Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 13
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. 13 Dagana 22. júlí til 5. ágúst sl. hélt Heimssamband lúterana 7. þing sitt í Búdapest. Þingiö kaus Zoltán Káldy biskup forseta sambandsins. Islenzkir lútherstrúarmenn ættu að ihuga, hvað þar með hefur gerzt. Þeir eru orðnir aðilar aö alþjóðasam- tökum, sem er stýrt austan yfir jám- tjald. Biskup þessi er andlegur leiðtogi guðsbamaflokks, sem telur 400 þús. manns og er smæsti trúflokkurinn í Ungverjalandi. Kenning hans er sú, aö kirkjan eigi aö þjóna hinu guðlausa Flokksríki. Þaö ríki hefur svarið þess dýran eið að standa yfir moldum kirkju og kristni. Þetta er álíka vizka og sú skoðun músar- innar, að kötturinn éti hana ekki, ef hún er góð við köttinn. Eg kalla þetta hálfkommakristni. Það hefur verið til siðs á Islandi frá Gissuri Isleifssyni og Jóni Ara- syni, að biskup kirkjunnar væri and- legur leiðtogi hennar. Ef marka má orð biskups Islands í Nýja Testa- mentinu (þann 27.8.84) leizt honum vel á frelsið í Ungverjalandi. Er þá ekki til þess ætlazt af kirkjunni, að allur heili guðsbarnaskarinn á Islandi deili þessari hrifningu með leiðtoga sínum? Vissulega er auðvelt að viðurkenna, aö við erum öll börn inni við beinið, og alkunnugt er það, að hver, sem ekki tekur á móti guðs- ríki eins og bam . . . og svo fram- vegis. Svo virðist sem hinn nýi frelsisboðskapur renni ljúflega niður um kok þjóðarkirkjumanna. Kristómarxismi og andlegt frelsi Eg minnist þess, að fyrir mögum órum sat ég undir ræðum svokallaöra kaþómarxista eða marxokaþólikka i háskólanum í Varsjá. Menn þessir héldu því fram, að Kristur hefði verið marxisti, og því bæri að innlima kirkjuna í alræði öreiganna. Aheyrendur hlógu góðlát- lega að afglöpum þessum. Þeim var þó ekki alls kostar rótt, því að menn þessir voru gerðir út af Ríkinu til að sundra kristnum mönnum og fá þá til að leggja af þann bamaskap aö halda, aö til séu andleg gæði. En það kom fleira til: Sjálft þjóðlífið var í veði. Kirkjan í Póllandi hefur að vísu viðurkennt tilvist guöleysisrikisins, en hefur aldrei látið það pota í „Hversu trúveröugur verður boðskapurínn um náungakœrleika, efkirkjan sjálf getur ekki sýntþeim trú■ bræörum sinum, sem ofsóttir eru, semúö?" Hálfkommakirkja — háKkommakristni „íslenzkir lútherstrúarmenn ættu að ^ ihuga, hvað þar með hefur gerzt. Þeir eru orðnir aðilar að alþjóðasamtökum, sem er stýrt austan yfir járntjald.” Kjallarinn ARIMÓR HANNIBALSSON, DÓSENTÍ HEIMSPEKI VID HÁSKÓLA ÍSLANDS málefni kirkjunnar svo mikið sem með litlaputta. Um leiö oc það gerðist væri kirkjan að velli hnigin; þjóðlíf og þúsund ára menning þjóðarinnar í tætlum. Það er þessi staðfesta pólsku kirkjunnar, sem gerir hana' að öflugustu stofnun þjóðarinnar. Hin „nýja þjónustuguðfræöi” (eða „díakónía”) Káldys biskups heldur því að vísu ekki fram, að guð hafi skapað heiminn undir forystu Kommúnistaflokksins, en hún hefur afhent Flokknum fjöregg sitt og er því grútmáttlaus í baráttu fyrir and- legufrelsi. Sú ákvörðun heimsþings lúthers- trúarmanna að kjósa biskup þennan forseta sinn er hnefahögg i andlit allra þeirra austant jaldsmanna, sem reyna við erfiðar aðstæður að varð- veita sitt andlega frelsi. Mótmæli og þögn Ætla hefði mátt, að heimsþingið heföi nú notað tækifærið og sam- þykkt skorinorðan stuðning við ofsótta trúbræður austantjalds. En það var ekki gert. Um þau mál ríkti þögnin. Gerði það eitthvað til að bjarga lífi lútherstrúarmanna í Eþíó- píu? Nei. Áskildi það sér rétt til aö styrkja trúbræður í Sovétríkjunum í trúnni? Nei. Hvaö eru nokkur þúsund trúbræðrasálir, svona milli vina. hins vegar samþykkti þingið ein- róma, án þess því svelgdist á, kjam- orkuafvopnunarályktun, sem er fastur liður á áróðursdagskrá Sovét- ríkjanna. Tvær kirkjur í Suður- Afríku voru reknar úr heimssam- bandinu fyrir apartheid. Oréttlæti á hinum vestrænni lengdargráðum er því mikil ósvinna, en réttleysið í öreigaalræðinu skal sveipa hulu þagnar. Mig minnir, að einhvern tímann hafi komið skilaboð um það, aö það ætti að uppræta illgresið. En sjálf- sagt er þetta misskilningur minn. Samkvæmt hinni nýju kenningu er það hið rétta aö hirða illgresið í hlöður (a.m.k. sums staðar), og síðan geta þeir sérvitringar, sem eru andvígir því, étið kornið sem úti frýs. Qvo vadis? Því er oft haldiö á lofti, að kirkjan sé ópólitísk, hún sé ekki stjómmála- flokkur. Til marks um það er, að prestar tala ekki um pólitík af stólnum. Þeir tala hver viö annan á sérstöku dulmáli, sem þeir eru lærðir í að skilja. Þannig þýðir t.d. orðið „betlari” í útleggingu textans ekki betlari heldur guösbarn, og orðið „smápeningur” táknar náðarbrauö guðs. En meðan prestarnir fást við þetta (og láta samfélagsleg vanda- mál eiga sig) er verið að knýta sam- félag þeirra aftan í pólitíska hug- myndafræði, sem hefur það að markmiði að eyða því. Hvernig á að lýsa þessu? Með orðinu sjálfseyðing- arhvöt? Eða kannski sjálfsmorðs- hvöt? Hvað gengur leiðtogum lútherstrúarmanna til? Hvert stefna þeir? Á að fara að boða hina „nýju þjónustuguðfræð” um gervalla heimsbyggðina? Eða er hún einungis til austantjalds- og þróunarlanda- brúks? Hversu trúverðugur verður boöskapurinn um náunganskær- leika, ef kirkjan sjálf getur ekki sýnt þeim trúbræðrum sínum, sem ofsótt- ir eru, samúð? Hverjum vill þessi kirkja eiginlega þjóna? Er búið að strika andlegt frelsi og þjóðlega menningu út af dagskránni? Samþykktir 7. heimsþingsins ættu aö verða lútherstrúarmönnum alvar- legt umhugsunarefni. Dr. Arnór Hannibalsson. Aukid frelsi í útf lutninginn Staða sjávarútvegsins hefur mjög verið til umræðu að undanfömu eins og oft áður. Utgerðin á við rekstrar- erfiðleika að stríða af ýmsum ástæðum. Helstu ástæðurnar eru minnkandi þorskafli, mikil hækkun rekstrargjalda og gífurlegur fjár- magnskostnaður. Miðaö við ástand fiskistofnanna í dag er ljóst, að fiski- skipastóllinn er of stór, enda þótt ávallt sé nauðsynlegt að endurnýja gömul og úrelt skip. Þrátt fyrir alla erfiðleika er sjávarútvegurinn þá sú atvinnugrein, sem gjaldeyrisöflun þjóðarinnar hvilir öðru fremur á, og útvegurinn er undirstaða þeirra lífs- k jara, sem þ jóðin býr við. Markaðsmálin mikilvæg Augljóst er, að eins og staða út- vegsins og fiskistofnanna er, þarf nauðsynlega að nýta sem best þann sjávarafla, sem kemur aö landi, gera sem verðmætasta vöru úr honum, jafnframt því sem nýta þarf betur þær fiskitegundir, sem van- nýttar hafa verið áður. Hér skipta markaðsmálin gífurlega miklu máli. Sölusamtökin svonefndu, sem vinna að sölu sjávarafurða, hafa unnið gott starf, t.d. hafa Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og SlS lyft grettistaki á Bandarikjamarkaði. Kjallarinn BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIDSKIPTAFRÆDINGUR Verksmiöjur samtákanna vestra eru til fyrirmyndar og verð það, sem samtökin hafa náð fyrir íslenskan fisk, hefur yfirleitt verið gott. En mjög stór samtök og stofnanir hafa tilhneigingu til aö staðna og þess vegna þarf ávallt aö veita þeim aöhald. Þaö væri of róttækt og áhættusamt að gefa útflutnings- verslunina algjörlega frjálsa í einu vetfangi. En það þarf tvímælalaust að auka verulega frelsi í útflutn- ingnum. Of mikil einokun I dag er það svo, að útflutningur frystra sjávarafurða er fyrst og fremst í höndum tveggja stórfyrir- tækja, SH og SlS. Utflutningur á salt- fiski er í höndum eins aðila, þ.e. SlF, og útflutningur saltsíldar er í höndum Síldarútvegsnefndar. Hér er of mikil einokun og nauðsynlegt að losa um. Aukið frelsi í útflutningnum mundi leysa atorku og hugkvæmni margra einstaklinga, sem vildu spreyta sig á útflutningi, og þannig væntanlega verða til þess að auka verðmæti útfluttra s jávarafurða. Fyrir nokkrum árum hafði Bæjar- útgerð Reykjavíkur frumkvæði aö því undir forustu Einars Sverris- sonar, þáverandi framkvæmda- stjóra BÚR, að flytja út til Banda- ríkjanna fersk karfaflök með flug- vélum. Frystihúsin voru þá full af frystum karfa og erfitt um karfa- sölur til Sovétríkjanna. Af þeim sökum lá við rekstrarstöðvun frysti- húsanna. BUR ákvað þá að reyna nýjar leiðir í markaðsmálum og halda áfram framleiðslu. Mér er það minnisstætt (undir- ritaður var þá stjómarformaður BUR) aö SH var lítið hrifið af þessu „brambolti” BUR við útflutning á ferskum karfaflökum og taldi, að það mundi litla þýðingu hafa. Þorsteinn Gíslason, þáverandi forstjóri Coldwater, fékk hins vegar fljótlega áhuga á málinu og í fram- haldi af því breyttist afstaða SH. Ráðamenn SH sáu síðar, að hér var rétt staðið að málinu og óskuðu þá eftir því, að SH tæki þennan útflutn- ing í sínar hendur. Varð það úr. Og nú þykir þessi útflutningur sjálf- sagður. Samtökin þurfa aðhald Þetta dæmi sýnir vel hve hin stóru sölusamtök geta verið þung í vöfum og lengi að taka við sér. Þess vegna er nauðsynlegt að þau hafi aðhald og ;samkeppni. Það á að mínu mati jávallt að leyfa aöilum útflutning við hliðina á hinu stóru samtökum, svo þau hafi aðhald og samkeppni. I dag er einokunin mest í saltfisk- útflutningnum, Þar fær enginn að komast við hlið SlF. I dag hefur SlF algjöra einokun á útflutningi salt- fisks. Enginn annar fær útflutnings- leyfi. Slíkt ástand er óþolandi, þegar fr jálsræði eykst á öllum sviðum. Með fullri viröingu fyrir SIF og starfi þeirra samtaka verður að segja eins og er, að SlF veitir ekki af aöhaldi og hæfilegri samkeppni, ekkert síður en SH og SIS í freðfiskinum. Væntan- lega mun núverandi ríkisstjórn losa um höftin á útflutningi s jávarafurða. Á því er full þörf. Aflasamdrátturinn knýr á um, að allt verði gert sem unnt er til þess að auka verömæti út- fluttra sjávarafurða. Aukið frjáls- ræði í útflutningnum er ein leiðin til þess. Björgvin Guðmundsson. ,, Aukið f relsi í útflutningnum mundi ley sa atorku og hugkvæmni margra ein- staklinga, sem vildu spreyta sig...”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.