Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. 5 Niðurstöður skoðanakönnunar: SJÁLFST ÆÐISFLOKKUR OG ALÞÝÐUFLOKKUR TAPA — Bandalag jaf naðarmanna og kvennalisti auka við sig — Alþýðuf lokkurinn minnstur Sjálfstæöisflokkur og Alþýðuflokkur hafa tapað talsverðu fylgi síöan í september samkvæmt skoðanakönnun sem DV lét gera með DV-aðferðum 12,—14. október. Alþýöuflokkurinn yrði samkvæmt könnuninni minnsti þingflokkurinn. Bandalag jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista hafa mjög eflt stöðu sína. Staða Framsóknarflokksins hefur heldur lagast síðan könnun var gerð í september. Af öllu úrtakinu styðja 3,3% nú Al- þýöuflokkinn eða 1,9 prósentustigum minna en var í september. 8,5% styðja Framsóknarflokkinn eða 1,3 prósentu- stigum meira en var í september. 5,5% styöja Bandalag jafnaðarmanna eöa 2,7 prósentustigum meira en var í fyrri könnun. 21,7% styðja Sjálfstæðisflokk- inn sem er 1,8 prósentustigum minna en var í september. 10,7% fylgja Al- þýðubandalaginu að málum, sem er sama og var í september. 4,8% styöja kvennalista, sem er aukning um 1,5 prósentustig síöan í september. 0,2% fylgja Flokki mannsins, flokki Sam- hygðar, en hann hefur ekki fyrr verið á blaði í skoðanakönnun. 32,2% af úrtak- inu kváðust óákveðnir sem er minnkun um 0,6 prósentustig frá fyrri könnun. 14,2% vildu ekki svara spurningunni sem er minnkun um 0,3 prósentustig frá fyrri könnun. Ef gera á þessar niöurstöður sam- bærilegar við kosningaúrslit er rétt aö taka þá sem tóku afstöðu. Þá fær Al- þýðuflokkurinn nú 6,2%, sem er tap um 3,6 prósentustig frá siðustu kosn- ingum. Framsókn fær nú 15,8%, sem er aukning um 2,2 prósentustig frá september en tap um 3,2 prósentustig frá kosningunum. Bandalag jafnaðar- manna fær nú 8,4%, sem er aukning um 3 prósentustig síðan í DV-könnun- inni í september og aukning um 1,1 prósentustig frá kosningunum. Sjálf- stæðisflokkurinn fær 40,4%, sem er tap um 4,2 prósentustig frá því í september en aukning um 1,2 prósentustig frá kosningunum í apríl 1983. Alþýöu- bandalagiö fær nú 19,9%, sem er tap um 0,4 prósentustig frá september en aukning um 1,6 prósentustig frá kostn- ingunum. Samtök um kvennalista fá nú 9%, sem er aukning um 2,7 prósentustig frá septemberkönnun og aukning um 3,5 prósentustig frá kosn- ingunum. Flokkur mannsins fær nú 0,3%. I næstu þingkosningum verður kosið þing 63ja manna. Miðað við hlutfalls- lega skiptingu samkvæmt þessari nýjustu könnun fengi Alþýðuflokkur- inn 4 þingmenn af 63 og tapaöi 2. Fram- sókn fengi 10 og tapaöi 4. Bandalag jafnaðarmanna fengi 5 og ynni 1. Sjálf- stæðisflokkurinn fengi 12 og ynni 2 þingmenn. Samtök um kvennalista fengju 5 þingmenn og ynnu 2. Urtakiö úr könnuninni var 600 manns sem fyrr og jafnt skipt milli kynja og jöfn skipting miili Reykja- víkursvæðisins og landsbyggðarinnar. Spurt var: Hvaða lista mundir þú k jósa, ef þingkosningar færu fram nú? -HH Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: Kemur ekki á óvart „Ætli menn hafi ekki bundiö vonir við að við fengjum að ráða því að sam- ið yrði eftir skynsömum leiðum, það er með skattalækkunum, eins og við framsóknarmenn höfum viljað,” sagði Steingrímur Hermannsson forsætis- ráöherra í samtali við DV er við spurð- um hann álits á úrslitum skoðana- könnunarinnar. „Það hafa ákaflega margir haft samband við okkur og hvatt okkur að halda þessari samningaleið opinni,” sagðiSteingrímur. Hvað varðar útkomu ríkisstjórnar- innar úr þessari skoðanakönnun, en þar reyndust andvígir henni vera 53,1% en fylgjandi 46,9%, sagði Stein- grímur að staðan í þjóðfélaginu væri slík nú að þetta kæmi sér ekki á óvart. FRI Kristín S. Kvaran, Banda- lagi jafnaðarmanna: „Eg vil byrja á að lýsa yfir mikilli ánægju með þá miklu fylgisaukningu sem Bandalag jafnaðarmanna hefur fengið. Við erum komin yfir það fylgi sem við höfðum í kosningunum í apríl,” sagði Kristín S. Kvaran, þing- maöur Bandalags jafnaðarmanna, þegar hún var innt álits á niðurstöðum skoðanakönnunar DV. „Þetta er auðvitaö árangur af ötulu starfi þingmanna B. J. sem verið hafa í stöðugu sambandi viö fólk um land allt í sumar á vinnustaöafundum og al- mennum fundum. Þeir hafa einnig tekiö afdráttarlausa afstöðu til þeirra mála sem rædd hafa verið í þingbyrjun og hún hefur greinilega komist til skila. Athyglisvert er að þetta á sér stað í því fjölmiðlaleysi sem rikt hefur og þá eru það nýju framboðin tvö sem fá mestu fylgisaukninguna. Það er óhjákvæmilegt áö leiða að því líkum aö þau hafi nú í fyrsta skipti haft jafna möguleika á við gömlu flokkana til þess aö koma stefnumálum og skoð- unum sínum á framfæri. Hvað fylgis- tap ríkisstjórnarinnar varðar þá er þetta dómur á gamla flokkakerfiö. Stjóminni hefur gersamlega mistekist að ráða við þann mikla vanda sem viö er að etja,” sagöi Kristín S. Kvaran. -EIR. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, Kvennalista: gleðst vita- skuid „Þessar tölur sýna að ríkisstjórnin tapar fylgi jafnt og þétt, enda ekki að furða þar sem það verður sífellt aug- ljósara að hún kann engin ráð við efna- hagsvandanum önnur en áframhald- andi kjaraskerðingu í einni eða ann- arri mynd og gerir að auki ekkert til að reyna að uppræta það óréttlæti sem að- geröir hennar hafa haft í för með sér,” sagði Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, þingkona Kvennalistans, aðspurð um Niðurstöður skoðanakönnunarinnar um fylgi listanna urðu þessar. Til samanburðar mx mmmX r m r m ■■■ eru moursroour uv-nannana a umaonmu: Nú Sept. '84 Mai '84 Marz '84 Okt. '83 Alþýðuflokkur 20 eða 3,3% 5,2% 4,8% 5,2% 4,3% Framsóknarflokkur 51 eða 8,5% 7,2% 10,7% 9,3% 7,8% Bandalag jafnaðarm. 27 eða 5,5% 2,8% 2,2% 1,5% 2% Sjálfstæðisfl. 130 eða 21,7% 23,5% 27,8% 28% 25.3% Alþýðubandalag 64 eða 10,7% 10,7% 9% 8,2% 9,5% Samt. um kvennal. 29 eða 4,8% 3,3% 3,3% 2,7% 3.8% Flokkur mannsins 1 eða 0,2% Óákveðnir 193 eða 32,2% 32,8% 28.5% 34% 34,3% Svara ekki 85 eða 14,2% 14,5% 13,7% 11,2% 12,8% Ef aóeins eru teknir þeir, sem taka afstööu, veróa niðurstoðurnar Hagvangskannana á kjörtimabilinu og úrs/it siðustu kosninga: þessar. Til samanburðar eru niðurstöður D V- og Nú DV sept. '84 Hv. júli '84 DV mai '84 Hv. apr. '84 DV marz '84 DV okt. '83 Kosn. Alþýðuflokkur 6,2% 9,8% 6,4% 8,4% 6,8% 9,4% 8,2% 11,7% Framsóknarflokkur 15,8% 13,6% 14,7% 18,4% 17,1% 17% 14,8% 19% Bandalag jafnaðarm. 8,4% 5,4% 6,2% 3.7% 3,7% 2,7% 3,7% 7.3% Sjálfstæðisflokkur 40,4% 44,6% 48,8% 48,1% 52.V/0 51,1% 47,9% 39,2% Alþýðubandalag 19,9% 20,3% 14,9% 15,6% 9,3% 14,9% 18% 17,3% Samtök um kvennal. 9% 6,3% 8,1% 5,8% 9.2% 4.9% 7,2% 5,5% Flokkur mannsins ‘ 0.3% Ef þingsætum er skipt i réttu hlutfalli vió fylgi samkvæmt siðustu skoðanakönnun, verða niðurstöðurnar þessar. Skipt er bæði miðað viö 60 þingmenn alls og miöað við 63 eins og fjöldi þingmanna verður i næstu kosningum. 77/ saman- burðar er sambærileg skipting samkvæmt DV-könnun á kjörtimabilinu, miðað við 60 þingmenn og úrs/it siðustu kosninga: Alþýðuflokkur Nú (60 þingm) Nú (63 þingm) Sept.'84 Mai '84 Marz'84 Okt '83 3 4 6 5 6 5 Kosn. 6 Framsóknarflokkur 10 10 8 11 10 9 14 Bandalag jafnaðarm. 5 b 3 0 0 2 4 Sjálfstæðisfl. 25 26 28 31 32 29 23 Alþýðubandalag 12 13 12 10 9 11 10 Samt. um kvennal. 5 5 3 3 3 4 3 niöurstöður skoöanakönnunar DV. ,Hvað fylgi flokkanna varðar þá eru niðurstöðutölurnar nokkuð hæpnar þar sem tæpur helmingur aðspurðra gefur ekki upp skoðun sína. Ljóst er af þessu að menn íhuga nú sinn gang með það hverjum þeir veita atkvæði sitt. En ef við Útum á tölurnar þá tapar Sjálf- stæðisflokkurinn mestu fylgi og er það ekki undarlegt þegar höfð er í huga framkoma og málflutningur sumra ráðherra flokksins að undanfömu. Eg gleðst vitaskuld yfir auknu fylgi Kvennalistans og trúað gæti ég að blaðaleysið undanfarið eigi nokkum þátt í því þar sem fólk hefur nú fengið réttari mynd af störfum okkar Kvennalistakvenna en oftast áöur,” sagðiSigríðurDúna. -EIR. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins: Staða Sjá/f- stæðis- fiokksins er sterk „Mér sýnist að þessar tölur gefi til kynna að staða Sjálfstæöisflokksins sé sterk,” sagði Þorsteinn Pálsson. „Það er af augljósum ástæðum erfitt fyrir stjórnarflokka að ganga í gegnum þrengingar eins og við höfum gert síð- ustu vikur. Mér sýnist augljóst að þaö sé ótvíræður stuðningur við þá grund- vallarstefnu Sjálfstæðisflokksins að sýna staðfestu í baráttunni við verð- bólguna en um leið sveigjanleika til þess að treysta lifskjörin og bæta stööu þeirra sem verst eru settir. Það er ljóst að fylgi Sjálfstæöis- flokksins er miklu meira en tölurnar um fylgi ríkisstjórnarinnar segja til um. Það er í sjálfu sér athyglisvert,” sagði Þorsteinn. g(jy Kjartan Jóhannsson, formaður Alþýðuflokksins: Þykir útkoman með óiík- indum „Mér þykir þessi útkoma meö ólík- indum og get því ekki tekið mark á henni,” sagöi Kjartan Jóhannsson, for- maður Alþýðuflokksins, í samtali við DV er við inntum hann eftir viðbrögð- um hans við úrslitum skoðanakönnun- arinnar sem gerð var nýlega, en sam- kvæmt henni tapar Alþýðuflokkurinn töluverðu fylgi miöað við fy rri kannan- irDV. „Eg tel þessa könnun ekki saman- burðarhæfa við fyrri kannanir DV, frá- vikin eru það stór og gilda yfir alla lín- una. Eg tel að stílbrjótur hafi orðið í þessarikönnun.” .ppj Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins: Van- traust á ríkis- stjórnina „Það er greinilegt aö tillaga stjóm- arandstöðunnar um vantraust á ríkis- stjórnina á stuðning meirihluta lands- manna,” sagði Svavar Gestsson, for- maður Alþýðubandalagsins. „Eg sagði eftir síðustu skoðanakönnun DV að fylgi stjórnarinnar myndi halda áfram að minnka. Það gerir það og mun gera það áfram.” „I sambandi við könnun á fylgi flokkanna finnst mér það einna athygl- isverðast að Sjálfstæðisflokkurinn tap- ar miklu sem hann hafði. Hann er samt engu að síður enn það stór að félags- hyggjufólk í landinu þarf að athuga mjög vandlega hvemig það getur í sameiningu byggt upp gegn íhaldinu styrkt afl sem getur framkvæmt rót- tækar þjóðfélagsumbætur. Kjaradeil- an núna felur ekki aðeins í sér kröfu um kauphækkanir heldur einnig kröfu um breytt þjóðfélag sem tryggir þau lífskjör sem fólk er að berjast fyrir,” sagði Svavar. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.