Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 19
DV. ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTOBER1984. 19 Mikilli hörku var hleypt í BSRB-deiluna. Þessi mynd er tekin við hlið KeflavíkurflugvaUar þegar verkfaUsverðir BSRB gerðu eina af mörgum tilraunum sínum tU að stöðva miUUandaflugið. DV-mynd S. Þessar myndir voru teknar þriðjudaginn 25. september síðastliðinn þegar forsvarsmenn Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins komu á fund forsætisráðherra og formanns Sjálfstsðisflokksins. Þær vonir, sem margir bundu við að miklar skattalækkanir kæmu í stað verulegra hækkana á peningalaunum, hafa hins vegar ekki ræst. DV-mynd GVA t bækistöðvum sáttasemjara ríkisins hefur verið strangt fundað en stundum þó slegið á létta strengi á milU. Hér ræðast við Geir Haarde, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri, Guðlaugur Þorvaldsson rikissáttasemjari og Björn Arnórsson, hagfræðingur BSRB. Tveir forystumenn í viðræðum Vinnuveitendasambandsins og Verkamannasam- bandsins um skattalækkunarleiðina: Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri VSÍ, og Karl Steinar Guðnason, varaformaður VMSÍ. DV-mynd KAE. aði í ríkisrekstri, sem samsvarar skattalækkuninni. Með þessu fær fólk kjarabót, sem hefur ekki áhrif á verölag í landinu”. FuUtrúar þessara samtaka áttu, ásamt mönnum frá Alþýðusambandi Islands, fund með forsætisráðherra 9. október — eftir ítarlegar viðræöur í eigin hópi. Þar var rætt um mikla skattalækkun — þ.e. lækkun tekju- skatts um 1100 miUjónir og útsvars um 300 miUjónir króna, eða samtals 1400 mUljón króna lækkun. Daginn eftir, 10. október, samþykkti formannafundur ASI að taka þátt í þessum viðræöum við rikisstjórnina. Næstu daga datt hins vegar botninn úr þessum skattalækkunarviðræðum — þótt búið væri að gera aUs konar út- reikninga um, hvernig þessar lækkanir gætu komið út fyrir launafólk. I fjár- lagafrumvarpinu fyrir árið 1985, sem lagt var fram í þingbyrjun, var aöeins gert ráð fyrir 600 mUljón króna lækkun tekjuskatts, og þá jafnframt að á móti kæmi hækkun á öðrum sköttum: sem sagt aðeins tUfærsla á sköttum. Og í samkomulagi því, sem Reykjavíkur- borg geröi við starfsmannafélag borg- arinnar, var „nettó”-skattalækkun áætluð aðeins 400 miUjónir króna. A fundi, se’m fulltrúar áöurnefndra samtaka áttu svo enn á ný með for- sætisráðherra sl. fimmtudag, 18. október, kom fram aö skattalækkunar- leiðin — 1400 miUjónirnar, sem for- sætisráöherra hafði áður nefnt — kæmi enn tU greina, en sem fyrr því aðeins að beinar launahækkanir yrðu mjög Utlar. En þegar hér var komiö sögu haföi þróunin í samningaviðræðunum tekið allt aðra stefnu og þar voru það bæjarstarfsmenn og stjórnendur nokk- urra bæjarfélaga, sem fóru á undan og ruddu brautina tU umtalsverðra beinna kauphækkana Samningar bæjarfélaga 1 aUsherjaratkvæðagreiðslunni innan BSRB um sáttatUlöguna, sem áður er nefnd, var tUlagan samþykkt á Suðurnesjum og Akranesi. Og um það leyti, sem verkfaU opinberra starfs- manna hófst 4. október — og næstu daga þar á eftir — sömdu nokkur bæjarfélög við starfsmenn sína á grundvelU sáttatUlögunnar. Þegar líða tók á verkfaUiö fóru sum bæjarfélög að semja við starfsmenn sína um meiri hækkanir en fólust í sáttatUlögunni. Mánudagmn 15. október geröi Starfs- mannaf élag Reykjavíkurborgar samn- ing við borgarstjóra, Davíð Oddsson, en gengið var frá þeim samningum þá um helgina. Ljóst er, að borgarstjóri hafði náið samráö við ýmsa aðra áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum við gerö þessa samnings, sem hag- fræðingur BSRB reiknaði út, að gæfi 14.5% kauphækkun á samningstím- anum, sem var út árið 1985. Um sama leyti var samiö á Seltjarnamesi á svipuðum nótum. Næstu dagana náðist svo samkomulag í nokkrum öðrum bæjar- félögum um meiri launahækkanir en í Reykjavík. A Isafirði var meginbreyt- ingin frá Reykjavíkursamningnum sú, að endurskoöa bæri samninginn 1. júlí og 1. október 1985 ef sá kaupmáttur, sem launin á síðasta ársfjóröungi yfir- standandi árs, hefðu eitthvaðskerst. I Kópavogi var hins vegar samið um meiri beina kauphækkun en í Reykja- vík. Meðaltalskauphækkunin á samn- ingstímanum var reiknuð 18.4%. Hluti hækkunarinnar var í krónutölu og þar af leiðandi hlutfallslega meiri hjá þeim, sem lægstu launin hafa. Þótt samningamir í Reykjavík og á Seltjarnarnesi hafi síðar verið felldir í atkvæðagreiðslu félagsmanna starfs- mannafélaganna, þá má segja, að stefnan hafi verið mörkuð í þessum samningum bæjarfélaganna — og þá á þann veg að áherslan var öll lögð á miklar beinar krónutöluhækkanir. önnur bæjarfélög komu í kjölfariö með um 19% launahækkun á samningstím- anum. Um leið var skattalækkunar- leiðinni og stefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum, sem reyndar var ein af forsendum efnahagsstefnu hennar, varpað fyrir borð. Og það af bæjar- stjórnum, þar sem stjómarflokkamir, einkum þó Sjáifstæðisflokkurinn, ráða ríkjum. Tilraunir stjómvalda í lok síðustu viku til þess að snúa þróuninni við og taka á ný upp skattalækkun sem meginatriði nýrra samninga, komu alltof seint til þess að stöðva þessa þróun. Þótt skattalækkun kunni að gegna vissu hlutverki í þeim samn- ingum, sem eftir er að gera við BSRB og almennu verkalýðsfélögin — einkum að því er varðar kjarabætur á næsta ári — virðist augljóst mál, aö samiö verði um svipaðar launahækk- anir og ýmsir bæjarstarfsmenn og bókagerðarmenn hafa fengiö í þeim samningum, sem eftir er að ná við stóru launþegasamtökin. Samningar bókagerðarmanna eru því aðeins nýjasta, en vafalaust ekki síðasta dæmið um þetta skipbrot stjórnar- stefnunnar í kjaramálum. Orsakir straumhvarfanna Hverjar eru helstu orsakir þessarar þróunar? Hvers vegna er nú aftur farið inn á leið hárra peningalauna- hækkana? Hvers vegna missti ríkis- stjómin svo gjörsamlega tökin á stefn- unni í samningamálunum? Stjómmálamenn munu vafalaust deila um þaö efni næstu vikurnar á sinn hátt. Nokkrar skýringar viröast þóaugljósar. 1 fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki sýnt, það nægjanlega í verki, að fleiri en launafólk skuli bera hluta af her- kostnaðinum gegn verðbólgu, minnk- andi þjóðartekjum, viðskiptahalla og erlendum skuldum. Það var ekki fyrr en síöari hluta sumars, sem stjómar- flokkarnir fóru að ræöa frekari að- gerðir í efnahagsmálum, en niðurstað- an var plagg, þar sem lítið var tekið á hinum raunverulegu vandamálum. Trú almennings á því, að ríkisstjórnin réði við vandann dvínaði því stórlega, eins og skoðanakannanir sýna glögg- lega. I öðru lagi vanmat ríkisstjórnin og stuðningsflokkar hennar þá alvöru, sem var á bak við kröfur BSRB. Opinberir starfsmenn töldu sig hafa tvenns að hefna. Annars vegar þeirrar almennu kjaraskerðingar, sem launa- fólk hefur orðið að taka á sig undanfarin misseri. Hins vegar vaxandi misræmis á milli launa hjá hinu opinbera og á almennum vinnu- markaði, þar sem launaskrið hefur veriö verulegt, einkum hjá þeim sem betur mega sín. Þetta tvennt gerði það að verkum, að margir innan BSRB litu á 30% kröfuna sem raunhæfa, þótt flestir þar teldu reyndar í upphafi litlar líkur á, að hún næðist fram nema að takmörkuðu leyti vegna launa- stefnu ríkisstjórnarinnar. I þriðja lagi var hleypt alltof mikilli hörku í BSRB-deiluna þegar í upphafi meö ýmsum vanhugsuðum aðgerðum og jafnvel hreinum klaufaskap af hálf u ráðamanna. Nægir þar að nefna hvernig haldið var á launagreiðslu- málinu 1. október. Með lipurð hefði mátt koma í veg fyrir, að BSRB-deilan lenti í þeirri hörku, sem síöar varð. En þegar út í slaginn var komið, var hins vegar engan veginn auðvelt að snúa við. I fjórða lagi virðist ljóst, að ríkis- stjórnin hefði þurft að sýna mun meiri stefnufestu og frumkvæði í samning- unum — og reyndar óskiljanlegt að hún skyldi ekki gera þaö, þegar haft er í huga hvílíkt kappsmál litlar kaup- hækkanir nú hafa verið forráða- mönnum hennar. Jafnvel f rumkvæðið í skattalækkunarmálunum kom ekki frá ráöherrunum, heldur var sótt á um það mál af hálfu Verkamannasambands- ins og Vinnuveitendasambandsins. Og þegar fyrst var farið aö ræða um 1400 milljóna króna skattalækkunina, virtist fátt á hreinu um, hvernig ríki og sveitarfélög ættu að mæta því tekju- tapi, sem af svo mikilli skattalækkun hlyti að leiða. Þessi leið hefði vafalaust fengið meiri hljómgrunn, ef fyrr og ákveðnar hefði veriö að henni staðið af hálfu ríkisstjórnarinnar og skilmerki- legar gefið til kynna, hvílík kjarabót þar væri á ferðinni. Slíka forystu skorti í samningaviðræðunum. Ráðherrarnir máttu því horfa á yfirlýsta launastefnu sína splundrast í eins konar keðju- sprengingum — og munu líklega að lokum sjálfir taka þátt í útför hennar. Hvað nö? Hvað kemur svo í kjölfar þessarar þróunar kjarasamninganna? Hvað verður um það markmiö ríkis- stjórnarinnar að aðeins verði 5% gengisbreyting á ári? Verður haldið viö þá stefnu? Ef svo, hvernig eiga þá atvinnufyrirtækin, einkum þau sem framleiða til útflutnings, að standa undir þeim kostnaðarhækkunum sem af samningunum leiða? Eða verður vikið frá gengisstefnunni, gengið fellt mun meira og verðbólgan keyrð upp á ný? 1 fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár er aðeins miðað við 5% kaup- hækkun. Hvemig verður því „gati”, sem nýir samningar hljóta að valda í fjárlagadæminu lokað? Fylgir þessum samningum „gengis- felling og atvinnuleysi”, svo að vitnað sé til ummæla formanns Sjálfstæðis- flokksins um afleiöingar aðeins 6% hækkunar? Göngum við á ný þá leið, sem á árunum 1970—1983 skÚaði laun- þegum 7000% hækkun kauptaxta en 10% lækkun kaupmáttar þeirra sömu taxta? ' -ESJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.