Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Matarreikningar —á síðasta ári og nú_ — dæmi frá þremur f jölskyldum Aðalkostirnir viö að halda heimilis- bókhald eru að sjálfsögðu að vita eftir að buddan tæmist í hvað peningarnir hafa fariö. Og síöar að geta flett upp í bókhaldsgögnum og séð svart á hvítu hvaða útgjaldaliðir hafa reynst þyngstir í rekstrinum og hverju mætti breyta. Heimilisbókhald okkar hér á DV með neytendum byggist á kostnaði heimila á mat- og hreinlætisvörum, nánar íörum viö yfirleitt ekki í heimilis- reksturinn. Þó eru margir neytendur sem senda okkur á sínum upplýsinga- seðlum tölur yfir aöra útgjaldaliði heimilanna og á þeim tölum má margt byggja. En kostnaöur vegna matarkaupa og hreinlætisvara er sá liður sem ekkert heimili getur sniðgengið, aðrir kostnaðarþættir eru breytilegir eftir umfangi heimilanna og aöstæðum. Dýrtíðina mælum við oftast eftir matarkaupum, svona dagsdaglega. Hækkun fasteigna á markaðnum eöa tollahækkanir á heimilistækjum eða öðrum hlutum kemur ööruvísi út í heimilisrekstrinum. Við höfum fært hér í bókhaldsbækur tölur yfir þann framfærsluþátt fjöl- skyldna sem að mat- og hreinlætis- vörum snýr. Því er samanburður við fortíðartölur auðveldur. Samanburður á milli ára Okkur datt í hug að taka þrjú dæmi úr gögnum okkar til að gera saman- burö á milli ára á rekstri heimilanna að einhverju leyti. Það kom nýlega fram í fréttum að matvæli almennt hafa hækkað um 54,3% á tímabilinu 1. maí 1983 til 1. september 1984. Þetta kom meðal annars fram í útreikning- um Verðlagsstofnunar á sextán út- gjaldaliöum heimilanna þetta timabil eða á starfstíma ríkisstjórnarinnar. Utreikningana gerði Verðlagsstofnun fyrir fréttastofu sjónvarps. Þar kemur einnig fram að fram- færsluvísitalan hefur hækkað um 44,3%. Dilkakjöt, heilir skrokkar, hef- ur hækkað um 68,2%, egg um 77,5% og mjólk um 77,7%, svínakjöt (læri með beini) um 38,1%. Á sama tíma hafa laun hækkaö um 20,3%. Tæp 60% hækkun Hvað segja okkar tölur? Fyrsta dæmið tökum við af fjölskyldu á Norðurlandi sem hefur sent okkur upp- lýsingaseöla mánaðarlega um langt skeið. Við sjáum aö þessi fjölskylda, sem er þriggja manna, keypti mat fyr- ir tæpar þrjátíu þúsund krónur fyrstu sjö mánuði síðasta árs 1983. Og norðan- fjölskyldan okkar hefur í ár, tímabilið jan.—júlí, varið tæpum f jörutíu og átta þúsundum króna í mat og hreinlætis- vörur. Aö meðaltali þurfti hver einstakl- ingur í fjölskyldunni rúmar 1400 krónur á mánuði fyrir þessum vörum eða tæpar 10 þúsund krónur í sjö mán- uði. Nákvæmlega voru matarreikning- ar viðkomandi fjölskyldu 29.826 krónur, tímabilið jan,—júlí 1983. En í ár hefur sama f jölskylda keypt mat- og hreinlætisvörur fyrir 47.514 krónur, sama tímabil. Mánaðarlegt meðaltal hvers einstaklings 2263 krónur, í fyrra rúmlega 1400 krónur. Þessi heimiliskostnaður þriggja manna fjölskyldunnar fyrir noröan er rúmlega 59% hærri fyrir fyrstu sjö mánuði ársins 1984 en hann var árið 1983. Sex á Austurlandi — fimm í Reykjavík Þá getum við næst tekið dæmi af sex manna fjölskyldu á Austurlandi sem einnig hefur sent okkur upplýsinga- seðla mánaðarlega í nokkur ár. Matar- reikningur þeirrar fjölskyldu er rúm- um 43% hærri fyrir áðurnefnd tímabil nú í ár en var í fyrra. A tímabilinu jan.—júlí greiddi fjöl- skyldan sú rúmar 55 þúsund króna matarreikning árið 1983 en rúmar 80 þúsund krónur í ár. Síðasta dæmið er frá fimm manna fjölskyldu i Reykjavík. Hver einstakl- ingur í Reykjavíkurfjölskyldunni þurfti rúmar 11 þúsund krónur fyrir mat- og hreinlætisvörum sjö mánaöa tímabiliö 1983. Samtals var matar- reikningur fjölskyldunnar þá 57.200 krónur. Nauðþurftirnar kostuðu þessa einstaklinga sömu mánuði ári síðar 17.372 á mann eða tæpar 87 þúsund krónur samtals. Sem sagt mat- og hreinlætisvörur fimm manna fjölskyldunnar okkar í Reykjavík kostar nærri 52% meira fyrstu sjö mánuði ársins 1984 en Upplýsingaseðill til samanbuiðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? k'insamlega scndið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þálttak- indi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar jölsks Idu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von um að fá nytsamt heimilis- æki. Nafn áskrifanda ___________________________________________— Heimili Sími Fjöldi heimilisfólks _ Kostnaður í ágúst 1984. Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. vörurnar kostuðu sama tímabil árinu áður. Þrátt fyrir allt og allt Niðurstööur þessarar lauslegu samantektar á hækkun matarkostnaö- ar samkvæmt heimilisbókhaldi DV eru eftirfarandi: Umræddur kostnaður hjá þriggja manna fjölskyldu hefur hækkað á þessu tímabili um rúm 59%. Hjá sex manna fjölskyldu nemur hækkun 43% og hjá fimm manna fjöl- skyldunni um 52%. Meö þessum orðum og tölum erum viö ekki að slá því föstu að matur hafi hækkað nákvæmlega sem þessu nem- ur. Það getur líka veriö að fjölskyld- urnar hafi eytt meiru — að neyslu- mynstriö hafi breyst á einhvern hátt. Það eina sem liggur til grundvallar eru tölur yfir mánaðarlegan kostnað mat- og hreinlætisvara þennan tíma. En nokkuö eru þessar hækkanir á svipuðu róli og útreikningar Verðlagsstofnunar sem áður er getiö. Þaö er að matvara almennt hafi hækkað um 54,3% — reyndar ná útreikningar Verðlags- stofnunar yfir aðeins styttra tímabil en í okkar dæmum. Allar líkur benda til að matar- kostnaðurinn í heimilishaldinu hafi hækkað töluvert — þrátt fyrir „hjöðn- un” verðbólgu — verðsamkeppni og aukið vöruúrval. Þeim mun áþreifan- legar koma þessar hækkanir á mat- vöru við budduna okkar þegar launa- hækkanir hafa ekki hækkað sem þessu nemur. -ÞG * - - Þrátt fyrir aðgát neytenda viö innkaup, verðsamanburð og fíeira hækkar kostneöu. Jnn viÖ matarkaup sífellt iheimilishaldinu. Náttúruverndarráð hefur áhyggjur af einnota umbúðum Á fundi sem haldinn var í Náttúru- vemdarráði var samþykkt að mikil- vægt væri aö settar yrðu ákveðnar reglur og lög um innflutning, notkun og endumotkun umbúða hér á landi. Þetta er í raun ítrekun á fyrri sam- þykktum ráðsins og beinir það enn einu sinni þeim tilmælum til ríkis- stjómarinnar og Alþingis aö gert verði átak í þessum efnum. I frétt frá Náttúruvemdarráði segir að á undanförnum árum hafi verið fjallað um þá hættu sem stafar af notkun umbúða af ýmsu tagi og einkum þeim umbúðum sem aðeins eru notaðar einu sinni. I samþykkt Náttúruvemdarráðs frá 1981 er þegar bent á að löngu sé oröiö nauðsynlegt að semja lög og reglu- gerðir um notkun þessara umbúöa. I fréttinni segir einnig: Þar sem notkun einnota umbúða hefur aukist síöan þessi samþykkt var gerð, og nú nýlega er farið að auglýsa sérstaklega hagræði þess að kaupa íslenska gos- drykki í einnota umbúðum, þá fjallaði Náttúruvemdarráð um þessi mál á fundum sínum 14. og 15. ágúst sl. Þar kom fram að full ástæöa væri til að staldra viö og athuga nánar hve mikinn kostnað þessi síaukna notkun umbúða hefði í för með sér fyrir þá sem sjá um hirðingu sorps og úrgangs, bæði í bæjum, til sveita og á ferða- mannastöðum. Þá væri ekki síður ástæða til að menn gerðu sér betur grein fyrir því hér á landi að auðæfi jarðar eru ekki óþrjótandi og því nauð- synlegt að endumýta sem mest af þeim margvíslegu efnum sem notuö eru til hinna ýmsu þarfa í nútíma þjóð- félagi, svo sem áhöld, verkfæri, dag- blöð og umbúðir en þetta er gert í síauknum mæli í nágrannalöndum okkar. -APH. Heimilisbókhald DV: Júlíverðlaun — íBorgarnes Verðlaunaseðill júlímánaðar var dreginn úr innsendum upplýsinga- seðlum fyrir skömmu. Nafn áskrif- anda DV á þeim seðli sem dreginn var úr bunkanum er Helga Jósefs- dóttir, Fálkakletti 6 Borgamesi. Samkvæmt upplýsingum á seðlin- um er fjöldi heimilisfólks þar fjór- ir. Vinningshafinn, Helga Jósefs- dóttir, mun velja sér heimilistæki að andvirði þrjú þúsund og fimm hundruð króna sem verðlaun frá DV vegna þátttöku í heimilisbók- haldinu okkar. Síðar verður greint frá vali Helgu og afhendingu verðlauna júlímánaöar. -ÞG Náttúruverndarráö er ekki hrifið af þviað nú eru komnar á markaö einnota gosfíöskur og villað samin verði iög um notkun siikra umbúöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.