Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ 687858 SÍMIIMN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-'11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022./ Hafir þú ábendingu - eða vitneskju um frétt — hringdu þá í sima 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1984. Iðnrekendur ræða verkbann A félagsfundi Félags íslenskra iön- rekenda, sem haldinn verður á morgun, veröur leitaö eftir heimild til aö boöa verkbann á iðnverkafólk. Verkfall opinberra starfsmanna er nú þegar fariö aö valda stöövun iön- fyrirtækja. Steypustöövarnar stöðvuðust fyrir helgi vegna skorts á sementi og Nói, Hreinn og Síríus, Rafha, Sigurplast og Glerborg eru aö stöövast vegna hráefnisskorts. Fjögur síöastnefndu fyrirtækin hafa tilkynnt til Iöju, félags verksmiðjufólks, aö þau hafi í hyggju aö nýta sér þaö ákvæði kjarasamninga sem heimilar atvinnu- rekendum aö taka fólk út af launaskrá ef fyrirtækin stöðvast vegna hráefnis- skorts eöa annarra óviöráöanlegra or- saka. Viö slíkar aðstæöur eiga launþegar þó rétt á atvinnuleysis- bótum en svo yröi ekki ef verkbann yrðilagtá. Skiptar skoðanir eru meöal iön- rekenda um þessa verkbannsheimild. Flest iönfyrirtækin eru enda í fullum rekstri þótt mörg þeirra séu aö stöövast vegn verkfalls BSRB. Það-er hins vegar framkvæmdastjóm Vinnu- veitendasambandsins sem tekur endanlega ákvöröun um boðun verk- banns, eftir tillögu frá viökomandi fé- lagi atvinnurekenda. -ÓEF. Kratarfresta flokksþingi Alþýöuflokksmenn hafa frestaö flokksþingi sínu sem ráögert var aö setja næstkomandi föstudag. Aö sögn alþýöuflokksmanna, er DV ræddi viö, er ástæðan helst sú aö til lítils sé að halda flokksþing meöan engir fjöl- miðlar eru í gangi og svo hitt aö and- rúmsloftið innan flokksins sé „skrýtið” eins og einn orðaöi það. „Ég býst ekki viö aö formanni flokksins verði velt úr stólnum þegar aö flokksþingi kemur,” sagöi einn fyrr- verandi alþýðuflokksþingmaður í sam- tali viö DV. „Til hvers er líka að vera að halda uppi deilum um hver sitji í stólunum þegar fljótiö flæöir framhjá,” bætti þingmaöurinn fyrr- verandi viö. -EIR. Blaðamenn á f undi til fjögur — verkfall boðað á sunnudag Samninganefndir blaöamanna og blaöaútgefenda komu saman klukkan 8 í gærkvöldi og stóö fundurinn til klukkan 4 í nótt. Eitthvað þokaöist í samkomulagsátt. Nýr fundur hefur verið boðaöur klukkan 2 í dag. Blaða- mannafélag Islands hefur boðaö verk- fall frá og með aðfaranótt næstkom- andi sunnudags. -ÓEF. Jafnt innanlands sem utan. LOKI Mór er sagt að Reykjavík- ursamningarnir hafí verið slóttir og — felldir. _________________________ . V ‘ : '% íí'V^'.V V % ' - - * í Baldvln Elnarsson var orðinn allhress í gær: og reri síðan eftir félaga sinum. Synti 500 metra i land DV-mynd K.A. „Háværar raddir um að stjórnin grípi inn í ” — segir Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra „Ríkisstjómin hefur farið þá leið aö reyna frjálsa samninga en þaö hefur ekki leitt til skynsamlegra niðurstaðna og nú eru þær raddir æ háværari sem knýja á um að stjórnin grípi inn í samningamálin,” sagöi Steingrímur Hermannsson forsætisráöherra í sam- tali við DV er viö inntum hann álits á nýgeröum samningum bókagerðar- manna og prentsmiðjueigenda. Um samningana sjálfa sagði Steingrímur: „Ef þessir samningar verða lagir til grundvallar í almennum kjara- samningum nú getur hver sem er reiknað þaö út aö þaö þýöi aukna veröbólgu og að kaupmáttur þeirra samninga hverfi á skömmum tíma.” Nýgeröir samningar bókageröar- manna og prentsmiöjueigenda fela í sér rúmlega 20% hækkun á samnings- tímanum sem er út árið 1985. „Það liggur ljóst fyrir að aðrir hópar launamanna muni vart sætta sig við minna en felst í þessum samningum og ef fiskvinnslufólk og sjómenn semja um eitthvað svipaö verður staöa sjávarútvegsins enn verri en hún er og var hún ekki beysin fyrir,” sagði hann. Steingrímur vildi ekki segja til um hvort eöa hve mikil gengisfelling myndi fylgja í kjölfar þess aö samiö yröi við fiskvinnslufólk á svipuöum grunni og samið var viö bókagerðar- menn. -FRI. Bæjarstarfsmenn samþykktu naum- lega á Akureyri Bæjarstarfsmenn á Akureyri samþykktu nýgerða kjarasamninga í gær meö 9 atkvæða mun. Já sögöu 203 eöa 49,75% en nei 194 eða 47,55%. A kjörskrá voru 555 og 408 kusu sem er 73,51%. Auðir seðlar og ógildir töldust 11 eða 2,7%. Samkvæmt þessum nýja samningi hækka laun um 3% frá 1. september og 7% viö undirritun samnings. Þann 1. janúar 1985 hækka allir launaflokkar um 800 krónur og 1. maí aftur um sömu upphæð. Til viðbótar fá starfsmenn bæjarins 4500 króna persónuuppbót 1. nóvember 1984. I samningnum er einnig gert ráð fyrir að launakerfi bæjarins verði endurskoðað fyrir 1. júlí á næsta ári. I bókun sem fylgir aðalkjarasamningi segir m.a. aö gera skuli samanburðar- könnun á launakjörum á vinnu- markaöi á Akureyri. Einnig skuli endurskoöa starfsmatið sem er notað við rööun starfsheita í launaflokka. Bæjarráð Akureyrar hefur mælt með samþykkt samningsins og bæjar- stjórn greiðir atkvæði um hann í dag. -ébg-JBH-Akureyri. Tveir menn hætt komnir í Skorradalsvatni: „Bíðin var löng og vatnið kalt” „Okkur þótti biöin orðin löng og vatniö kalt þar sem viö héngum utan á bátkænunni sem maraðl í hálfu kafi,” sagöi Baldvin Einarsson, 44 ára byggingarfræðingur i Hafnar- firði, en hann og félagi hans, Þórður Guðmundsson, skólastjóri í Kópa- vogi, lentu á kafi í Skorradalsvatni um sexleytið á sunnudagskvöld er seglbát þeirra hvolfdi. „Eftir aö viö vorum búnir að vera í vatninu í um 20 mínútur sáum viö aö við svo búið mátti ekki standa. Þóröur treysti sér ekki til að synda í land og þaö varð því úr aö ég svamlaði af staö þessa 500 metra sem voru i larid. Fyrir einliverja heppni tók ég land þar sem árabátur beiö min, tók ég hann traustataki, reri út til Þórðar og velti honum upp í bátinn. Var hann þá orðinn mjög kaldur og af honum dregið,” sagöi Baldvin Einarssón. Var síðan róið í land þar sem lög- reglubílar úr Borgarnesi biðu upphit- aðir og brunuðu meö sjógarpana á Akranes. Þar gisti Þórður á sjúkra- húsinu og Baldvin fékk inni hjá systursinni. Seglbátur Baldvins, er hvolfdi, var 13 feta kæna og báðir voru mennimir i björgunarvestum. Eru þeir nú allhressir. -EIR. 4 4 i 4 4 4 4 4 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.