Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 12
12 DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaöurogútgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍDUMÚLA 12. Prentun: Árvakur hf„ Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 275 kr. Verð í lausasölu 25 kr. Helqarblað28 kr. Hjól lýðræðisins snúast Blöðin eru aftur komin út eftir langt hlé, full af marg- víslegum upplýsingum og sjónarmiðum. Margir munu vera fegnir komu þeirra, því að Islendingar eru þjóða duglegastir blaðalesendur. Sennilega eru dagblöð hvergi í heiminum eins mikilvægur þáttur í lífi fólks og einmitt hér. Þegar saman fer blaða- og útvarpsleysi, er eins og myrkur færist yfir þjóðfélagið. Menn reyndu að lýsa inn í þetta myrkur með litlum, fjölrituðum fréttablöðum og út- varpsstöðvum, sem spruttu upp víða um landið, en voru síðan stöðvaðar að undirlagi stjórnvalda. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Jón Helgason dómsmálaráðherra settu í gang Þórð Björnsson ríkissaksóknara og Hallvarð Einarsson rannsóknarlög- reglustjóra. Þessir fjórir framsóknarmenn létu leggja hald á senditækin „í þágu rannsóknarinnar”. I þessu fólst ekki upptaka á tækjunum, enda hefur eng- inn úrskurður verið kveðinn upp um, hvort stöðvar þessar væru „ólöglegar”. Það er aðeins fréttastofa Ríkisút- varpsins, sem kveðið hefur upp slíkan úrskurð án dóms og laga, þvert ofan í eðlilegar starfsreglur. Hinn tímabundni útvarpsrekstur einstaklinga varð strax mjög vinsæll. Skoðanakönnun, sem birt verður hér í blaðinu á morgun, leiddi í ljós, að þrír fjórðu hlutar þjóð- arinnar voru ánægðir með stöðvarnar og að tveir þriðju hlutar hennar töldu, að ekki hefði átt að loka þeim. Rekstur þessara útvarpsstöðva varð einnig til þess, að opnað var fyrir tvo helztu fréttatíma Ríkisútvarpsins. Þeir fréttatímar hafa komið að töluverðu gagni, þótt fréttamenn hafi greinilega verið mjög vilhallir í frétta- flutningi af málum, sem komu þeim við. Þetta kom ekki aðeins í ljós í orðavali þeirra í fréttum af málum annarra útvarpsstöðva, sem voru í samkeppni við þeirra útvarp. Þetta kom líka greinilega fram í fréttavali og fréttameðferð í sambandi við vinnudeilurn- ar, enda eru fréttamenn aðilar að verkfalli BSRB. Nú hefur þessi einokun blessunarlega verið rofin af dagblöðunum. Lesendur þurfa ekki lengur að gera sér að góðu hlutdrægni fréttastofu Ríkisútvarpsins og hinar mjög svo vanstilltu BSRB-fréttir, sem voru skrifaðar í heiftúðugum stíl Völkischer Beobachter. Ýmislegt hefur lærzt í löngu dagblaðaleysi. Eitt er, að dagblöðin þurfa betri aðgang að stórvirkari fjölritunar- tækjum til að verjast tíðum vinnudeilum í prentiðnað- inum. Hinar fjölrituðu DV-fréttir voru merki þess, sem koma skal í slíkum vinnudeilum í framtíöinni. Annað merkilegt, sem kom í ljós, var, að ýmsir aðilar áttu furðu auðvelt með að koma í skyndingu á fót faglega unninni útvarpsdagskrá og höfðu vald á tækni til að koma henni til eyrna meirihluta þjóðarinnar. Getan er til, ef þingflokkur Framsóknar leyfir. Ef til væru fleiri útvarpsstöðvar en ríkisins eins, mundi flæði upplýsinga verða mun meira og öruggara en verið hefur, auk þess sem ósennilegt hlyti að teljast, að allar þær mundu stöðvast í vinnudeilum. I því hlýtur að felast mikið öryggi fyrir fólkið í landinu. En nú eru dagblöðin alténd aftur komin í hendur fólks. Aftur er völ á fleiri og fjölbreyttari fréttum en hægt er að koma við í útvarpi. Aftur er kostur á margvíslegum skoðanaskiptum í kjallaragreinum og í öðru formi blað- anna. Hjól lýðræðisins eru aftur farin aö snúast á eðlileg- anhátt. JónasKristjánsson Nýja tónleikahúsiö í Lyon, ettt af tugum tónleikahúsa sem risið hafa í Evrópu á síðasta áratug. Hvert er hlutverk „ríkisins” í að styðja byggingu tónlistarhúss? öllum finnst okkur sjálfsagt að „ríkið”, sem er vald þjóðarinnar sameiginlega, styðji og sjái um menntun, tryggingakerfið, sjúkra- hús og skóla. öll erum við orðin því svo vön að „ríkið” millifæri stórar upphæðir fram og til baka milli at- vinnuvega að sennilega þykir fáum neitt athugavert við að nú nýlega til- kynnti ríkisstjómin að til stæði að millifæra röskar 400 millj. til út- gerðarinnar, sem eftirgefinn sölu- skatt af aðföngum, eins og það var kallað. Þegar aftur kemur að smávægileg- um stuðningi við listir kveður oft við annan tón bæði hjá „ríkinu” og al- menningi. Það er svo undarlegt með þessa bókmenntaþjóð, sem í aldir lifði á því eina stolti að í fomöld hefðu forfeðumir samið glæstar bók- menntir, að hún lætur samt athuga- semdalaust Þjóðarbókhlöðu standa hálfkaraða ár eftir ár og þessi bygg- ing, sem kostar brot úr einni skyndi- millifærsluvitleysu atvinnuveganna, er látin til hliðar. Breytir þar að því er virðist engu hið hátíölega loforð um þjóðargjöfina frá 1974 um bygg- ingu þjóðarbókhlöðu né heldur það sem við byggingamenn vitum e.t.v. manna best að fátt er jafnhrikalega dýrt eins og að vera lengi að byggja. Menntakerfið, sem okkur öllum finnst sjálfsagt að sé f jármagnað úr okkar sameiginlega sjóði, á að stuðla að því að gera okkur sjálfstætt fólk og Islendinga. Er það ekki forsenda þess að viö séum sjálfstæð þjóð? Ekki gerir sjónvarpið eða mynd- bandavæðingin okkur sjálfstæðari þjóð eða hvað? Samt sjáum við ekki eftir því að hafa eytt á að giska 1500 milljónum í sjónvarp og myndbönd. Fomskáldin sungu kvæði sín á gullöld, síðan kváðum við rímur og ÁRMANN Ö. ÁRMANNSSON, FORMAÐURSAMTAKA UM BYGGINGU TÓNLISTARHÚSS vikivaka, en æðri tónlist þróaðist síð- ar á Islandi en annars staðar í Evr- ópu vegna einangrunar og fátæktar. Þó svo að nútímatónlistin hafi e.t.v. enn ekki fest rætur í íslenskri menningararfleifð vilja þeir vera sjálfstæð þjóð með fullri reisn og finna sína tónlist. Af því að taka aðeins við áhrifum utan frá getur þjóðinni stafaö ekki minni hætta en af einangrun fyrri tíma. Þar að auki er ekki hægt að bera nútímann saman við neina fyrri tíma. Sérstaklega vegna flæðis alþjóðlegra áhrifa, þar sem gjarnan flæðir best sem lægst miðar, þurfa Islendingar að gera sér nú þegar grein fyrir að sjálfstæði okkar sem þjóðar er í enn meiri hættu en efna- hagur. Sjálfsagt eru þeir, sem eiga sér þá heitustu ósk að rásin okkar númer 2 verði óbreytt allan sólar- hringinn, ekki sammála mér í þörf á tónleikahúsi. Eg vona Islands vegna að hinir séu fleiri sem gera sér grein fyrir mikilvægi listflutnings og list- sköpunar sem þátt í menningarlífi þjóðar. Þeir munu væntanlega vera mér sammála um að eitt af því sem sárast vantar hér er tónlistarhús. Það er þjóðinni ekki vansalaust að eiga ekkert boðlegt hús til flutnings á list listanna, tónlistinni. I musteri markaðsbyggingar á allt að bera sig. Islendingar, enda þótt allir séu smákóngar og Sjálfstæðis- flokkurinn sé stærstur flokka, lifa samt í blönduðu hagkerfi og vilja hafa það svo. Sjúkrahús, skólar, listasöfn, leikhús, bókasöfn og tón- listarflutningur eiga að vera þjóðar- innar allrar. Þess vegna á það að vera hlutverk „ríkisins” að reisa tónleikahús og það strax. Nútíminn þolir enga bið. Ármann ö. Ármannsson. „Það er þjóðinni ekki vansalaust að eiga ekkert boðlegt hús til flutnings á list list- anna, tónlistinni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.