Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 23
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. (þróttir (þróttir 23 íþróttir Cyrille Regis til Coventry Frá Sigurbirni Aðalsteinssyni, frétta- manni DV í London: Bobby Gouid, framkvœmdastjórl Coventry, snaraði 365 þúsund pundum á borðið í gær er hann keypti tvo snjalla leikmenn. Gould keyptl Peter Barnes frá Leeds á 65 þúsund pund og miðherjann kunna Cerll Regis frá West Bromwich Albion á 300 þúsund pund. þróttir • John Byrne var í gær seldur frá 4. deildarliðinu York til QPR og QPR keypti einnig Robby James frá Stoke. Báðir fóru kapparnir á 100 þúsund pund. • Jeremy Charles var seldur frá QPR til Sporting Lissabon á 100 þúsund pund. John Tochak er við stjórnvölinn hjáportúgalskaliðinu. -sk. PaulWalsh. Walsh f rá í sex vikur Meiddist illa. lan Rush lék með að nýju en fékk ósigur íafmælisgjöf Frá Sigurbirnl Aðalsteinssynl, frétta- manni DV í London: Fátt vekur meiri eftirtekt í ensku knattspyrnunni þessa dagana en af- leltt gengi ensku meistaranna Llver- pool. Liðið er nú í fimmta neðsta sæti og það breytti litiu þó Ian Rush léki sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu á laugardag þegar Llverpool tapaðl fyrir Everton. Rush sem skoraði 41 mark á siðasta keppnistímabili varð 23 ára á iaugardaginn og fékk ósigur í afmælis- gjöf. Þá varð liðið fyrir miklu áfalli þegar Paul Walsh meiddist ilia og verður hann frá æfingum og keppni í það minnsta í sex vikur. Munu meiðsli Walsh vera sama eðlis og meiðsli þau sem Ian Rush er að stíga upp úr þessa dagana. -SK. íþróttir Alf reð og félagar á fljúgandi ferð — Essen í efsta sæti. Alfreð Gíslason átti stórleik gegn Gummersbach Alfreð Gíslason og félagar hans hjá Essen i vestur-þýska handknattleikn- um eru komnir á fljúgandi ferð. Búnar eru þrjár umferðlr i Bundesligunnl og hefur Essen unnið alla lelki sína. I fyrsta leiknum sigraði Essen Lemgo, sem Sigurður Sveinsson leikur með, 20—12.1 næsta leik sigraði Essen Massenheim 19—12 og þá skoraði Alfreð fimm mörk. Loks sigraði Essen Gummersbach á heimavelli Gummers- bach 16—15 í miklum slagsmálaleik og skoraði Alfreð þrjú mörk. Alfreð átti mjög góðan leik og margar sendingar hans gáfu mörk. „Þetta hefur gengiö vonum framar og aö minu mati erum við besta liöið í deildinni. En þaö er ekki mikið búið og alltof snemmt aö spá til úrslita,” sagði Alfreð í samtaii við DV í gærkvöldi. Sigurður Sveinsson hefur einnig staðið sig mjög vei í Þýskalandi. I síð- asta leik tapaði Lemgo að vísu 17—19 fyrir Schwabing og skoraði Sigurður níu mörk fyrir Lemgo í leiknum. Essen er eitt liða með sex stig í efsta sæti Bundesligunnar. Grosswallstadt og Dankersen eru skammt undan meö fimmstig. -SK. Brassarnir á Wembley? Enska knattspymusambandið hef- I árl. Bíða knattspymuáhugamenn nú ur boðið Brasiliumönnum að leika vin- spenntlr eftir svarl Brasilfumanna. áttulandsleik gegn Englendingum á -SK. Wembley leikvanginum í mars á næsta | Alfreð Gislason. HVERS VEGNA AÐ SÆTTA SIG VIÐ 17% VEXTIOG SÍÐAN EITTHVAÐ STIGHÆKKANDI ÞEGAR ÞER BJOÐAST 26,2 % VEXTIR STRAX IFYRSTA MANUÐIEFTIRINNLEGG OG FASTAÐ 28% ÁVÖXTUNÁ12 MÁNUÐUM ? Einn allra banka og sparisjóða býður Útvegsbankinn þér innlánsreikning með glæstri mánaðarlegri vaxtaábót. Hún er nú 9.2% og leggst á almenna sparisjóðsvexti. Vaxtaábótin tryggir þér þannig fyllstu vexti, 26.2%, strax í fyrsta mánuði eftir stofnun reikningsins. Jafnframt getur hún skilað þér fast að 28% ávöxtun á 12 mánuðum. Þú getur tekið út af reikningnum hvenær sem er. En þann mánuð sem tekið er út reiknast hins vegar engin vaxtaábót, heldur gilda þá sparisjóðsvextirnir. Strax í næsta mánuði færðu vaxtaábót og nýtur fyllstu vaxta aftur. Athugaðu vel'■ ÚTTEKT HEFUR ENGIN ÁHRIFÁ ÁUNNA VAXTAÁBÓT Það hafa ekki allir biðlund eftir stighækkandi ávöxtun. Þess vegna bjóðum við fyllstu vexti strax. Er nokkur ástæða til að sætta sig við minna? GERÐU SAMANBURÐ Við hvetjum þig til að gera rækilegan samanþurð á öllum þeim innlánsreikningum sem nú eru í boði hjá bönkum og sparisjóðum. Athugaðu sérstaklega vaxtatímabil reikninganna, og hvort þú glatir áunnum vöxtum takir þú út fyrr en þú ætlaðir. ÁBÓT Á VEXTI BÝÐST ÞÉR BETRA? ÚTVEGSBANKINN DNN BAHHI. Oll DIOMIKTA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.