Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Qupperneq 16
16 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Spurningin Ertu fylgjandi frjálsu útvarpi? Birgir Jónsson bakari: Já, þaö á að gefa allan útvarpsrekstur frjálsan. Þórdís Steinsdóttir nemi: Já, ég er fylgjandi frjálsu útvarpi. Það á að mestu aö vera byggt upp á tónlist og svo fréttum á klukkustundar fresti. Ingibjörg Pálsdóttir bóndi: Nei, ég er ekki fylgjandi frjálsu útvarpi. Ríkisút- varpið getur boðið upp á mun betra og fjöibreyttara efni. Guðbjörg Jóhannsdóttir húsmóðir: Alveg endilega. Utvarpsstöðvarnar ættu svo að starfa líkt og frjálsu út- varpsstöövarnar gerðu á dögunum. Hörður Jónsson nemi: Auðvitað á að vera hér frjáls útvarpsrekstur. Það á hver að fá aö útvarpa því sem hann langar til. Guðrún Þórðardóttir leikkona: Nei, út- varpsrekstur á ekki að vera frjáls. Þjóðfélagið er ekki nógu stórt til að bera slíkan rekstur. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Svarvið „Raunasögu sjúklings” Sigurgeir Kjartansson læknir skrifar: Lesendabréf frá 6. sept. sl. undir fyrirsögninni „Raunasaga sjúklings” er mér tilefni eftirfarandi áréttingar, enda er þar ómaklega vegið að starfs- liði Landakotsspítala vegna sjúklings er þar hefur vistast frá byrjun febrúar til loka ágúst þessa árs. Undirritaður er sá læknir er vitnað er til og er mér því skylt og ljúft að upp- lýsa bréfritara og aðra er það kann að varða og telja sig órétti beitta af hálfu spítalans. Vert er aö taka fram að saga þessa sjúklings er nú stendur á niræðu er saga ellivistarmála á Reykjavíkur- svæðinu í hnotskurn. Hún kemst af bærilega heima fyrir, leggst inn til hol- skurðar vegna innvortis æxlis, getur síðan ekki haldið heimilið og talin eru ÖU tormerki á aö veita þá umönnun á heimili barna sem hún nú þarfnast. Enda þótt hún matist án sérstakrar hjálpar og hafi ferlivist innanhúss aö því leyti er við er að búast af níræðri manneskju. Greindur sjúklingur hefur notið mun lengri gistivistar á Landakotsspítala en almennt tíðkast og hefði hún í raun réttri átt að vera horfin til síns heima löngu fyrr, en hún hefur ekki þarfnast hjúkrunar eða læknishjálpar umfram það er venjulegu heimUi er unnt aö veita, síöan um miöjan maí. Og mundu mörg heimUi á Stór-Reykjavíkursvæð- inu þar sem háöldruðu fólki er veitt dagleg aðhlynning telja vel borgiö sínum hag ef slíkrar þjónustu heföi notið yfir hásumarmánuðina. Þaö er útbreiddur misskilningur að spítalavist sé aðgöngumiði að öldrunarstofnun. Síst af öllu er því svo farið meö Landakotsspítala sem er eini spítaUnn er ekki hefur beinan aðgang að langlegu- eða eUivistar- stofnun sem marka má af því er fram kemur í greindu bréfi og réttilega er tekið fram að yfirlæknir annarrar stofnunar kemur inn í málið og gefur góðar vonir. Hitt er ofvaxið mínum skUningi hvernig þarfir og réttur sjúkl- inga tU vistunar á B-álmu Borgarspít- alans getur breyst við það eitt að flytjast út fyrir spítalamúra. Og þarf ekki aö rýna grannt í ástandið á Landakotsspítala undir lok ágúst þessa árs, aö aflokinni nær þriggja mánaðalokun heUlarsjúkradeUdarí nafni sparnaðarstefnu, til aö sjá að spítalinn gat ekki haldið sjúklinga í gistivist en úthýst bráðveikum sjúkl- ingum miklu lengur. Aðdróttanir bréfritara að læknir hafi tilkynnt útskrift sjúklings og skeUt síðan á eiga sér ekki stoö í raunveru- leikanum. Hins vegar fóru fram við- ræður í sima og voru þau ein rök af hálfu húsmóöur að sjúkUngur myndi tapa rétti tU eUivistunar og bar fyrir sig orð yfirlæknis. En í viötaU mínu við staðgengU kom fram að slíkt myndi engin áhrif hafa enda væri það metið af sömu aðUjum hvort heldur hún kæmi aö heiman eöa af sjúkra- stofnun. Að þeim upplýsingum fengnum voru gerðar ráðstafanir um VEGAFRAMKVÆMDIR YFIR STEINGRÍMS- FJARÐARHEIÐI Þórir Jónsson, Hólum Reykhólasveit, skrifar: Mig langar hér að minnast á vega- framkvæmdir yfir Steingrímsfjarðar- heiði sem mér finnst vera algert hneyksU í vegagerð. Á sínum tíma var unnið að rannsókn á því hvernig tengja ætti Inndjúp við vegakerfið. Þrjár leiðir þóttu hagkvæmastar: Stein- grímsfjarðarheiði, KoUafjarðarheiöi og Þorskafjarðarheiði. Vegagerðin gerði tvær skýrslur um þessa mögu- leika. I þeirri fyrri var mælt með að leggja veginn yfir Þorskafjarðarheiði en í þeirri seinni var mælt með því að leggja veginn yfir KoUafjarðarheiði. Litlar sem engar rannsóknir voru gerða* á Steingrímsfjarðarheiðinni. En svo brá við aö alþingismenn á Vest- fjörðum ákváðu að vegurinn yrði lagður um Steingrímsfjarðarheiðina. Að mínu mati er samt enginn vafi á að tvímælalaust hefði verið hag- kvæmast að leggja veginn um KoUa- fjarðarheiðina því að hún er mið- svæðis. Eg er því mjög vantrúaður á þessa vegaframkvæmd og tel ólíklegt að hægt verði, eins og ætlunin víst er, að halda þessum vegi opnum á vetrum. Það væri því gaman aö vita hvernig framkvæmdir á þessum nýja vegiganga. DV hafði samband við Kristin Jónsson, rekstrarstjóra vegagerðarinnar á ísa- firði: Hann tjáði okkur að vegagerðin yfir Steingrímsfjarðarheiöi gengi vel. Slæm veörátta hefði að vísu sett strik í reikninginn en fyrirhugaö væri að taka hluta vegarins í notkun fljótlega. Varðandi vaUð á staðsetningu veg- arins sagði Kristinn að aUir þrír kost- irnir hefðu verið kannaðir jafn vel. Valið hefði þó aðaUega staðiö á mUli Steingrímsfjarðarheiðar og Þorska- f jarðarheiðar en að vel athuguðu máU hefði Steingrímsfjarðarheiðin að lokum verið valin. Hún hefði verið talin hagkvæmasti kosturinn. heimahjúkrun og heimUishjálp og hún útskrifuð eins og fram kemur í bréfinu. Þá er ég tUkynni aðstandendum minna öldruðu skjólstæðinga að þeir geti nú, þrátt fyrir hæpnar batahorfur við innlögn, horfið á ný í fang fjöl- skyldu þeirra niðja er þeir hafa unga aUð sýnist mér ekki skylt að biðjast sérstakrar afsökunar en geri það aðrir í minn stað er það að eigin frumkvæði en í óþökk minni. HRINGIÐ ÍSÍMA 68-66-11 kl. 13 til 15 eða SKRIFIÐ Pennavinur Þrítugur Bandaríkjamaður óskar eftir pennavinum. Vinsam- legastskrifiðtil: Patrick Bercel 1433 Santa Monica BLVD 390 Los Angeles CaUfornia 90404 U.S.A. Hver gerir við brúður? Jónína hringdi: Mig vantar upplýsmgar um emhvem sem tekur að sér brúðuviðgerðir. Mér þætti vænt um ef einhver sem hefði upplýsingar varðandi þetta heföi sam- band við lesendasíðu DV. Unrnotkun greiðslu- korta í V-Þýskalandi 6075-7550 skrifar: Auglýsmg þar sem segir stutt og lag- gott: „Visa fyrir víöförla”. Hún er dá- lítiö hæpin aö minum dómi því að sá sem ætlar að treysta á Visa-greiðslu- kort á ferðalagi um V-Þýskaland á yfir höfði. sér meiriháttar óþægindi og erfiðleika. Visa-kort þekkjast varla í V-Þýskalandi nema í Hamborg og eru þar tiltölulega fáir veitmgastaðir og enn færri verslanir sem taka við Visa- korti sem greiðslu. Ef maður er staddur í Eifel-héraöinu, Móseldalnum eða í Rínarlöndum er engin leið að nota þessi greiðslukort og reyndar gUdir það sama um Eurocard. Til þess að taka út peninga á Visa- kort þarf að fara aUa leið til Luxemburg en aðeins einn banki í Frankfurt mun veita Visa-korthöfum þjónustu. Sjálfur nota ég Visa-kort mér til mikils hagræöis, bæði hér heima og á ferðum erlendis. Þaö er hins vegar óskemmtileg reynsla aö lenda í þvi aö stóla á Visa eða Euro- card á ferðalagi í Suðvestur-Þýska- landi og finnst mér full ástæöa að vara ferðamenn við þessu. Um leið væri fróðlegt að fá skýringar á þessu máli frá fuUtrúum Visa og Eurocard og upp- Iýsingar um hvort þetta standi hugsan- lega tU bóta og þá hvenær? DV hafði samband viö skrifstofu Visa, Austurstræti 6: Þar fengust þær upplýsingar eins og bréfritari minnist á í bréfi sínu, að greiðslukortaviðskipti væru ekki al- geng í V-Þýskalandi og flestar kvartanir sem þeim hefðu borist vegna notkunar Visa-korta erlendis kæmu einmitt þaðan. Á skrá hjá Visa á Is-[ landi væru nú um 17000 þjónustufyrir- tæki og verslanir auk tveggja stærstu bankanna í V-Þýskalandi og annar þessara banka væri með 20 útibú sem þjónuðu Visa-korthöfum í helstu borgum V-Þýskalands. Og nú væri í gangi athugun á hvar þessi þjónustu- útibú væru staðsett og það ætti að gera korthöfum, sem ferðast þarna um, eitthvað auðveldara fyrir í fram- tíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.