Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 1
DAGBLAÐIÐ — VÍSIR 233. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — MÁNUDAGUR 29. OKTÓBER 1984.
Engir launaútreikningar þrátt fyrir úrskurð kjaradeilunef ndar:
LOKA ANDDYRUM
SKÝRSLUVÉLANNA
Verkfallsstjórn BSRB lét loka and-
dyrum SKYRR, Skýrsluvéla ríkisins
og Reykjavíkurborgar eftir aökjara-
deilunefnd úrskurðaði í gær um að
þar skyldi unnið aö launaútskriftum
til starfsmanna viö heilsugæslu og
öryggisgæslu, annarra en eru í
BSRB. Vakt var utan dyra í alla nótt
og er engum hleypt inn nema þeim
sem allt frá upphafi verkfalls hafa
sinnt neyðarþjónustu.
Þetta mál hefur verið til meðferð-
ar í kjaradeilunefnd dögum saman. I
gær lá fyrir ein aðaltillaga frá Helga
V. Jónssyni, formanni nefndarinnar,
um að skylda starfsmenn SKÝRR til
vinnslu á launaútreikningum sam-
kvæmt sérstakri skilgreiningu. Felld
var breytingartillaga um að vinnslan
næði ekki aðeins til annarra starfs-
manna en eru í BSRB, svo sem Sókn-
arkvenna og BHM-fólks, heldur einn-
ig BSRB-fólks sem skylt er að vinna
í verkfallinu. Þrír fulltrúar BSRB og
þrir aðrir nefndarmenn felldu þá
tillögu en þrír voru með henni.
Aðaltillaga Helga var samþykkt
með fimm atkvæðum gegn þrem at-
kvæðum BSRB-manna. Mótat-
kvæðum þeirra er nú fylgt eftir meö
því aö loka húsi SKÝRR. Vinna við
launaútskriftir getur því ekki hafist
og ekki heldur vinna við útskriftir líf-
eyrisgreiðslna sem kjaradeilunefnd
úrskurðaði um á laugardag.
Fulltrúar BSRB létu bóka að þeir
teldu nefndina fara út fyrir verksvið
sitt og aö launagreiöslur af þessum
toga væru samningsmál milU BSRB
og fjármálaráðuneytisins „þar til
ljóst er að starfsmenn hætta störfum
vegna vangoldinna launa og nauð-
synleg öryggis- og heilsugæs. a skerð-
ist”. HERB
Vörum skipað úr
Skaftafeliinu
íGrundarfirði:
FRÉTTARITARA DV HÓTAÐ
UPPSÖGN FYRIR MYNDATÖKU
Vörum úr skipi Sambandsins, ms.
SkaftafelU, var skipaö upp um
helgina í Grundarfirði. Var þar um
að ræða nýjar jarðýtur auk ör-
bylgjuofna, rafmagnshitara og
ýmiss konar eldhúsáhalda sem kom-
ið var fyrir í hraðfrystihúsinu í
Grundarfirði.
Fréttaritari DV í Grundarfirði tók
myndir af þessarí uppskipun en aö
því loknu fékk hann skilaboð um þaö
að ef DV fengi þessar myndir frá
honum yrði hann rekinn úr vinnu
srnni í frystihúsinu sem er í eigu
Sambandsins.
Að sögn lögreglunnar í Grundar-
firði er engin lögregluvakt á
sunnudögum og varð því enginn á
lögreglustöðinni var við að Skafta-
felUð lægi í höfninni.
Að sögn Loga Egilssonar, fuUtrúa
sýslumannsins í Stykkishólmi, höfðu
þeir engar fregnir af þessari
uppskipun en öllum væri leyfUegt að
leggjast að bryggju ef þeir kæmu frá
annarri höfn innanlands.
Omar Jóhannsson, aöstoöarfram-
kvæmdastjóri SkipadeUdar Sam-
bandsins, sagði í samtali við DV að
skipið hefði verið toUafgreitt í
Reykjavik er það kom hingað fyrir
nokkrum dögum en losunin í Grund-
arfirði hefði veriö gerð til að losa um
pláss fyrir fisk til útflutnings.
Sigurður Eggertsson, sveitar-
stjóri í Grundarfirði, sagði í samtali
við DV aö krani sá sem notaður hefði
verið við uppskipunina væri í einka-
eign og því hcfðu hafnaryfirvöld ekk-
ert með hann að gera. -EH/FRI.
íslendingur í Danmörku:
Framseldur vegna norsks hasssmygls
Dönsk yfirvöld hafa ákveöið að
framselja 24 ára gamia íslenska
konu tU norskra yfirvalda. Ástæðan
er sú að konan mun hafa aðstoöað við
smygl á nokkrum kílóum af hassi til
Osló. Konan hafði viðurkennt brot
sitt fyrir dómstóli í Danmörku í von
um að hljóta dóm þar í landi. I Nor-
egi getur hún nefnúega átt í vændum
12 sinnum þyngri refsingu.
Norska lögreglan krafðist þess að
konan yrði framseld til Noregs
vegna þess að 3 Norðmenn höföu
þegar verið handteknir þar vegna
sama máls. Er konan var yfirheyrð
fyrir undirrétti i Kaupmannahöfn
fyrir nokkrum vikum neitaði hún
staöfastlega að fallast á að veröa
framseld. Hún taldi það mjög óeöli-
legt að til framsals kæmi vegna þess
hversu munur á refsingum fyrir
umrætt brot er mikiU í Danmörku og
Noregi.
I Danmörku eru brot sem þessi
ekki litin svo alvarlegum augum og
heföi konan að öllum líkindum slopp-
ið með 2 mánaða fangelsi. Mál þetta
hefur vakið mikla athygli innan
dönsku lögreglunnar og þykir
mörgum lögreglumönnum furðulegt
að konan skuli framseld. Hefðu
Norðmenn farið að venju í þessu
máli hefðum þeir fariö fram á það
við dönsk yfirvöld að málið gegn
konunni yrði rekið í Danmörku en nú
verður hún semsé framseld til Nor-
egs þar sem hún á mun þyngri refs-
inguívændum.
-GAJ-Lundi.
/i -
Stakk af
frá árekstri
Harður árekstur varð á Hringbraut
á móts við Gamla Garð á fjórða
timanum i gær. ökumaðurinn sem
slysinu oUi ók vestur Hringbraut og
beygði inn á háskólasvæðið fyrir neðan
Garð. Þar ók hann í veg fyrir annan bil
sem var á leið austur Hringbraut. úku-
maðurinn stöðvaði þó ekki, heldur ók
áfram. Lögregian fann hann skömmu
síðar i einni af byggingum Háskólans.
Grunur ieikur á að um ölvun hafi verið
að ræða. DV-mynd GVA
Kyrrstaðaí
samninga-
málum
Enginn árangur varð af fundi
samninganefnda Vinnuveitenda-
sambandsins og landssambanda innan
Alþýðusambandsins sem hófst
klukkan 18 í gærkveldi og stóð til
klukkan 4 í nótt.
Á f undinum voru ræddir ýmsir liðir í
tiiboði VSI en ekki náðist samkomulag
um neitt atriði. Annar fundur aðila
hefur verið boöaður klukkan 16 í dag.
Sáttafundi samninganefnda BSRB
og fjármálaráðuneytisins var frestað á
hádegi í gær. Lítill árangur varð af
fundinum. Nýr fundur hefur verið
boðaður klukkan 13 í dag.
Á bls. 2 er fjallað nánar um stöðu
samningamála BSRB. -ÓEF.
Innbrof ið á Akranesi:
Sjöígæslu-
varðhald
Um helgina voru sjö manns úrskurö-
aðir í gæsluvarðhald í Sakadómi
Reykjavíkur vegna rannsóknar á inn-
brotinu í áfengisverslunina á Akranesi
í síðustu viku.
Fimm af þeim voru úrskurðaðir í
gæsluvarðhald til 7. nóvember en tveir
eitthvað styttra. Taliö er að þessir aðil-
ar séu á einn eöa annan hátt viðriðnir
innbrotið á Akranesi en ekki áfengis-
og tóbaksþjófnaðina úr gámunum í
KeflavíkogReykjavík. -klp.