Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.10.1984, Qupperneq 15
DV. MÁNUDAGUR 29. OKTOBER1984. segja menn, geta ráöiö úrslitum um þá flokkun. En auövitaö eiga þær hug- myndir, sem hver einstaklingur gerir sér um sjálfan sig og veröldina um- hverfis, að miklu leyti rætur að rekja til samanburöar. Og er það ekki ein- mitt samanburðurinn, sem alltaf er nærtækastur? Til íhugunar Er hægt að tala um menningarþjóö- félag, þar sem þjóöinni er ekki treyst til aö taka á sig ábyrgö viö aö umgang- ast áfengt öl — nema meö sérstökum tilfærslum, sem allar miða aö því að sniðganga þau lög, sem löggjafinn hefursjálfursett? Eöa þar sem skattsvik eru stunduð eða reynd til fullnustu af sérhverjum skattborgara? — Lítt tjóar að segja sem svo, að þetta síöasta sé afleiðing þess, aö „kerfið” bjóöi upp á skattsvik. Eöa þar sem tekjuskatt á að leggja á hluta skattborgaranna, en ekki aöra, eins og nú er talað um aö stefna aö á næstu þremur árum? Er þaö stefna menningarþjóðfélags aö skilgreina „almennar tekjur” innan við 22 þúsund krónur á mánuöi og lögfesta þannig skattsvik allra þeirra, sem hingaö til hafa falið tekjur sínar yfir þessu marki — og munu halda því áfram, — en láta biis svokölluöu „breiðu bök” um afganginn af skatt- greiðslunni eins og hingaö til? Er þaö menningarþjóðfélag, sem leggur blátt bann viö því, aö fólk geti horft á og notið sjónvarpsefnis, sem býöst i viðkomandi landi öllum aö kostnaðarlausu, eins og raunin var um Keflavíkursjónvarpið, áður en lítill angi af „menningar-mafíunni” fékk því áorkaö meö milligöngu Alþingis, aö því var lokað? Er það menningarþjóðfélag, þar sem fólk grípur feginshendi við sölu- og kynningarsýningu á leirmunum og boröbúnaði til heimUisnota og er látiö borga með sér tU að komast í dýrðina, vitandi að litiö er um annars konar afþreyinguaðræða? Er það menningarþjóðfélag, þar sem íbúar bæja og kaupstaöa greiða sérstökum vinnuflokkum hins opin- bera fyrir að hirða brotnar flöskur, brotnar trjágreinar og upprifin blóm af götum tvær til þrjár nætur í viku hverri? — Auðvitað ekki. Kjallarinn GEIR AIMDERSEN AUGLÝSINGASTJÓRI Margþættar kröfur — eitt svar í daglegu lífi er gnótt tækifæra til að virða fyrir sér hlutverk einangrunar í lífi einstaklinga, hópa og þjóðarheUda. — Sú víötæka þýðing, sem fyrirbæri þetta hefir, vex því meir, sem tæknin leyfir hverjum einstaklingi greiðari aðgang að öðrum og því margþættari kröfur, sem menningarþjóðfélag gerir tU manna um samvinnu og aðlögun. FuUyrða má, án mikUla efasemda, að þær tíðu kröfugeröir og nefndaálit, sem sjá dagsins ljós hér á landi og eru einstakar í sinni röð, séu sprottnar af þeirri menningarlegu einangrun, sem þrátt fyrir aUt ræður hér ríkjum, og er þá ekki einungis átt við skort á sýning- um á Ustasviðinu eða fábreytUeika í hljómlistaUfi, svo dæmi sé tekið. Islenska þjóðin býr við skort á þeirri alhliða menningu, sem gerir einstakl- ingum kleift að ganga uppréttir, án uppgerðar, og kleift að njóta af- þreyingar, án afarkosta. Þegar stjómmálamenn átta sig á þvi mikilvægi, sem felst í því að losa um núgildandi höft, sem meina fólki hér á landi að njóta sambærUegrar afþrey- ingar og gerist hjá öðrum vestrænum nágrannaþjóðum, munu samskipti al- mennings og stjórnmálamanna gjör- breytast — ekki síst af þeirri ástæðu, aö fólki mun þá finnast aö i raun hafi komist á „jöfnuður” mUU þessara mjög aöskUdu þjóðfélagshópa — eins og þeir eru sannanlega í dag. Margþættar kröfur munu víkja fyrir því eina svari, sem fólkiö bíður eftir — afnámi þeirra afarkosta, sem nú gUda og skerða rétt manna tU afnota þeirrar margvíslegu og aígildu afþreyingar, sem þykir góð og gUd i daglegu Ufi og sem Islendingar sækjast svo mjög eftir og njóta, þegar þeir eru sjálfir meðal annarra þjóða. Ekki allt alvont Það væri ósanngjamt að vanþakka allt það efni, sem þó býðst til afþrey- ingar og fróðleiks hér á landi, hvort sem þaö er á hinum rikisrekna eöa frjálsa markaði. Annað mál er, hvort almenningur kann að meta það að verðleikum. Og þarf ekki einu sinni eftirvinnu- langan almenninginn tU. Það er ekki útUokað, að sá hluti þjóöarinnar, sem vUl með réttu eða röngu telja sig í þeim hópi, sem velur „aðeins listræna” af- þreyingu, verði oft af góöu „gamni”, þegar listin býðst, — en hópist svo á „útsöluna” algjörlega óafvitandi! Mánudagskvöldið 3. sept. sl. var flutt Grieg-dagskrá í Norræna húsinu. Að vísu kostaði aðgangurinn 180 kr. — en varla hefur það verið ástæðan fyrir fá- dæma lélegri aðsókn, sem var að þess- ari frábæru afþreyingu? Eða hvað? Er það kannski skoöun íslenskra Ust- unnenda, að Ustin eigi aö vera ókeypis, aö þeir, sem ekki njóta hennar og mæta ekki til leiks, eigi að greiða, eins og venjulega gerist um fyrirlestra í Háskóla Islands? A Grieg-kvöldi i Norræna húsinu voru mættir miUi 20 og 30 áheyrendur! — Og þótt „óhófleg pedalanotkun” og „grautarspUamennska” hafi einkennt píanóleik annars listamannsins, eins og komist var að oröi í „menningar- dómi” eins dagblaðsins hér — þá var það mikil upplyfting og afþreying fyrir suma þá, sem telja sig i hópi ,,amatör”-óheyrenda tónlistar, að hlýða á norska Ustamanninn Einar Steen-Nökleberg leika sýnishorn úr verkumGriegs. Er Grieg kannski lítt þekktur af tónUstarunnendum á Islandx, eða eru „áhrif hans UtU út á við, vegna þess aö hann yrkir í þýskum anda. ..” eins og staðhæft er í enn öörxxm „menningar- dómi” annars dagblaös? Látum Grieg-kvöldið og aðsókn á það ekki vUla okkur sýn, þegar rætt er um raunverulegan menningaráhuga íslenskra Ustuxuienda. — Það var vel tU fundið að fá listamennina tvo tU landsins. Þar með er ekki allt alvont i Norræna húsinu. Geir R. Andersen. „íslenska þjóðín býr við skort á þeirri al- ^ hliða menningu, sem gerir einstaklingum kleift að ganga uppréttir, án uppgerðar, og kleift að njóta afþreyingar, án afarkosta.” ^ÁRVÍK3^ SBBBBEBm^,... Ármúla 1. sími 687222. ^mSSm 15 í Vestur-Þýskalandi erOriontalið eittbestaVHS myndbandstækið íaimennum verðflokki í apríl 1984 valdi vestur-þýska tæknitímaritið VIDEO besta VHS myndbandstækið í almennum verðflokki á vestur-þýskum markaði; fyrir valinu varð tæki frá ORION... .. .með þráðfjarstýringu, 14 daga upptökuminni, myndleit, kyrrmynd og frábærum myndgæðum er verðið á ORION myndbandstækjunum hér á íslandi næsta ótrúlegt.—-j ftAA Á ORION myndbandstækjunum er, ennfremur, 7 daga reynslutími, 2ja ára ábyrgð og greiðsluskilmálarnir eru afar hagstæðir. LAUGAVEG110 SÍMI27788 FYRIRTÆKIÐ. SEM L/EKKAR VÖRUVERÐ A ÍSLANDIMEÐ ÞÁTTTÖKU í ALÞJÖÐA VIÐSKIPTUM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.