Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 9
8 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Popieluszko talinn látinn: BEÐIÐ FYRIR PRESTINUM UM GJÖRVALLT PÓLLAND Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttaritara DV í Svíþjóð: Vökur voru haldnar í fyrrinótt í þús- undum kirkna um allt Pólland til stuðnings prestinum Jerzy Popieluszko sem rænt var á föstudags- kvöld. Um hádegisbilið í gær var svo vinna lögð niður í verksmiðjum í þrjár mínútur og beðið fyrir prestinum. Lík- legt þykir að presturinn ungi sé þegar látinn. Honum var rænt um klukkan 10 á föstudagskvöldið. Hann var þvingaður ofan í farangursgeymslu bíls ræningjanna. Þeir voru þrír, þar af einn í lögreglubúningi. Þaö er bílstjóri Popieluszko sem er til frásagnar. Hann segir mann- ræningjana hafa stöðvað bílinn undir því yfirskini að ætla að taka áfengis- prufur. Hann hafi bjargað sér með því að kasta sér út úr bílnum á ferð. Við þaö rifbeinsbrotnaði hann og skadd- aðistáfótum. Tveir af leiðtogum Einingar, hinna bönnuðu verkalýðssamtaka, héldu ræður á sunnudag í kirkju Popieluszko. Það voru þeir Javorski og Lech Walesa. Javorski sagði: „Eg hef ekki hitt einn einasta Pólverja sem trúir því að hér séu á ferö glæpamenn. Lög- reglan í þessu landi hefur svo slæmt orð á sér að fólk telur augljóst aö leyni- lögreglan standi að baki mannráninu.” Hann sagöi Popieluszko vera einn hug- rakkasta prestinn í Póllandi og hann væri maður sem þyrði að segja mein- ingu sína. „Allir vita að hann er í ónáð hjá valdhöfum.” Sovéskir fjölmiðlar hafa áður rætt um Popieluszko og þá farið hörðum orðum um hann. Pólverjar báðust fyrlr í kirkjum um helgina og báðu fyrir prestinum Jerzy Popieluszko. Mondale hefur á brattann að sækja fyrir kosningarnar 6. nóvember. m--------------*- Reagan má vera ánægður með frammistöðu sína í kappræðun- um á sunnudagskvöld. Bandaríkin: HNÍFJAFNT EINVÍGI MONDALES OG REAGANS Reagan og Mondale, forsetafram- bjóðendurnir tveir í Bandaríkjunum, eru taldlr hafa komið jafnir út úr kappræðum sinum í fyrrinótt. Walter Mondale byrjaði ó að gagnrýna Ronald Reagan af mikUli hörku en Reagan þótti snúa sig vel út úr aö- förlnni og svara Mondale af miklu öryggi. Töldu menn Reagan koma sýnu betur út úr þessu einvígi en hinu fyrra. Þetta sjónvarpseinvígi snerist fyrst og fremst um utanríkismál. Mondale sakaði forsetann um aö vera iUa að sér í þeim efnum. Hann hefði ekki einu sinni haft hugmynd um slíkt grundvaUaratriði að flest kjamorkuflugskeyti Sovétmanna væru staðsett á landi. Mondale gagn- rýndi einnig harðlega „leynistríð” Bandaríkjanna í Nicaragua. I því sambandi benti hann á útgáfu bækl- ings, sem nýlega hefur orðið uppvíst um, þar sem leyniþjónustan CIA kennir skæruUöum, sem eru að berjast gegn Nicaraguastjórn, hvemig skuh bera sig að við hryðju- verkastarfsemi. Reagan var hins vegar í essinu sínu og sagði einarölega að Mondale- stjórn myndi veikja vamarmátt Bandaríkjanna og færa mönnum aftur óvissu og óöryggi Carter-ár- anna. Mondale sagði að meö stjömu- stríðshugmyndum Reagans um að nota gervihnetti í auknum mæU í kjamorkuvopnakapphlaupi stór- veldanna myndi forsetinn færa stór- veldaátökin upp í himinhvolfiö og lagðist gegn sUkum hugmyndum. Betra væri að leggja áherslu á vopnatakmörkunarviðræður. Reag- an svaraði því tU með því að nota gervihnetti til að eyöa kjamorku- flugskeytum í loftinu og mætti gera sUk flugskeyti úrelt og því gæti áætlunin leitt tU þess að kjamorku- vopn sem slík yrðu úrelt. MikU kæti er nú í herbúöum for- setans því aðstoðarmönnum hans þykir hann hafa farið á kostum. Sér- staklega eru þeir ánægðir með hvemig hann tók á gagnrýnmni um að hann væri orðinn of gamaU til að gegna forsetaembættinu í f jögur ár í viðbót. „Eg ætla mér ekki að gera mér pólitískan mat úr æsku og reynslu- skorti andstæðings míns,” sagði Reagan alvarlega, við mikinn hlátur áheyrenda. Francois Truffaut, einn af færustu kvikmyndagerðarmönnum Frakka, er látinn, 52 ára að aldri. Kvikmyndagerðarmaðurinn Truffaut látiiyn: Einn af f rammámönnum f rönsku nýbylgjunnar Frá Friðriki Rafnssyni, fréttaritara DV í París: Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Francois Truffaut lést í fyrradag, 52 ára að aldri. Truffaut var án efa einn af máttarstólpum franskrar kvik- myndagerðar og einn af frammá- mönnum frönsku nýbylgjunnar sem reis einna hæst á sjötta áratugnum. Truffaut stjómaöi um árabil útgáfu tímaritsins Cahiers du Cinema og gerði það að vettvangi frjórrar um- ræðu sem gat af sér ýmsa þekktustu kvikmyndageröarmenn Frakka á síöari árum, menn eins og Godard, Rahmer, Chabrol og fleiri. Auk 22 kvikmynda liggja einar 25 bækur eftir hann þar sem hann fjallar um kvikmyndagerð í orösins fyllstu merkingu. Hann lauk til dæmis nýlega við ævisögu Hitchcocks, en það var einmitt Truffaut sem kynnti Hitchcock fyrir Frökkum. Franska pressan slær fregninni um andlát Truffauts upp á forsíðu líkt og um þjóðhöfðingja væri að ræða. Þó er ekki ýkja langt síðan Truffaut náði almenningshyili hér í Frakklandi en það var með myndinni Síðasta hraölestin sem gerð var 1980 og var sýnd í Reykjavík í sumar. Af öðrum myndum Truffaut má nefna Utburðinn, frá 1970, Vasa- peninga, frá 1976, Græna herbergiö, frá 1978, Nágrannakonuna, frá 1981, og þá nýjustu sem heitir Flakkað til sunnudags og var gerð í fyrra. Truffaut er sá fyrsti af stórmennum franska nýbylgjutímabilsins í kvik- myndagerö sem deyr. Ný bókíSvíþjóð: 80 manna njósnalið Sovétríkjanna Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Svíþjóð: Frá 1956 hafa 195 Svíar gerst sovéskir njósnarar auk þess sem 190 Sovétmenn hafa unnið viö njósnir í Sví- þjóð. Þetta var megininntakið í for- síðufréttum sænsku síðdegisblaðanna, Expressen og Aftonbladet, í gær þar sem kynnt var innihald glænýrrar bókar um starfsemi KGB í Svíþjóð. Höfundur bókarinnar er Charlie Nordblom, kunnur blaöamaður. I bók- inni er því haldið fram að Vladimir Bapjkirov, 43 ára gamail starfsmaöur sovéska sendiráðsins í Stokkhólmi, stjórni njósnunum í Svíþjóð og hafi um 80 njósnara á sínum snærum um þessar mundir. Nordblom styðst í bók- inni við upplýsingar og frásagnir mörg hundruð manna innan sænska varnar- málakerfisins, iönaðarins, rann- sóknarstofnana og stjórnmálaflokk- anna. Augljóst viröist af fyrstu viöbrögð- um að bókin eigi eftir að koma af stað miklum umræðum í Svíþjóð um þessi mál á næstu dögum og þegar í gær gerði Expressen njósnir Sovétmanna að umtalsefni í leiðara. Engar verðlækkanir Fundur hjá OPEC, samtökum oiiuút- flutningsríkja, hefur ákveðiö að olíu- verð ríkjanna verði óbreytt þrátt fyrir verðlækkun á olíu úr Norðursjó og frá Nígeríu. Yamani, olíuráðherra Saudi Arabíu, sagði að engar verðbreytingar hefðu veriö ákveönar. Hins vegar hyggjast olíusöluríkin minnka fram- leiðslu sína um allt að 20 prósent. Umsjón: Þórir Guðmundsson GOTT FÓLK DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. 9 Hæstu vextirog verðtrygging! í TROMPreikningi sparisjóðanna sameinast aiiir bestu kostir: STIGHÆKKANDI VEXTIR ÁRSÁVÚXTUN ALLTAD27,58% TRYGGm GEGN VERBBÓLGU ÓBUNBim REIKNINGUR Vaxtakjör TROM Preikningsins verða betri eftir því sem innlegg er iátið standa lengur á reikningum. Við stofnun ber reikningurinn 17% vexti, sem hækka stig af stigi og ná 25.5% eftir 12 mánuði. Þeir vextir sem þú ávinnur þér gi/da að sjálfsögðu frá innleggsdegi. Vextir reiknast tvisvar á ári 30. júní og 31. desember og geta því gefið al/t að 27.58% ársávöxtun. Á sex mánaða fresti er óhreyfð innistæða borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga með 6.5% vöxtum og hagstæðari kjörin látin gilda. S/íktrygging er sérstaklega mikilvæg í ótryggu ástandi þjóðmála. Innistæða á TROMP/-eikningi er alltaf laus til útborgunar, án uppsagnar. Þegar tekið er út af reikningnum hefst nýtt vaxtatímabili. Það er einfalt að stofna TROM Preikning, - þú þarft aðeins að fylla út umsókn og innleggsmiða á næsta afgreiðslustað. TROMPreikningurinn er meira en einföld og áhyggjulaus /eið til hæstu ávöxtunar, - hann er sjálfsagt svar sparifjáreigenda við hættu á vaxandi verðbólgu. tt SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK, SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS, SPARISJÓÐUR MÝRASÝSLU, SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS, SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.