Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÖBER1984. 35 Fréttaútvarpið Fréttaútvarpið Fréttaútvarpið / upphafi útsendinga Fróttaútvarps- ins var sent út úr þessum jeppa. Hér er hann ofan viö Breiðholtsbyggð- ina. Fréttaþulurinn kveikti loks á útvarp- inu og heyröi sér til skelfingar aö verið var aö lesa síöustu fréttina sem send hafði veriö. Seinni fréttaspólan var hins vegar enn í segulbandstæki tækni- manna. Máliö bjargaðist þó með háskaakstri vakthafandi fréttastjóra og persónulegu meti hans í 100 metra hlaupi eftir göngum ritstjómarinnar. Kvartanir heyröust ekki frá hlustend- um sem vonandi hafa haldið að þetta væri ein af nýjungum Fréttaútvarps- ins! önnur atriði gerðu starfsmönnum Fréttaútvarpsins erfitt fyrir, sérstak- lega sérkennilegt háttalag símans. Þannig voru truflanir á símakerfi rit- stjómarinnar og átti það sérstaklega við skiptiborðssímann. I eitt skipti duttu allir simar ritstjómarinnar út samtimis, skiptiborðið og allar beinar línur. Samband náðist nokkru síðar án þess að skýring fengist á ástandinu. Á meðan á þessu gekk var eðlilegt sam- band við hinn aðalsíma Frjálsrar fjöl- miðlunar og DV, þ.e. þann síma er not- aður er af auglýsingadeild, dreifingu og skrifstofum. Símadraugur þessi átti því ekki jafnsökótt viö alla! Andstaða BSRB Ljóst var að Fréttaútvarpið náði mjög fljótlega til fóksins og hlustun var almenn. Viðbrögð fólks voru mjög góð og fjölmargir sem hringdu í síma útvarpsins til þess að lýsa yfir sam- stöðu og stuðningi. Þá voru viðmælend- ur útvarpsins almennt mjög fúsir að tjá sig og koma skoðunum sínum á framfæri en með einstaka undantekn- ingum þó. Stöku stjórnmálamenn töldu ekki við hæfi að koma fram I útvarps- stöð sem ekki hefði leyfi yfirvalda til útvarps. Forysta BSRB var einnig andvíg þvi að tjá sig í fréttatímum Fréttaútvarpsins. Fréttamenn þess uröu því að leita annarra leiða til þess að koma sjónarmiöum BSRB-manna á framfæri sem nauösynlegt var til þess að gæta jafnvægis í fréttaflutningi. Neyðarréttur Eftir því sem dagar Fréttaútvarps- ins urðu fleiri því betur gekk starfið. Hver maður þekkti nú sitt sviö, auglýs- endur vissu að útvarpið náði til fjöld- ans og dagskrá batnaði. Yfir starfs- mönnum vofðu þó alltaf hugsanlegar aðgerðir yfirvalda sem töldu stöðina ólöglega. Starfsmenn töldu hins vegar að hér væri um neyðarrétt að ræða í mjög óvenjulegu ástandi. Sú skoðun var studd af ákaflega mörgum. Tómas Ámason, alþingismaður og fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, lýsti því m.a. yfir í viötali við Fréttaútvarp- ið að hann liti svo á að neyðarréttur gilti um starf hinna frjálsu útvarps- stöðva eftir að ríkisútvarpiö hætti út- sendingum skyndilega. Fyrri heimsókn rannsóknar- lögreglu Fréttaútvarpið varð að hætta út- sendingum einn eftirmiðdag þar sem þá var búist við áhlaupi lögreglu. Svo varð þó ekki og starfsemin hófst því að nýju fyrir kvöldfréttir. Rannsóknar- lögregla ríkisins hafði til meöferðar kærur á frjálsu útvarpsstöðvarnar og varð ritstjóri DV m.a. að mæta til yfir- heyrslu er Fréttaútvarpið hafði starf- Málin rædd á Alþingi Framhald útvarpsmálanna hefur a( miklu leyti farið fram í sölum Alþingis eftir að hinu frjálsa útvarpi lauk. Fjöl- margir þingmenn hafa rætt þessi mál og sýnist sitt hverjum. Ellert B. Schram, sem nú hefur tekið sæti sitt é þingi að ný ju, ræddi þessi mál ítarlega Hann ræddi þá byltingu sem oröit hefur í upplýsingaheiminum sem líkjs má við iðnbyltinguna og lífskjara- byltinguna. Islendingar sitji hins vegar uppi með úrelta löggjöf um út- varp og sjónvarp og allar tilraunir til að brjóta þá löggjöf á bak aftur sév kæfðar í fílabeinsturninum á Alþingi. Ellert B. Schram sagöi síðan orðrétl í ræðu sinni: „I gær var frjálsum út varpsstöðvum lokað. Lögreglunni vai sigað. Afturhaldið i landinu náöi sint fram. Og nú er þögnin skerandi. Þagn- armúrinn hefur verið reistur. Rikisút varpiö er eitt um hituna. Tvisvar á dag fáum við allranáðarsamlegast að vita hvort bylting hafi verið framin í land- inu eða ekki, hvort ríkisstjómin sitj: enn að völdum eða ekki, hvort verk föllin séu að leysast eða ekki, hvort fréttamönnum Ríkisútvarpsins þókn- ist að leyfa stjómmálamönnum eða málsvörum í kjaradeilum að tjá sig Enginn segir að fréttamenn þessa eina og lögvemdaöa fjölmiðils séu hlut- drægir. En hver segir að þeir séu þaf ekki? Hvar er aðhaldið? Hvar er lýð ræðið?” Lýðræðið braust fram Þá ræddi Ellert nokkru síðar í ræðu sinni frásögn ríkisútvarpsins af því þegar hinum frjálsu útvarpsstöðvum var lokað og sagði: „Hvernig var sagt frá þeim atburði í gær þegar Fréttaút- varpinu var lokað meö lögregluárás? Jú, þjóðin fékk að vita að „ólöglegum’ * útvarpsstöðvum hefði verið lokað en áður haföi Ellert B. Schram alþingis- maður flutt ávarp. Punktur og basta. Það var ekki greint frá því, af hundmö manna söfnuðust saman utan við ritstjómarskrifstofur DV til að láta i ljós mótmæli sin gegn þessari aðgerð. Það var ekki sagt frá því að allar símalinur á blaðinu uröu rauögló- andi þar sem aftur hundruö manna lýstu stuðningi sinum við Fréttaút- varpið og vanþóknun sinni á athæfi stjórnvalda. Það var ekki sagt orð um það að hér austur í bæ hafi komið til svívirðilegrar aðfarar gegn frjálsræð- inu og lýðræðinu. Aldrei í mínu minni hef ég orðið var við jafnsterkan þjóðar- vilja til að brjóta á bak aftur einokun ríkisútvarpsins. Fólk lét ekki í ljós hug sinn til að standa vörð um Fréttaút- varpið eingöngu. Það var einfaldlega að standa vörö um mannréttindi sín, öryggi sitt, lif sitt í siðuðu þjóðfélagi. Þaö var lýðræðið sem braust fram þeg- ar þessi atburöur átti sér stað. Og hvað gerðu alþingismenn? Þeir sátu hér í sínum fílabeinsturni, drukku sitt kaffi og gömnuöu sér við aö kasta f jöregginu á milli sín meðan opinberir starfsmenn funduöu hér fyrir utan í þágu lífskjara sinna og þjóðin mót- mælti í nauövöm þegar frelsi fjölmiðla var fótumtroðið. Eg kalla löggjafarvaldið til ábyrgð- ar á þessum atburðum og ástandi. Eg kalla ríkisstjómina og stjómarflokk- ana til ábyrgðar á þessu athæfi. Það voruð þið, háttvirtir þingmenn, sem létuð loka frelsiö niður í innsigluö- um plastpokum rannsóknarlögregl- unnar. Það eruö þiö sem hafið einangr- að ykkur sjálfa frá fólkinu, kjósendum og þjóðinni, með því að láta þetta við- gangast,” sagði Ellert. Fréttaútvarpið — almenn- ingshlutafélag Ljóst er að framþróunin verður ekki stöðvuð. Það er ljóst að almennings- hlutafélag verður stofnaö um Fréttaút- varpið. Undirbúningur er í fullum gangi þannig að þetta verður gert á næstunni. Það mál er betur kynnt í sér- frétt um málið. Af undirtektum manna er það ljóst að að því útvarpi munu ekki standa þúsundir manna heldur tugþúsundir. - Jónas Haraldsson. var ekkert við því að gera. Hins vegar þótti rétt að láta þá menn ekki hafa síð- asta orðið. Það var því tilbúið ávarp og tilkynning til áheyrenda um það að yfirvöld hefðu gripiö til sinna ráða. Og sú síðari Og síöari heimsóknarinnar var ekki langt að bíða. Strax daginn eftir heim- sókn Erlu og hennar manna bankaði Þórir Oddsson, vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins, upp á. Honum til aðstoöar var bílfarmur af rannsóknar- lögreglumönnum. Raunar er rangt að segja aö Þórir hafi bankað upp á. Hann nánast gekk yfir þá dyraverði sem gættu útidyra útvarpsstöðvarinn- ar og áttu að sjá til þess að óboðnir gestir héldu sig utandyra. Þórir og hans menn höföu auövitaö réttar heim- ildir til heimsóknarinnar en lá á aö komast í hlýjuna. Strax og rannsóknarlögreglan var komin inn í húsið var séö til þess að út- varpa ávarpi Ellerts B. Schram rit- stjóra þar sem hann greindi frá komu lögreglunnar sem hlaut aö leiða til lok- unar stöövarinnar. Jafnframt voru menn hvattir til þess að sýna stuðning sinn meö frjálsum útvarpsstöðvum. Stuðningur almennings Fjölda fólks dreif þegar að ritstjóm DV og fyllti brátt ganga auk fjölda manna sem biðu utandyra. Mannfjöld- inn var mestur viö herbergi þaö sem geymdi tækjabúnað og sendi stöðvar- innar. Þar settust þeir niöur rann- sóknarlögreglumennirnir, ritstjórar DV, framkvæmdastjóri, fréttastjóri og fleiri. Þegar rannsóknarlögreglu- mennimir höfðu gengið frá tækjunum í poka og ætluðu sér út var fólkið alls ekki á því að hleypa þeim burt. Það þétti hópinn þannig að enginn mátti sig hræra. Ritstjórar DV báðu menn þá að stilla sig. Lögreglumennirnir heföu heimild til verka sinna. Þeir komust því út úr húsinu en máttu þola ýmsar glósur reiöra meðborgara sinna. Fjöldi manna haföi nú safnast í Síöumúlann, fótgangandi og á bílum. Mannf jöldinn þrengdi að bíl rannsókn- arlögreglumannanna þannig að hann komst ekki úr stæði sínu. Þá óku bíl- stjórar nokkurra bíla i veg fyrir bfl lögreglumannanna. Jafnframt ýttu nokkrir vegfarendur við bílnum þann- ig að hann dúaöi hressilega. Starfs- menn DV gripu þá enn í taumana og fengu menn til þess að gæta stillingar. Rannsóknarlögreglumennirnir komust því á brott án þess að til átaka kæmi. Þar meö lauk sögu Fréttaútvarps- ins að sinni. Hitt verður þó að telja Uk- legra að hér hafi verið skrifaður upp- hafskafli nýrrar fjölmiðlunar á Is- landi. Undirskriftasöfnun hófst þegar þar sem menn kröfðust frelsis í út- varpsrekstri. Þegar hefur mikill fjöldi manna skrifað á slíka undirskriftar- lista og enn bætast við undirskriftir víða af landinu. Þá var og sent frá einbýiishúsi i Breiðholti. Hár koma tæknimenn loftnetum fyrir. að í eina viku. Rannsóknarlögreglu- menn birtust svo á ritstjóm DV með húsleitarheimild og var þeim vel tekið. Þar var komin Erla Jónsdóttir deildar- stjóri við þriðja mann. I hópnum var tæknimaöur og skráði hann hjá sér númer á sendi stöðvarinnar. Við svo búið hurfu rannsóknarlögreglumenn af vettvangi. Það má segja þeim til hróss að svo varlega gengu þeir um að út- sendingin truflaðist alls ekki. Hlust- endur nutu því ljúfra tóna meðan þeir unnu sín embættisverk. En þessi heimsókn boðaði þó breytta tíma. Vitað var að rannsóknar- lögreglan vann að rannsókn þessara mála með miklum flýti. Það mátti því vænta nýrrar heimsóknar og ekki var víst að útsendingin gengi þá alveg ótrufluð. Starfsmenn bjuggu sig því undir þá heimsókn en héldu starfinu áfram eins og ekkert hefði í skorist. Ef lögregla hygðist stöðva útsendingar Starfsmenn ritstjórnar DV hlusta hár á fróttir Rikisútvarpsins skömmu eftír að Fréttaútvarpinu var iokað og hundruð manna þyrptust að ritstjórnar- skrifstofum DV. Þær fréttir voru heidur snubbóttar. Almenningshlutafé- lag um Fréttaútvarpið — þegar komnar yf ir tíu þúsund undirskrif tir Fréttaútvarpið heyrir ekki sögunni til þótt útsendingum hafi verið hætt i bili. Á næstunni verður stofnað almenningshlutafélag um Fréttaút- varp DV-manna. Reynslan af starf- semi Fréttaútvarpsins er mjög góð og hljómgrunnur fyrir útvarps- stöðina um allt land. Undirskriftalistar voru settir í umferð strax eftir að rannsóknarlög- reglan lokaði útvarpsstöðinni. Nú þegar hafa yfir tíu þúsund manns skrifaö sig á lista þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Fréttaútvarpið — íslenskt þj óöarútvarp. öllum gefst kostur á að gerast hluthafar í Fréttaútvarpinu. Innan skamms munu þeir sem þegar hafa skrifað sig á undirskriftalistana fá heimsent bréf þess efnis. Þá munu áskrifendur DV, þ.e. þeir sem ekki hafa þegar skrifað sig á listana, fá heimsend slík bréf. Undirskriftalistamir liggja frammi á skrifstofum DV, Síðumúla 12—14, Síðumúla 33 og Þverholti 11. Þá eru listamir einnig á blaðsölu- stöðum og helstu verslunum um land allt. Þá er tekið á móti stuöningsyfir- lýsingum í símum 68-66-11 og 2-76-22 í Reykjavík. Vilji menn láta sækja til sín lista, sem útfylltir hafa veriö éða fá nýja, þá ber aö hafa samband við síma 2- 70-22. Listar verða þá sóttir og sendir. -JH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.