Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 13
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. 13 Kjallarinn SIGHVATUR BJÖRGVINSSON FYRRVERANDI ALÞINGISMAÐUR anna, sem byggir á haröri hægri stefnu, mun ýta undir hana. Nú vilja menn fá að ræða málin opinskátt og af einlægni og án þess að festa sig allt of mikið við fortíðina; grónar stofnanir og gömul kerfi. „Er það frambúöarlausn að hafa tvo starf- andi jafnaðarmannaflokka?” spyr fólkið. „Er ófrávíkjanlegt að ekki eigi að vera hægt aö mynda ríkis- stjórn án annaðhvort Framsóknar- flokks eða Sjálfstæðisflokks?” „Er endilega víst, aö Sjálfstæðisflokkur- inn eigi áfram að vera stærsti flokk- ur þjóöarinnar eftir aö hann hefur kvatt umburðarlyndið til þess að bjóða Friedman velkominn?” „Sætta nýjar stjórnmálahreyfingar sig við að fæðast til þess eins að ganga svo í björgin og deyja?” Vindar breytinga eru farnir að blása. Vilja menn raða seglum og sigla eða sætta menn sig við að láta bara flatreka? Leitum til fólksins Mín tillaga er sú, að fljótlega í haust verði boðað til opinna umræðu- funda um stöðu og stefnu vinstri hreyfingar á Islandi þar sem hinum almenna manni verði gefinn kostur á að tjá sig. Skírskotum nú til fólksins í þessu landi, en ekki aðeins foringj- anna. Eitthvað það verður að fara aö gerast, sem getur gefið þessu fólki von og þaö vill eiga hlut að. Líf verður að vera. Allt frumkvæöi má ekki vera hjá Framsókn og íhaldi. Sighvatur Björgvinsson. Samstaða BSRB-fólks Verkfalls BSRB, sem staöið hefur nú á fjórðu viku þegar þetta er skrifað, mun lengi verða minnst fyrir hina sterku samstöðu fólksins innan BSRB. Alls staðar þar sem verkfallsfólk kemur saman finnur maður hinn mikla baráttuanda, t.d. í verkfallsvörslunni, í kennaraat- hvarfinu, i BSRB húsinu o.s.frv. Núverandi ríkisstjórn hefur traðkað á launafóikinu í landinu og hennar eina efnahagsúrræöi hefur verið að skeröa líf skjörin í stað þess aö taka á málunum af raunsæi, t.d. með því að gera eitthvað til að uppræta skatt- svik sem nema hundruðum milljóna árhvert. Við sem staðið höfum í baráttunni fyrir mannsæmandi launum horfum ekki lengur upp á það þegjandi að hinir ríku verði ríkari, og stundi um leið skattsvik, á meðan aðrir verða fátækari. Við treystum því að nú verði gerðir samningar sem við getum sætt okkur við, annars má búast við frekari aðgerðum, t.d. f jöldauppsögnum kennara. Þaö er enginn í BSRB í uppgjafar- hugleiöingum þrátt fyrir langan mánuö án launa. Leiðtogar BSRB hafa sýnt góða forystu í verkfallinu og fólkiö stendur einhuga með þeim. Svikasamningurinn Sem betur fer var svikasamningur Davíðs Oddssonar borgarstjóra og Haralds Hannessonar, formanns Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, kolfelldur. Þessir menn ráku rýting í bakið á starfsmönnum Reykjavíkurborgar. Vinnubrögð þeirra voru slík, að menn hafa megnustu skömm é at- hæfi þeirra. Fyrst og fremst ætluðu þeir að splundra samstöðunni innan BSRB. Fólkið í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar áttaði sig strax á því sem þeir höfðu verið að braiia í skjóli nætur. Mjög margir urðu öskureiðir þegar þeir sáu að Reykja- víkursamningurinn var ekki annað en sáttatillagan i nýjum búningi. Vinnubrögðin voru þó það versta af öllu; að koma aftan aö fólkinu til að reyna að splundra samstöðunni. Eg held að Davíð Oddsson borgarstjóri ætti að fara að sjá sóma sinn i þvi að hætta sem borgarstjóri, áður en hann fremur fleiri axarsköft. Eðlilegt hlýtur aö teljast að for- maður Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar segi upp stöðu sinni enda hefur hann fengið algjört vantraust frá borgarstarfsfólki, sama er að segja um borgarstjóra. Eg varð hissa þegar ég frétti að Alþýðubandalagið hefði setið hjá í at- kvæðagreiöslunni um Reykjavíkur- samninginn í borgarstjórn. Eg spyr bara, getur verið að borgarstjóri sé búinn að stinga snuði upp í flesta full- trúa borgarstjórnar, að þeir séu ljúfir og góðir og hneigi sig fyrir „Hans hátign”?Hvað sem veldur vona ég að Alþýðubandalagið standi sig betur á þingi og þori að taka þar hreina afstöðu til mála. Sem betur fer greiddu fulltrúar Alþýðuflokks og Kvennaframboösins atkvæöi gegn Reykjavíkursamningnum í borgar- stjórn. Ríkisstjórn peningavaldsins Skoðanakönnun DV, sem er ný- komin fram, sýnir að ríkisstjórnin hefur ekki meirihlutafylgi þjóðarinnar á bak viö sig. Enda geri ég ráö fyrir að þessi ríkisstjórn sé búin að afhjúpa sig gjörsamlega í verkfalli BSRB. Nú sér fólk svart á hvítu að það eru fulltrúar peninga- valdsins sem stjóma landinu. Þeim er greinilega alveg sama um fjöl- skyldurnar og launafólkið. Þeir 9 „Það er enginn í BSRB í uppgjafarhug- leiðingum þrátt fyrir langan mánuð án launa. Leiðtogar BSRB hafa sýnt góða forystu í verkfallinu og fólkið stendur einhuga með þeim.” BJÖRGVIN BJÖRGVINSSON KENNARI virðast ekki hafa nokkum skilning á kjörum fólksins í landinu. Skilningsleysi þessara manna er svo mikið aö sá sem er viðsemjandi BSRB í deilur.ni, sjálfur fjármála- ráðherra, ræðst af mikilli heift á alla kennarastéttina í landinu. Hann hefur ekki nokkra hugmynd um störf kennara. I þessari deilu eru kennarar í fremstu fylkingu í baráttunni, þeir standa t.d. verkfallsvörslu í stórum hópum alla daga og nætur ásamt öðru BSRB fólki. Kennarar sem og aðrir í BSRB munu ekki láta traðka á sér lengur. Samstaða okkar. Vesalings mennimir, þeir reyndu að svelta okkur til hlýðni. Frammi fyrir aiþjóö standa þeir nú, kviknaktir, afhjúpaðir. Það er augljóst að BSRB á í höggi við ríkisstjóm sem svífst einskis til að halda aftur af sanngjörnum kröfum okkar. Þessi ríkisstjóm er hættuleg öllu launafólki i landinu vegna þeirrar stefnu sem hún fylgir. Þess vegna er nauðsynlegt að koma hennifrásemfyrst. BSRB fólk, fram til sigurs og mannsæmandi líf skjara! Björgvln Björgvinsson. RANGLÆTI RÁÐSMANNA falið, og væntanlega leiörétta kjör þeirra til samræmis við þær niður- stöður. Sem betur fer hafa Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra og fjölmargir þingmenn aðrir viöhaft þau ummæli á þingi, sem gefa tilefni til bjartsýni um meðferð þessarar tillögu. Orðaglöp fjármálaráðherra urðu þrátt fyrir allt til góðs. Þau urðu tilefni umræðna á þingi og hvassra viðbragða af hálfu kennara, og betri stuðning var í rauninni ekki hægt að fá við fyrr- nefnda tiliögu Kvennalistans. „Einhver er að Ijúga" Á síðasta þingi var samþykkt tillaga til þingsályktunar um stóraukna rækt við íslenskt mál í skólum landsins. Af því tilefni ritaði sá annálaöi gáfu- maður Helgi Háifdanarson grein í Morgunblaöið og vék meðal annars að kjörum kennarastéttarinnar. Hér með tek ég mér það bessaleyfi að gera niöurlag greinar hans að lokaorðum þessarar greinar: „Með hverju ári verður brýnna að gera allt sem verða má til að iaða að kennarastéttinni úrvalsfólk, minna dugir ekki þar. En það verður ekki gert nema kjör kennara verði bætt, og ekki aðeins bætt, heldur stórbætt. Án þess verða allar ályktanir Alþingis um rækt við móðurmálið sýndarmennskan tóm. Einhver er að ljúga því upp, að viö höfum ekki efni á að gera vel við svo fjölmenna stétt sem kennarastéttina. Þar er því einu til að svara, að hafi ein af ríkustu þjóðum heims ekki efni á að ala upp sín eigin börn, þá eru einhvers staðar ranglátir ráðsmenn að verki.” Tími er til kominn að bæta fyrir það ranglæti ráðsmanna, sem lýsir sér í smánarkjörum þeirrar stéttar, sem við treystum fyrir uppfræðslu og í sívaxandi mæli uppeldi barnanna okkar. Kristín Halldórsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.