Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Page 7
DV. MANUDAGUR 29. OKTOBER1984. 7 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Korthafar verða að standa skil — þótt tilkynning berist ekki Þegar þetta er skrífaö er póstþjón- ustan enn lömuð vegna verkfalla. Það hefur í för með sér að ekki verður hægt að tilkynna greiðslukoilahöfum í gegn- um póstinn hversu mikil skuld þeirra er við viðkomandi fyrirtæki. En hvern- ig ætla fyrirtækin að leysa þetta mál? Hjá Visa Island fengust þær upp- lýsingar aö eindagi greiðslunnar yrði sem áður 2. nóvember og eftir þann tíma myndu dráttarvextir falla. Enn væri ekki búið að ákveða hvort til- kynningaseðlarnir yrðu bomir út til viðskiptavinanna. En flestir vita að það dregur að greiöslu og í viðkomandi banka geta allir fengiö upplýsingar um hversu mikið þeir eiga að greiða. Hjá Kreditkortum sf. eru allir reikningar tilbúnir en óvíst hvernig jeöa hvort þeir verða sendir út. Þar verður síðasti greiösludagur eins og venjulega 5. nóvember, líklegt að fólk fái 2ja daga frest vegna þess ástands sem nú ríkir. Korthafar geta einnig fengið upplýsingar um hver staöan er hjásínumbanka. Þá er einnig spurning hvemig ganga muni að innheimta úttektir sem gerðar hafa verið erlendis. Hjá Visa Island fengum við upplýsingar um að yfirlit yfir innkomnar úttektir hefði hreinlega veríð sótt til útlanda svo búast má við aö úttektir erlendis frá berist til iands- ins jafnt og áður. APH Eitthvað svipað þassu verða kort Iðnaðarbankans sem verða lykill að peningakassa bankans aiian sólar- hringinn. Nýtt fyrirbrigði: Tölvubankinn „Við höfum verið að kanna þetta mál í nokkuö langan tíma og höfum nú ákveðið að koma nokkrum tölvu- bönkum upp. Við höfum þegar fest kaup á nokkrum vélum og tvær þeirra eru nú komnar hingaö til landsins og verða að öllum líkindum settar upp í nóvember,” sagði Bragi Hannesson, bankastjóri Iðnaðar- bankans, er hann var spurður um töivubanka sem unniö er við aö setja upp í Reykjavik og í Hafnarfirði. Bragi sagði að eftir langa umhugs- un hefði veriö ákveðið aö kalla þessa banka tölvubanka. Það sem hér um ræðir er eins konar sjálfsafgreiðslu- bankar sem oftast eru staðsettir utandyra þar sem viðskiptavinir geta tekið út peninga hvenær sem er sólarhringsins. I Iðnaðarbankanum verða tölvubankarnir reyndar stað- settir í anddyrum bankanna og ákveðiö kort notað til að opna dyr þeirra. Þetta sama kort, sem er svip- að venjulegu greiðslukorti, er síðan hægt að nota til aö taka peninga út i tölvubankanum. Þaö er gert með því að stinga kortinu inn í tölvuna á þar til gerðum stað og gefa tölvunni ákveðin fyrirmæli og upplýsingar. Að þessu loknu spretta fram um- beönir peningar. Svo einf alt er það. Bragi sagði aö tölvubankinn væri búinn ýmsum öðrum eiginleikum en að borga bara út peninga. Þegar fram líða stundir er ráðgert að hægt verði að leggja inn peninga og einnig geta viðkomandi viðskipta- vinir athugað stöðu sína á reikning- um bankans. Þá væru jafnvel önnur verk sem bankinn gæti unnið en ekki tímabært að skýra frá núna. Bragi sagði að með tilkomu tölvu- bankans væri um gífurlegar breyt- ingar að ræða á þessu sviði bankans. Þetta væru mikil þægindi fyrir við- skiptavinina og einnig starfsfólk bankans. Nú væri hægt að taka út peninga á öllum tímum sólarhrings- ins og gjaldkerarnir þyrftu nú í minna mæli aö vinna þessi störf sem eru ákaflega tímafrek. Þeir sem hafa ávísanareikning hjá bankanum geta sótt um að fá úttekt- arkort með því að fýlla út sérstök eyðublöð. Þá er einnig gert ráð fyrir því að hægt verði að vera með peninga á sérstökum reikningum til þessara nota sem eru með venju- legumsparisjóðsvöxtum. APH Raddir neytenda Aska i brauðinu? Neytandihrlngdi: Hann sagðist hafa keypt sér Myilu-franskbrauð sem var reyndar með afbrigðum gott. A meðan hann var aö gæða sér á brauðinu fór hann aö lesa á umbúðir þess. Þar var m.a. greint nákvæmlega frá innihaldi og meðai innihaldsins var aska. Jú, af ösku voru tæp tvö grömm. Hann langar að vita hvað og hvers vegna aska sé í þessu brauði. Það er Rannsóknastofnun land- búnaöarins sem sér um að efna- greina Myllubrauðin. Þar fengust upplýsingar um þessa ösku. Aska er annaö heiti yfir steinefni. Astæðan fyrir því að notaö er nafnið aska er sú að áöur fyrr voru efni brennd til að hægt væri að mæla magn steinefnanna. Efnin voru sem sagt brennd og aðeins aska var eftir sem er nánast bara steinefni. Vetraiskoðun Stendur frá 15. október og út desember. SUÐURLANDSBRAUT 16 —,-SÍMI 35200 Verð: 4 cyl. kr. 2.054 - 6 cyl. kr.2.640 ATH! Skipt um olíu og olíusíu ef óskað er (Olía og olíusía ekki innifalin) 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Vélarþvottur Hreínsun og feítí á geYmíssambönd Mæling á rafgeymi Mælíng á rafhleðslu Hreínsun á blöndungí Ísvarí settur i bensín Skípt um kertí Skipt um platínur Stillíng á viftureím Rúðusprautur stilltar Mælíng á frostlegí Vélarstilling Ljósastilling

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.