Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1984, Blaðsíða 18
Straumhvörfin í samningamálunum: HVERNIG LAUNAMÁLASTEFNA STJÓRNARINNAR BROTLENTI Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri skrifar Þegar verkfall bókageröarmanna, sem lauk í gær, hófst fyrir rúmum sex vikum, var þaö almenn skoðun, aö samiö yrði aö þessu sinni um tiltölu- lega litlar beinar kauphækkanir, en kjörin þess í staö bætt eftir öðrum leiðum, einkum þó meö verulegri lækkun skatta. Margt benti einnig til þess, aö ef unniö heföi veriö aö slíkri lausn af krafti af stjórnvalda hálfu á réttum tíma, þá heföi slík stefna beðið skipbrot. Sum bæjarfélög hafa samið viö starfsmenn sína um 18—19% beina launahækkun á samningstímanum, sem er til loka næsta árs, og bóka- gerðarmenn fengu meira en 20% hækkun á samningstimanum. Þessi niöurstaöa, sem vafala ust mun setja svip sinn á væntanlegan aöal- kjarasamning BSRB og á samninga verkalýösfélaganna á hinum almenna vinnumarkaöi við Vinnuveitendasam- bandið, á sér ýmsar skýringar, eins og nánar veröur rakiö hér á eftir. Ljóst er aö hún gengur þvert á stefnu ríkis- stjómarinnar i kjaramálunum, þar sem megináhersla hefur verið lögö á litlar beinar launahækkanir. Það er álit ýmissa þeirra, sem fýlgst hafa vel með gangi mála síðustu mánuöi, aö, ríkisstjórnin geti sjálfri sér um kennt, hvernig samningamálin hafa þróast: hún hafi gloprað niöur tækifæri, sem hún hafi haft til þess aö leysa samningamálin á þann hátt, sem betur samræmdist efnahagsstefnu stjómar- innar. Ef þeir samningar, sem þegar hafa verið gerðir, veröa fordæmi fyrir aöra — eins og allt bendir til — hlýtur þaö aö hafa veruleg áhrif á ástand efnahags- mála á næstunni; rekstúr fyrirtækja og atvinnuástand, þróun gengis ís- lensku krónunnar og verðlags í land- inu. Þaö fer eftir viðbrögðum stjórn- valda, hver sú þróun verður, en reikna veröur upp á nýtt veigamikla þætti í nýbirtri þjóöhagsáætlun fyrir árið 1985 og fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár. Almenningur hlýtur hins vegar aö óttast þaö einna mest, aö í kjölfar al- mennra samninga, þar sem laun hækka um a.m.k. 19—20%, hljóti verö- bólgan aötaka stökk upp á viö aftur. Febrúarsamningarnir Þegar almennir kjarasamningar vom undirritaöir seinni hluta febrúar- mánaöar sl. var þeim fagnaö af stjórn- valda hálfu vegna þess aö þeir tryggöu, aö veröbólgan færi ekki yfir 10% á árinu, að mati Þjóðhagsstofnun- ar. Forystumenn launþegasamtakanna töldu samningana einnig viöunandi miöað viö allar aöstæöur. ,,Eg tel, aö samtök launafólks hafi náö umtals- verðum árangri fyrir hina verst settu.1 Annar árangur kjarasamninganna er aö stööva kjaraskerðinguna," sagöi Kristján Thorlacíus, formaöur BSRB, við DV29. febrúar. I þessum samningum var gert ráð fyrir 3% kauphækkun 1. september og 3% hækkun aftur 1. janúar 1985, en þær hækkanir áttu aö tryggja, aö kaup- máttur yröi sá sami og hann var á fjórða ársfjóröungi ársins 1983. Ef þróunin yrði hins vegar á aöra leið, þá var sá varnagli settur í samninginn aö hægt væri aö segja launalið hans upp með mánaöarfýrirvara frá og meö 1. j September. Þegar líða tók á áriö fékk krafa um sh'ka uppsögn vaxandi fylgi, þar sem ýmsir töldu sig sjá, að kaupið þyrfti aö hækka nokkru meira en um 3% 1. september til þess aö halda óbreyttum kaupmætti frá síðasta ársfjórðungi 1983. Hagfræöingar vinnuveitenda og launþega deildu þó um þetta atriði, því að þeir voru ekki að öllu leyti sammála um forsendur, svo sem um verðbólgu- hraöa og áhrif félagsmálapakkans, sem samið var um í tengslum við febrúarsamningana. Þegar til kom sögöu flest stærstu almennu verkalýðsfélögin og Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja upp samningum og lögöu fram kröfur um meiri hækkanir frá 1. september en febrúarsamningamir geröu ráö fyrir. Kröfur um 7—10% hækkun Kröfugerð almennu verkalýösfélag- anna stefndi um tíma í tiltölulega litla hækkun almennra launa. Það var á meðan forystumenn launþegafélaga hugsuðu út frá þeirri stefnu, sem sam- komulag varð um í febrúar, þ.e. aö miða ætti við sama kaupmátt og var á síðasta hluta ársins 1983. Kröfugerð Alþýðusambands Vest- fjarða var í samræmi viö þessa stefnu- mörkun. Um það sagði Pétur Sigurös- son, forseti ASV, í viötali viö DV í ágúst: „Viö viljum standa viö febrúar- samningana. Þar var gert ráð fyrir, aö kaupmáttur þessa árs yröi sá sami og síðasta ársfjóröungs í fyrra. Þess vegna förum viö fram á 7—10% hækkun nú 1. september í stað þeirrar 3% hækkunar, sem er fyrirhuguö. Meö því teljum við okkur fá umsaminn kaupmátt”. Jafnframt var gert ráð fyrir í þessari kröfugerö, aö hækkun- in 1. janúar yrði 4% í stað3%. Pétur sagði ennfremur: „Ríkis- stjómin bað í febrúar um frið. Bað um að verkalýðshreyfingin tæki á sig kjaraskeröingu. A móti æltlaði hún aö vera búin að koma efnahagskerfinu í jafnvægi í apríl 1985. Viö viljum gefa ríkisstjórninni tækifæri til að standa viö sitt loforð. Þess vegna stöndum viö viö okkar orð. Við treystum á, aö þeir geri slíkt hiö sama. En auðvitað má reikna með verulega auknum kröfum af okkar hálfu í apríl.” 30% krafa BSRB En ýmsir gerðu hærri kröfur. Verka- mannasambandiö var að vísu reiðu- búiö til viöræðna um tiltölulega lága almenna launahækkun, en taldi óger- legt annaö en afnema svonefnt tvöfalt kerfi, sem m.a. þýöir, að lægsti taxti þess er undir tekjutryggingunni og auk þess hækka þessi lægstu laun sér- staklega úr 12.900 krónum í 14.000. BSRB geröi hins vegar mun meiri kröfur og á allt öðrum grundvelli. Þar var ekki miðaö viö aö halda óbreyttum kaupmætti frá síðasta ársfjóröungi 1983 heldur fyrst og fremst aö jafna þaö mikla bil, sem forystumenn BSRB töldu, aö heföi skapast á milli launa opinberra starfsmanna og þeirra, sem vinna á almenna markaöinum. Sett var fram krafa um 30% launahækkun strax og 5% viðbótarhækkun 1. janúar 1985. Með slíkri hækkun töldu opinberir starfsmenn, aö þeir næöu aftur sama kaupmætti launanna og þeir höfðu 1. janúarl983. Stefna stjórnvalda Þótt þessi kröfugerö BSRB hafi komið fram tiltölulega snemma, viröist ekki hafa verið litiö á hana af mikilli alvöru af hálfu stjórnvalda eða annarra aðila á vinnumarkaðinum. Forsætisráðherra, Steingrímur Her- mannsson, lýsti því t.d. yfir í síma- viötali viö DV frá Ameríku fyrri hluta ágústmánaðar, að þessar kröfur væru „alveg út úr myndinni”. Hann sagöi ennfremur: „Ef menn ætla út í slíkt og ef þaö næöi fram að ganga, er fram- tíðin óljós. Eg trúi því ekki, aö menn vilji verðbólguna upp aö nýju. Þótt ég muni leita allra leiða til aö bæta kjör hinna lægstlaunuðu, þá veröa kjör þeirra ekki bætt að neinu ráöi fyrr en hagvöxtur hefst að nýju”. Þetta var sú stefna, sem ríkis- stjómin markaöi og kom m.a. fram í því, að fjármálaráðherra vildi framan af ekki gera BSRB neitt gagntilboð — taldi ekkert í „kassanum” til þess. Og formaður Sjálfstæöisflokksins, Þor- steinn Pálsson, lýsti því yfir í DV að sú afstaða fjármálaráöherra sýndi „raunsæi” hans. I samkomulagi stjórnarflokkanna um aögeröir í efnahagsmálum, sem dagsett er 6. september 1984, er mörkuö sú stefna, aö launahækkunum veröi áfram settar mjög þröngar skorður og t.d. aöeins miöað við 5% launahækkun á næsta ári. Sú stefna birtist síöan í fjárlagafrumvarpinu fýrir áriö 1985, en það var lagt fram í upphafi haustþingsins. Þegar sáttasemjari ríkisins lagöi fram sáttatillögu i deilu opinberra starfsmanna, þar sem gert var ráð fyrir 6% kauphækkun strax og 4% frá 1. janúar 1985, lýsti formaöur Sjálf- stæðisflokksins því yfir, að hann teldi 6% hækkun of mikla og aö hún gæti leitt til gengisfellingar og atvinnuleys- is. I viðtali við DV-fréttir sagði Þor- steinn um þessa afstöðu sína: „Mín skoðun var sú, að það sem kæmi sér best í þessari stöðu fyrir þá, sem verst eru settir, væri aö menn kæmu sér saman um lækkun skatta i staö launahækkana, sem kæmu af staö nýrri verðbólguöldu”. Og á Alþingi 11. október sl. lýsti for- sætisráðherra stefnu sinni þannig, aö svigrúm væri til að semja um 6—10% hækkun á samningstímabilinu og lækka tekjuskattinn um 600 milljónir. Auk þess gerði hann ráö fyrir einhverri útsvarslækkun. Skattalækkunarleiðin Þaö voru því tvær leiðir til skoöunar í samningamálunum nú í haust. Annars vegar sú „heföbundna” leið að hækka kaupið umtalsvert í krónu- tölu. Hins vegar aö bæta kjörin með veru- legum skattalækkunum, en hækka peningalaunin sjálf lítið. Um tíma virtist allt benda til þess, aö síðari leiðin yrði ofan á. Forystu- menn Verkamannasambandsins, Landssambands iönverkafólks og Vinnuveitendasambandsins komust á verulegan rekspöl með viöræður, þar sem gert var ráð fyrir mjög verulegum kjarabótum í formi skattalækkana og þar af leiðandi hógværum launahækk- unum. Guðmundur J. Guömundsson, for- maöur Verkamannasambandsins, sagöi í viötali viö DV 3. september um þessar viöræöur viö VSI: „Við höfum orðið sammála um aö fella beri niður tekjuskatt í áföngum.” Og Magnús Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri VSI: „Lækkun tekjuskatts er trúlega áhrifaríkasta leiðin til aö bæta kjör launafólks í landinu. Jafnframt tel ég þetta mildustu leiöina fyrir efnahags- kerfiö í heild, takist aö ná fram spam-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.