Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Side 4
4 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir viku: RÍKISSTJORWIN KOMIN í MINNIHLUTA Ríkisstjórnin hefur tapað miklu fylgi síðustu vikur. Ríkisstjórnin er nú í múmihluta meðal landsmanna. Þetta sýmr ikoðanakönnun, sem DV lét gera fyrir sig 12,—14. október, fyrir rúmri viku. Ríkisstjórnin hefur tapaö mjög síðan DV gerði skoðanakönnun í september. Af öllu úrtakinu styðja 34 prósent nú ríkisstjórnina, sem er 3,5 prósentustig- um minna en var í september. And- vígir ríkisstjórninni eru nú 38,5 prósent eða 4,5 prósentustigum meira en var í september. Oákveðnir eru nú 16,8% sem er 0,7 prósentustigum minna en var í september. Þeir sem vildu ekki svara spurningunni eru 10,7% eða 0,3 prósentustigum minna en var í könnuninni í september. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar um afstöðu til ríkisstjórnarinnar urðu þessar. Ti! samanburðar eru niðurstöður D V-kannana á kjörtíma- bitinu: Nú Sept. '84 Maí '84 Mar* '84 Okt. 83 Fylgjandí 204 eða 34% 37,5% 49,5% 56,8% 48,2% Andvigir 231 eOa 38,5% 34% 23,7% 17,2% 27,7% Oákvoðnir 101 eOa 16,8% 17,5% 19,2% 21,5% 20,7% Svara ekki 64 eOa 10,7% 11% 7,7% 4,5% 3.5% Ef aöoins eru teknir þeir, sem taka DV- og Hagvangskannana: afstöóu, veróa nióurstöóurnar þessar. Til samanburöar eru nióurstöóur fyrri Nú DV sept. '84 Hv. júli DVmaí Hv. apr. DV man DVokt. '83 Fylgjandi 46,9% 52,4% 68,6% 67,7% 77,2% 76,8% 63,5% Andvigir 53,1% 47,6% 31,4% 32,3% 22,8% 23,2% 36,5% Ef teknir eru þeir, sem taka afstöðu, fylgja 46,9% nú ríkisstjórninni en 53,1% eru henni andvígir. Fylgi ríkis- stjómarinnar hjá þeim sem taka af- stöðu hefur minnkað um 5,5 prósentu- stig síðan í september og andstaðan vaxið að sama skapi. Ef litið er til lengri tíma hefur fylgishrun stjómar- innar orðið mikið. Stjórnin naut í mars síðastliönum fylgis 77 prósenta þeirra sem tóku afstöðu. I maí í vor var fylgi hennarum68%. Könnunin var gerð með DV-aö- ferðum í hvívetna. Urtakið var 600 manns, og var jöfn skipting milli kynja og jöfn skipting milli höfuðborgar- svæðisins og annarra landshluta. Spurt var: Ertu fylgjandi eöa and- vígur ríkisstjórninni? -HH Ummæli f ólks í könnuninni: r MINNKANDITILTRU Á STJÓRNINNI „Ég vil losna við rikisstjórnina sem fyrst, með góðu eða illu,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu, þegar hann svaraði spurningunni í skoðanakönn- uninni. „Leggja ætti niöur stjórnmála- flokka og velja gott fólk í rekstur þjóð- félagsins,” sagði kona úti á landi. „Rikisstjómin á endilega að vera áfram, þvi að allt sem aflaga hefur farið er þeim að kenna sem á undan sátu,” sagði kona á Reykjavikursvæð- inu. „Stjómin ætti að sjá sóma sinn í aö segja af sér,” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Ég er farinn að efast um ágæti ríkisstjórnarinnar upp á síð- kastið,” sagði kona á Suðurlandi. „Sami rassinn undir öllum þessum ríkisstjórnum,” sagði karl á Vestfjörð- um. „Þetta er allt sama pakkiö. Það hefur sýnt sig að það skiptir ekki nokkru máli hverjir stjóma hér,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. „Viö verðum að bíða og sjá hvað gerist á næstu dögum. Þaö er of snemmt að dæma ríkisstjómina til dauða,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. , .Almenningur er að tala um að þessi stjóm hafi ekki staðið sig. Hvað hafa hinir flokkamir gert þegar þeir hafa verið í stjóm?” sagði karl á Reykja- víkursvæðinu. „Ríkisstjórnin er að missa fylgi meðal almennings. Það hefði hver sem er getaö verið búinn að minnka verðbólguna með þessum aö- ferðum,” sagði karl á Reykjavíkur- svæðinu. „Ríkisstjórnin hefur brugöist vonum mínum síðustu daga,” sagði karl á Norðurlandi. „Ég er fylgjandi Albert Guðmundssyni í ríkisstjórninni. Hann hefur staöið sig vel,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Mestu skiptir að koma Albert úr stjóminni,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Góðir menn í ríkisstjórninni. Islendingar em einfaldlega að verða brjálaðir,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Eg hef alltaf verið sjálfstæöis- manneskja, en maður veit ekki hvaö Talsverðar breytingar yrðu á þingliðinu, afkosið vœri nú. maöur gerir þegar allt veltist svona stjórnlaust,” sagöi kona á Reykja- víkursvæðinu. „Maður er hálfmglaður í þessu þessa dagana,” sagöi önnur. „Kýs engan. Allir fyrir neöan allar hellur,” sagöi kona á Norðausturlandi. „Eg veit ekki hvaö ég myndi kjósa. Þetta er allt sama tuggan,” sagði kona á Reykjavíkursvæðinu. „Ég hef alltaf kosið Alþýðubandalagið og geri það áfram,” sagði önnur. „Sjálfstæðis- flokkurinn gat stjórnað, en hann getur þaö greinilega ekki lengur,” sagði karl á Reykjavíkursvæðinu. „Ég þekki Steingrím og myndi því kjósa hann ef kosningar fæm fram í dag,” sagöi kona á Reykjavíkursvæðinu. -HH idagmælir Dagfari í dag mælir Dagfari í daa mælir Daafari í stríði við þjóðina Dagfari fór ekki i verkfall en lenti i þeim ósköpum að verða fyrir barð- inu á því eins og fleiri. t upphafi stóð Dagfari í þeirri meiningu að BSRB hefði farið í verkfall gegn ríkinu og hafði ekkert nema gott eitt um það að segja. Við erum jú öll á móti rík- inu. En svo siökktu þeir fyrir útvarp- ið og sjónvarpið, stoppuðu strætó, lokuðu dagheimilunum, hættu að bera út póstinn og höfðu melra að segja í hótunum við fólk sem ætlaðitil útlanda. Þá fór að káraa gamanið og Dagfara var ljóst að BSRB var ekki komið í stríð við ríkið heldur allan almenning í landinu. Óneitanlega kom þetta flatt upp á marga því ekki var til þess vitað að venjulegir borg- arar, gamalt fólk, einstæðar mæður eða bíllausar f jölskyldur í Breiðholt- inu hefðu nokkuð það til saka unnið gagnvart opinberum starfsmönnum sem kallaði á þessi ósköp. Maður skilur það vel að blessað fótkið vilji harra kaup en maður vissi það ekkl fyrr en í þessu verkfalli að ráðið til að fá launin hækkuð væri aö hefna sín á blásaklausum borgur- unum. Gamli maðurinn í íbúðinni við hlið- ina á mér kom stundum á síðkvöld- um og spurði hvað klukkan væri, sennilega til að athuga hvort fleiri lifðu þessa styrjöld af heldur en hann sjálfur. Vissi hann þó raunar ekki fyrir víst hvort hann væri lífs eða liö- inn, enda fór það svo, þegar hann hrökk upp af um miðjan október, að kjaradeilunefnd lagði bann við því að iát hans væri kunngert. Þaö verður þó að meta það við út- varpið að það lagði það á starfsmenn sina að gefa frá sér hljóðmerki á klukkutímafresti svona rétt til þess að þjóðln fengi vitneskju um að ailt væri með felldu. Verður BSRB mönn- um seint fullþökkuð sú tillitssemi, enda ekki að efa að íslendingar kunna nú betur að meta Gufunes- radíóiö fyrir hina vönduðu dagskrá hljóðmerkjanna. í fyrstu átti Dagfari erfitt með að skilja hvers vegna verkfallsverðir viidu koma í veg fyrir flugferðir milli landa. En á því er augljós skýring þegar betur er að gáð. Auðvitað hlýt- ur það að vera kappsmál fyrir opin- bera starfsmenn að sem flestir njóti þeirrar lifsreynslu að sitja undir verkfalll þeirra. (Jr því að sú stefna var tekin upp að beina spjótum sin- um að fólkinu en ekki ríkinu var auð- vitað um að gera að halda sem flest- um í Iandinu, - og útlendingum lika. Eða hvers vegna ættu eriendir ferða- langar að sleppa við refslngu úr því þeir á annað borð leyfðu sér að hafa samneyti við tslendinga sem vora vondir við BSRB? Ekki tókst að stöðva flugið með öllu en það var ekki verkfallsvörðum að kenna. Hins vegar náðist sá árangur að stööva skipin, skólana, áfenglð, póstinn, strætisvagnana og útvarpið, ef frá era talin hljóðmerk- in. Með því að blöðin komu ekki út, hafði þjóðin gott næði til að lesa yfir BSRB-verkfallstfðindi sem að sjálf- sögðu voru full af hlutlausum frétt- um. En það mun hafa verið megin- ástæðan fyrir stríðinu gegn frjálsu útvarpsstöðvunum að þær fluttu hlutdrægar fréttir. Slíkt gengur auð- vitað ekki þegar menn vilja fara að iögum. BSRB hefur svo sannariega haft lögin sín megin sem sjá mátti á kröfugöngu löggunnar svo ekki sé taiað um þá löghlýðni sem kom fram í því að verkfallsverðir sögðu lög- reglumönnum fyrir verkum viö hlið- in á Keflavikurflugvelli. Enn sér ekki fyrir endann á stríði opinberra starfsmanna gegn þjóð- inni. Vonandi lifir þjóðin þetta stríð af. Það er jú hún sem á að borga brúsann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.