri kærði einnig starf- semi Fr jáls útvarps. Hefur rannsókn á því farið fram samhliða rannsókninni á máli Fréttaútvarpsins. Er þess að vænta að niðurstöður þess máls verði einnig sendar ríkissaksóknara í vik- unni. I framhaldi af kæru útvarpsstjóra höfðu fyrirsvarsmenn Fréttaútvarps- ins fariö fram á rannsókn á lögmæti þess að starfsmenn á Ríkisútvarpinu lögðu niður vinnu þrem dögum fyrir boöað verkfall. Þetta mál er nú í rann- sókn hjá RLR. -JSS Hann er íslenskur! Hann erlagaður að líkamanum! Hann fæst með eða ánarmaogmeð hvaða áklæði sem er! Ef hann er 2000 krónum ódýrari en innfluttur stóll, hversu mikið gætir þú þá sparað í næsta skipti sem þú pantar 25 stóla fyrir fyrirtæki þitt? Rétt! 50.000 krónur. Hvernig gæti fyrirtækið haft not af 50.000 krónum aukalega? Hvernig sem þú vilt nota peningana þá ertu alltaf velkominn. | Á f f FX f iI If Lf Hjá okkur gerir þú hagkvæm F innkaup. Viðopnum klukkan 8. SMIÐJUVEGI 5, KÓPAVOGI, SÍMI43211

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.