Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd RáðherraíPortúgal: Baðstrendumar mengaðar Portúgal er land sólarinnar, bað- strandanna og sjávarins sem himn- eskt er aö synda í. Á þessu ári er bú- ist við 10 milljón ferðamönnum til Portúgais. Þeir koma langflestir til að liggja á sólarströndum landsins. En ef ekkert er aö gert má allt eins búast við að strandirnar verði mann- fáar og sjórinn auður innan tíöar. Sjórinn við sólarstrandir Portú- gals er svo germengaður að heil- brigðishætta er af og einn ráðherra Portúgalsstjórnar hefur lagt til að sumum helstu baðströndum landsins verði lokað. Ráðherrann, Francisco Sousa Tavares, sem er lífsgæðaráð- herra Portúgals, vakti mikla athygli þegar hann sagði í útvarpi að strand- irnar milli Lissabon og Cascais — Costa do Sol strandirnar svonefndu — væru svo mengaðar að þær ætti að banna til baða. Hann bætti við aö einnig væru merki mengunar í Algarve þar sem mikið er um erlenda ferðamenn, þar á meðal íslenska. „Þaö hafa komið upp vandamál með magapínu vegna mengunarinn- ar í Algarve,” sagði Sousa Tavares. En hann sagði aö sjálfur gæti hann ekki skipað að ströndunum yrði lok- að. Það væri nefnd undir skrifstofu forsætisráðherra sem sæi um þessi mál. Hann væri hins vegar að ræða máliö við Mario Soares forsætisráð- herra í von um að fá yfirráö yfir ströndunum. Skolpvandamál Staðaryfirvöld í Cascais eru ósam- mála Sousa Tavares. „Staðreyndir, sem við höfum aðgang að, styðja ekki yfirlýsingar hans og við tökum þær aðeins sem varnaðarorð fyrir framtíðina.” En borgarráö staöarins viöurkenndi að strandmengun heföi verið vandamál í mörg ár og aö nauðsynlegt væri að hef ja meiri hátt- ar hreinsun á svæðinu. Aðallega þarf aö leysa skólpvandamál en einnig stafar mengun af rusli sem safnast fyrir á ströndunum. Mengunin virðist vera verst þar sem Portúgalar sjálfir baða sig en einnig er mengunarvandamál í Al- garve þar sem erlendu ferðamenn- imir dvelja aðallega. Forseti ferða- málasambands Algarve sagði í út- varpsviötali nýlega að læknar hefðu tekið prufur af sjónum við strendur Algarve og staðfest að sjórinn við suðurströndina væri mengaður. Á sólarströndum Portúgals. Betra eraö passa sig 6 sjónum sums staðar. Eyðileggja efnahaginn Blaðiö Diario de Noticias í Lissa- bon, sem er í eigu ríkisins, segir í leiðara: „Sousa Tavares hefur greinilega sýnt okkur hve staöan er alvarleg og bent á hættusvæðin sem eru að myndast í Algarve og sem myndu ekki bara eyðileggja eölilegt um- hverfi þar heldur einnig orðstír feröamannastaðarins — og þar með efnahaghans.” Einnig sagði blaðið að samkvæmt eigin könnunum stæðust aöeins sjö af 26 ströndum Costa do Sol svæðisins (sem er ekki Costa del Sol svæðið sem er á Spáni) heilbrigöiskröfur Efnahagsbandalags Evrópu. Peningar Vandamáliö er peningar. Að hreinsa Cascais strandsvæðið myndi kosta um 1800 milljónir króna, sagði Sousa Tavares. En hann benti líka á að það væri með öllu órökrétt að vera með háar hugmyndir um feröa- mannaiðnaöinn, náttúrufegurðina og hreinan bláan sjóinn þegar mengun- in værí slík að hún ógnaöi heilsu ' manna. Og blaðið klykkti út með að segja: „Við getum ekki talaö um ágæti vöru semer rotin.” I Jalta var kveikt þrætuglóð sem logað hefur i fjörutíu ár Frammi fyrir risamálverki af gömlu jöxlunum, Stalín, Roosevelt og Churchill, stendur rússneski leiö- sögumaðurinn og þylur upp úr sér fróðleikinn fyrir túrhestana en bætir við: „Nú til dags er Reagan Banda- ríkjaforseti að reyna að rifta sam- komulaginu sem undirritaö var hér nákvæmlega í þessum sal.” Langi'tf þrætugfóð Þessi umræddi salur er í Lívadía- höllinni í Jalta sem er orðinn eins konar Mekka fyrir sovéska og út- lenda ferðamenn er ákafir vilja sjá þennan sögufræga staö. Þar sem leiðtogar þriggja bandamanna úr síðari heimsstyrjöldinni komu sér saman um mótun heimsmyndarinn- ar eftir stríð og kveiktu um leið þann ágreiningsneista er aldrei hefur slokknað síðan. — Nálgast þó þaö að fjörutíu ár verði liðin síðan því að þetta var í febrúar 1945. Deilumar hafa fremur magnast en hitt á þess- umlanga tíma. 1 hádegisverðarboöi í Hvíta húsinu um miðjan síðasta mánuð sagði Reagan forseti við hóp pólskættaöra Bandaríkjamanna aö hann vísaði á bug „sérhverri þeirri túlkun á Jalta- samkomulaginu sem fæli í sér aö Bandaríkin legðu blessun sína á skiptingu Evrópu i áhrifasvæði”. — Stóð ekki á viöbrögðum Kremlverja sem létu í veðri vaka að Reagan væri að niðurlægja Sovétríkin og Pól- landsstjórn. „Enginn hefur rétt til þess aö draga í efa ákvarðanimar á Krímskagaráðstefnunni.. . Enginn og þar með ekki heldur Hvíta húsið,” birtist í skrifum Tass-fréttastofunn- ar sovésku. Misvísandi framtíðarsýn fyrir 40 árum Á Jalta-ráðstefnunni reyndu leið- togar bandamanna aö nálgast lausn- ir vandamála sem þeir vissu að stríð- iö mundi láta eftir sig. Eins og Stah'n skrifaði sjálfur eftir stríð, þá var hann ráöinn í aö sjá til þess „að ríkisstjómir hiiöhollar Sovétríkjunum” kæmu til valda í Austur-Evrópuríkjunum. — Hann var nefnilega þeirrar trúar að fjand- semi þessara landa í garð Sovétríkj- anna hefði örvað nasista til hern- aðaraögerðanna. Eitt atriðið var að miða austur- landamærí Póllands við Curzon-lín- una sem Curzon, breski lávarðurinn, hafði átt áður hugmyndina að. Hún miðaði skipti landanna við skiUn milU byggöa Pólverja og Slava. — 1 raun voru vesturveldin þar með að samþykkja innUmun Sovétmanna á austurhiuta PóUands frá því 1939 og ætlunin var að bæta Pólverjum það upp með innUmun hluta Austur- Þýskalands í PóUand. önnur atriði samkomulagsins gerðu síöan ráð fyrir frjálsum kosn- ingum í Austur-Evrópulöndunum. I reyndinni sölsuðu kommúnistar und- ir sig ÖU völd og nutu tilstyrks sov- éska innrásarliðsins sem hrakið hafði þýska hernámsliðið úr landi. Marggagnrýnt Sagnfræðingar hafa síðan deilt um að hve miklu leyti Sovétstjóminni hefðu verið veittar frjálsar hendur til athafna í Austur-Evrópu og um skyn- semi þess. Breskir sagnfræðingar hafa sakað Roosevelt um barnalega einfeldni í samskiptum viö Stah'n og Viðhafnarkvöldverður í lok Jalta-ráðstefnunnar fyrir nær 40 árum. Það er ChurchUl sem er að lesa upp af blöðum en Roosevelt virðist íhuga gaumgæfilega orð breska ljónsins. Stalin virðist búlnn að missa mesta áhugann, kannski með hugann við hvemig hann ætli að halda á spilunum í A-Evrópu. tilfæra til dæmis þessa yfirlýsingu hans: „Stalín er ekki heimsvalda- sinni.” — En Churchill þeirra Breta hefur ekki farið varhluta af gagnrýn- inni, því að honum hefur verið legið á háisi fyrir að senda aftur austur fyr- ir járntjald stríðsfanga sem breskt herlið frelsaði í Þýskalandi. Flestir þeirra létu hfið í fangabúðaeyja- klasa Stah'ns, dæmdir sem föður- landssvikarar. Bandaríkin og Sovétríkin gerðu einnig með sér samkomulag sem samþykkt var síðar af Bretum en það fól í sér umbun til Sovétmanna fyrir að vísu síðkomna þátttöku þeirra í hernaðinum á vígstöðvunum í Austurlöndum fjær. Það varð grundvöllurinn að eilifum deilum Rússa og Japana um nyrstu eyjar Japans og landamæraerjum Rússa ogKínverja. Charles de Gaulle hershöfðingi og Helmut Schmidt kanslari eru í hópi þeirra leiðtoga Evrópu sem síöan hafa fordæmt Jalta-samkomulagið sem kaldranalega tilburði risaveld- anna til þess að skipta Evrópu á miili sin. Annar sjónarhóii í Moskvu I Moskvu er hins vegar litið á sam- komulagiö sem óhagganlegan sátt- mála í líkingu við Helsinki-sáttmál- ann frá öryggisráðstefnunni 1975. — Á Vesturlöndum heyrast þó raddir sem kaila Helsinkisáttmálann „að- eins staöfestingu á óréttlæti Jalta- samkomulagsins ”. Minnast 40 ára afmæiisins Víða á meginlandinu eru nú i undirbúningi ýmis hátíðahöld og við- burðir til þess að minnast stríðslok- anna fyrir fjörutíu árum en margt af því mun árétta örlagavefinn sem spunninn var í Jalta. Arftakar mann- anna, sem settir voru í valdastóla A- Evrópulanda, skrifa greinar í Pravda til þess að lýsa þakklæti þjóða þeirra fyrir frelsun Rauða hersins á landi þeirra úr klóm nas- ismans. Sovéskir fjölmiölar fara hamförum gegn V-Þýskalandi og saka stjórnvöld þar um aö grafa und- an a-þýska ríkinu með óbilgjömum kröfum til glataöra landsvæða. Söguslóðum haldið við 1 Jalta heitir aðalgatan enn eftir Franklin D. Roosevelt og í Livadíahöll stendur brjóstmynd af honum við hlið brjóstmyndar af Stalín. Livadía var sumarhöll Rússakeisara á hæð einni skammt frá sumarhúsi sem Leonid Bresjnef var reist. Skammt frá er önnur höll þar sem Winston Churchill dvaldi vikuna sem ráð- stefnan fræga var haldin. Ferðafólki er stundum bent á ljónsstyttu sem Churchill vildi gjaman kaupa því að hún líktist honum s jálfum svo mjög. Og það mega leiösögumennimir eiga að nógu eru þeir diplómatískir til þess að hlífa breskum og banda- rískum ferðamönnum við ræðustúf- um um Reagan og afturhaldssinnana í Bonn. Þeir sýna enn meiri tillits- semi þegar mikið ber á Þjóðverjum í hópnum, hlustandi með andakt á leiðsögumanninn inni í salnum sem þakinn er myndum af sprengjurúst- unumíBerlín.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.